Ljósmyndun á fiskum og fiskabúrum.

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Ljósmyndun á fiskum og fiskabúrum.

Post by Vargur »

Öllum þykir gaman að sjá góðar fiska og fiskabúramyndir en mörgum gengur illa að ná góðum myndum úr búrinu sínu enda er þessi tegund ljósmyndunar nokkur kúnst en hér ætla ég að koma með nokkur hjálparatriði.
Ég er langt því frá að vera einhver sérfræðingur í ljósmyndun þó ég eigi ágæta myndavél en ætla þó að koma með nokkur einföld atriði.

Myndir af fiskabúrum.
Ótrúlega margir eiga erfitt með að ná góðri heildarmynd af búrinu sínu og kenna yfirleitt myndavélinni sinni um. Sannleikurinn er þo sá að með slökustu myndavél áttu að geta náð ágætri heildarmynd sem gefur góða hugmynd um útlit búrsins.
1. Alls ekki nota flassið. Flassið speglast í glerinu og eyðileggur myndina.
2. Slökktu öll ljós í nágrenni við búrið og á sjónvarps og tölvuskjáum.. Ótrúlegustu hlutir speglast í glerinu, jafnvel heilu borðstofuborðin og sumir hafa farið flatt á að vera fáklæddir við fiskabúraljósmyndun.
3. Hreinsaðu glerið vandlega að utan og jafnvel einnig að innanverðu, vatnsskipti daginn fyrir myndatöku eru einnig kostur.
4. Haltu vélinni stöðugri og þrífótur er góður kostur.
5. Prófaðu þig áfram með stillingar á vélinni. Á vandaðri vélum getur verið gott að breyta stillingum á ljósopi oþh.

Myndir af fiskum.
1. Bættu við lýsingu ef nokkur kostur er. Gættu þess þó að aukaljós valdi ekki speglun.
2. Ef þú notar flass vertu þá með vélina þétt upp við glerið. Speglun af flassi er óþolandi.
3. Hreinsaðu glerið vandlega að utan og innanverðu. Dropaför, tuskuför og þörungur á gleri skemmir myndir auðveldlega.
4. Beindu vélinni helst 90° á glerið.
5. Prófaðu þig áfram í stillingum á vélinni.
6. Vatnskipti daginn fyrir myndatöku.
7. Haltu vélinni stöðugri.

Ef einhverjir fleiri eru með einhver tips á fiskatengdri ljósmyndum endilega póstið þeim hér.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

list mjög vel á þessi uptalning.
Ég las á einu siða , búr með mikið groður er betra að taka mynd með dælan slökkt á - svo plöntunar er ekki i hreyfingu ! :)
Jóa Rut
Posts: 71
Joined: 10 Apr 2007, 21:43

Post by Jóa Rut »

það er vandar mál hjá mér þegar ég tek flasið af myndarvélini minni þá hreyfist allt á myndinni. :?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Jóa Rut wrote:það er vandar mál hjá mér þegar ég tek flasið af myndarvélini minni þá hreyfist allt á myndinni. :?
Þá er það spurning hvort þú getir stillt hraðan á ljósopinu hjá þér?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Allt í lagi að nota flass, bara taka myndirnar á horni við glerið þannig að það endurkastist ekki beint í linsuna :)

Fæstar myndavélar eru nógu ljósnæmar til að geta tekið myndir í fiskabúrum án flass á sæmilega góðum shutter hraða (1/120 eða hraðar).

Maður þarf ansi stórt ljósop til þess :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Hvernig stillir maður þennan hraða og þetta dót. Ég kann ekki baun á myndavélina míina :oops:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gúggalú wrote:Hvernig stillir maður þennan hraða og þetta dót. Ég kann ekki baun á myndavélina míina :oops:
Það er yfirleitt ekki hægt að stilla það á "venjulegum" digital myndavélum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

keli wrote:
Gúggalú wrote:Hvernig stillir maður þennan hraða og þetta dót. Ég kann ekki baun á myndavélina míina :oops:
Það er yfirleitt ekki hægt að stilla það á "venjulegum" digital myndavélum.
ég er með "óvenjulega" vél :P
canon EOS 350D
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Gúggalú wrote:
keli wrote:
Gúggalú wrote:Hvernig stillir maður þennan hraða og þetta dót. Ég kann ekki baun á myndavélina míina :oops:
Það er yfirleitt ekki hægt að stilla það á "venjulegum" digital myndavélum.
ég er með "óvenjulega" vél :P
canon EOS 350D
Þú átt að geta stillt ljósopið hjá þér með þessari vél enda engin smá vél,það er spurning hvort þú biðjir ekki Steigrim að syna þér það 8)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Já það er spurning. Það er alltaf einhver gaur á leiðinni hingað á Sigló til að halda námskeið og ég bíð og bíð. Draumurinn er að komast á almennilegt námskeið til að læra á myndavélina því ég elska að taka myndir og tek mikið af myndum
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Það er sniðugt ráð að stilla á stillingu sem heitir "Av".

Stilla svo ljósopið eins stórt og þú getur (sem þýðir að ljósopstalan verður lág, líklega 4.0 í þínu tilviki).

Ýta svo á takka við hliðina á skjánum sem stendur ISO (ljósnæmni) fyrir ofan og stilla það hátt (t.d. 800).

Stilla WB (whitebalance) á flúorljós.

Prófaðu og sendu inn nokkrar myndir.
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

sindris wrote:Það er sniðugt ráð að stilla á stillingu sem heitir "Av".

Stilla svo ljósopið eins stórt og þú getur (sem þýðir að ljósopstalan verður lág, líklega 4.0 í þínu tilviki).

Ýta svo á takka við hliðina á skjánum sem stendur ISO (ljósnæmni) fyrir ofan og stilla það hátt (t.d. 800).

Stilla WB (whitebalance) á flúorljós.

Prófaðu og sendu inn nokkrar myndir.
Takk fyrir þetta, geri þetta á morgun, ætla að skutla batteríiinu í hleðslu svo ég geti leikið mér á morgun :wink:
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Gúggalú wrote:Já það er spurning. Það er alltaf einhver gaur á leiðinni hingað á Sigló til að halda námskeið og ég bíð og bíð. Draumurinn er að komast á almennilegt námskeið til að læra á myndavélina því ég elska að taka myndir og tek mikið af myndum
Hafðu samband við Steingrim,hann synir þér örugglega undirstöðuatriðin á þessari mögnuðu vél :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fín tip sem sindri gaf þér... Prófaðu þig svo bara áfram með mismunandi ljósop, með og án flass og svona - þetta fer alltaf eftir lýsingu í búrinu og svona þannig að það er engin ein ríkisstilling sem virkar fyrir alla :)

Ég persónulega er farinn að taka myndirnar í manual, hef shutter á 1/120s eða minna og ljósop sem minnst - þá er auðveldara að fókusa þar sem DOF er stærra. Svo hef ég iso í 400 eða 800 (1600 er of grainy finnst mér) og nota oftast flassið. Þetta hefur gefið mér nokkrar góðar myndir.

Aðal atriðið er samt að fikta sig bara áfram og taka nógu fjandi mikið af myndum :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Mér persónulega finnst lýsingin skemmtilegri á myndunum án þess að nota flassið.

Ég held að aðalatriðið í þessu sé samt bara að fikta og fikta nógu mikið og ekki vera hrædd/ur við það. Ef það eru einhverjar spurningar þá sýnist mér vera fullt af fólki hér sem ætti að geta svarað þeim.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þið drengirnir eruð svo miklir snillar að mér sýnist ég verða að bjóða einhverjum af ykkur heim í kaffi og kleinur (og láta kenna mér á vélina mína um leið) :oops:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Mér lýst vel á það, ég get smellt nokkrum myndum af búrunum þínum í leiðinni ;)
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

sindris wrote:Mér lýst vel á það, ég get smellt nokkrum myndum af búrunum þínum í leiðinni ;)
þið eigið ekkert leið hér framhjá Sigló ????? Get keypt eitthvað í bakaríiinu eða tekið eitthvað með mér heim úr vinnunni :fyllerí:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

It´s a date!

Hef samband við þig very soon, talsvert busy fram að helgi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

keli wrote:Fín tip sem sindri gaf þér... Prófaðu þig svo bara áfram með mismunandi ljósop, með og án flass og svona - þetta fer alltaf eftir lýsingu í búrinu og svona þannig að það er engin ein ríkisstilling sem virkar fyrir alla :)

Ég persónulega er farinn að taka myndirnar í manual, hef shutter á 1/120s eða minna og ljósop sem minnst - þá er auðveldara að fókusa þar sem DOF er stærra. Svo hef ég iso í 400 eða 800 (1600 er of grainy finnst mér) og nota oftast flassið. Þetta hefur gefið mér nokkrar góðar myndir.

Aðal atriðið er samt að fikta sig bara áfram og taka nógu fjandi mikið af myndum :)
hvar stillir maður shutter hraðann ? Nenni ekki að finna bæklinginn, enda betra að fá þetta á íslensku
er að byrja að fikta með vélina
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Verður að vera með vélina í manual eða Tv til að stilla shutter hraðann.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

keli wrote:Verður að vera með vélina í manual eða Tv til að stilla shutter hraðann.
ah, ok, það kemur með æfingunni
Jóa Rut
Posts: 71
Joined: 10 Apr 2007, 21:43

Post by Jóa Rut »

þetta er myndarvélin,ég kann að taka af henni flos en þá verða óskírar myndir. :?
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er frekar ólíklegt að þú getir stillt ljósop og shutter á þessari... fæstar svona point and shoot vélar eru með það.

Bara nota flassið og reyna að vinna með það sem maður hefur :)


t.d. er oft betra að zooma ekki því ljósopið getur verið stærra þegar maður er með linsuna wide, croppa frekar bara myndina eftirá - þá nærðu hraðari shutter án flass. Til fullt af svona trikkum til að gabba vélar sem eru kannski ekki gerðar í mikið fikt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply