Monsterhornið - Red-tail catfish

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Monsterhornið - Red-tail catfish

Post by Vargur »

Red-tail catfish - Phractocephalus hemioliopterus

Red tail catfish kemur frá Brasilíu og nágrenni. Þessir fiskar verða stórir, allt að 110 cm langir og eru langlífir, eðlilegt er að fiskurinn lifi í 15 ár eða lengur.
Image
Ljósmynd af netinu.

Image
Ungir fiskar eru felugjarnir en RTC er mest á ferð á nóttununni. Þeir eiga þó til að verða nokkuð spakir og hændir að eigenda sínum þó sennilega sé að mestu um matarást að ræða.

Þrátt fyrir að þessi fiskur þurfi 1000 lítra búr og verði yfir metri á lengd og því utan marka flestra fiskaáhugamanna er sennilega enginn kattfiskur að undanskyldum Zebra pleco, sem hefur fengið jafnmikla umfjðllun og Rtc, fjölmargar greinar og bækur hafa verið skrifaðar um fiskinn og ótal klúbbar eru starfandi sem eingöngu helga sig þessum fisk.

Image
Rtc fjölgar sér ekki í búrum svo vitað sé og er helst fluttur út sem smáfiskur, 4-8 cm enda ódýrast að flytja hann þannig og jafnframt er hann sölulegastur í þeirri stærð og minnir helst á krúttlegann kettling og er varla hægt að ýminda sér að þessi smáfiskur verði yfir metri á lengd og með kjaft sem gæti rúmað mjólkurfernu.

Rtc er fiskur sem fólk á alls ekki að fá sér nema að vel athuguðu máli, hann vex á örskömmum tíma upp úr flestum venjulegum heimabúrum og er ekki óeðlilegt að hann vaxi um 20-25 sm. á fyrsta ári.
Álitlegir búrfélagar eru fáir vegna þess hversu hratt Rtc stækkar og hversu gráðugur hann er.

Image

Hitastig: 21-26°
pH: 6.5 -7.5
Post Reply