Monsterhornið - Polypterus

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Monsterhornið - Polypterus

Post by Andri Pogo » 14 Feb 2008, 01:50

Ég hef verið að lesa mikið um Polypterus fiskana og ákvað að þýða og deila með ykkur hérna því helsta.
Ég mun svo líklegast taka fyrir fleiri tegundir monsterfiska og birta hér. :lesa:

Polypterus

Image

Ríki: Animalia / Dýraríki
Fylking: Chordata / Seildýr
Flokkur: Actinopterygii / Geisluggar
Undirflokkur: Chondrostei / Brjóskgljáfiskar
Ættbálkur: Polypteriformes / Uggageddur
Ætt: Polypteridae
Ættkvíslar: Polypterus og E. calabaricus

Polypterids (ísl:uggageddur) er lítill hópur afrískra ferskvatnsfiska.
Þeir eru einu eftirlifendur Polypteriformes ættbálksins, sem hægt er að rekja að minnsta kosti 100 milljón ár aftur í tímann en talið er að ættbálkurinn sé enn eldri. Þeir eru með frumstæðustu fiskum heims.

Image
Steingervingur sem fannst af heilum Polypterus.
Tegundin er útdauð og var nefnd Polypterus faraou.

Polypteridae ættin samanstendur af um 16 tegundum fiska af tveimur ættkvíslum, Polypterus og Erpetoichthys.
Erpetoichthys calabaricus (ropefish) er eini meðlimur Erpetoichthys ættkvíslarinnar.
Ropefish er áþekkur Polypterusum hvað varðar persónuleika og útbreiðslu en hann er ekki með kviðugga og er hlutfallslega lengri og mjórri.

Heimkynni
Heimkynni Polypterusa eru í heitum, kyrrstæðum og súrefnislitlum vötnum og mýrum Afríku og hafa þeir aðlagast með notkun frumstæðra lungna sem gerir þeim kleift að anda að sér súrefni. Þeir eru því ekki háðir súrefnismagni vatns líkt og flestir fiskar.
Þeir hafa þó einnig hefðbundin tálkn og geta notað hvoru tveggja.

Polypterusar lifa í grunnu vatni og halda sig mikið í gróðri nálægt ströndum og árbökkum stöðuvatna og fljóta Afríku.
Polypterusar eru ýmist dag- eða næturfiskar en það fer eftir tegundum.
Polypterusar eru stundum veiddir til matar og eru sagðir nokkuð bragðgóðir.

Tegundir
Polypterus fiskarnir skiptast í tvo flokka sem eru kallaðir upper jaw og lower jaw eða efri- og neðri kjálka á íslensku.
Efri-kjálka tegundirnar eru með framstæðan efri kjálka, en neðri-kjálka tegundir eru með framstæðan neðri kjálka.
Allir efri-kjálka tegundir verða frekar litlir eða um 30cm nema Ornatipinnis, sem verður um 60cm.
Neðri-kjálka tegundir verða allir mun stærri, eða allt að 100cm.
Þessir tveir flokkar passa ekki alltaf vel saman því þeir stóru eru með mun stærri kjafta og geta étið þá minni.
Allar tegundir Polypterusa þarfnast sömu umönnunar en stærri tegundir þarfnast augljóslega stærri fiskabúra.

Image
Myndin sýnir mun flokkana tveggja.
Efri er efri-kjálka tegund, neðri er neðri-kjáka tegund.

Hér kemur listi yfir þekktar tegundir Polypterusa ásamt myndum* og mestu skráðu stærð í cm. Athugið að meðalstærðir er yfirleitt undir þessum tölum.

efri-kjálka tegundir:

Image
P. Palmas palmas - 33

Image
P. Palmas polli - 35.5

Image
P. Palmas buettikoferi - 33

Image
P. Ornatipinnis - 68.5

Image
P. Delhezi - 35.5

Image
P. Senegalus - 30.5

Image
P. Retropinnis - 35.5

Image
P. Mokelembembe - ekki vitað

Image
P. Weeksi - 50

Image
P. Teugelsi - 42.5

Image
E. Calabaricus - 76

neðri-kjálka tegundir:

Image
P. Endlicheri endlicheri - 81+

Image
P. Endlicheri congicus - 99

Image
P. Bichir lapradei - 61

Image
P. Bichir bichir - 76+

Image
P. Ansorgii - 76+

Enn eru nokkrar tegundir Polypterusa vísindalega óskráðar og munu nýjar tegundir jafnvel koma í ljós.

Nokkur óvenjuleg afbrigði Polypterusa eru til eins og með aðrar tegundir fiska.
Þau eru:
Albino: bleik/hvít eintök með hvít augu.
Platinum: silfur/hvít eintök með svört augu.
Short-body: stutt og kubbsleg eintök með bogadregin hrygg.
Slör afbrigði: uggar óvenjulangir.
Þessi óvenjulegu eintök eru ekki til hjá öllum Polypterus tegundum og eru missjaldgæf og sem dæmi kostar Platinum Senegalus nokkur þúsund krónur en Platinum endlicheri nokkur hundruð þúsund krónur (verð m.v. Bandaríkin).

Image
Albino afbrigði P.senegalus

Image
Platinum afbrigði P.endlicheri endlicheri

Image
Short-body afbrigði P.endlicheri endlicheri

Image
Slör afbrigði P.senegalus

Útlit
Þrátt fyrir að hægt sé að kyngreina marga Polypterusa við um 20cm stærð eða fyrr, verða sumar tegundir ekki kynþroska fyrr en við 6 ára aldur.
Hrygnur eru almennt stærri en hængar en best er að sjá mun kynjanna á raufarugganum.
Raufaruggi hængs er mun stærri en á hrygnu, sjá mynd:

Image
Hér sést munur raufaruggana vel.

Image
Palmas polli hrygna

Image
Palmas polli hængur


Bakuggar Polypterusa er skipt upp í röð minni ugga sem minna á segl.
Fjöldi þessara minni ugga er mismikill eftir tegundum.

Notkunarmöguleikar ugga Polypterusa eru eftirfarandi:
Eyruggarnir eru helstu sunduggarnir, notaðir til að hægja á og í fínhreyfingar.
Bakugginn er sperrtur ef ógn steðjar að fiskinum, til varnar og til að sýnast við hrygningarstæla.
Kviðugginn eru jafnvægisbúnaður fisksins.
Raufarugginn er einnig notaðir sem jafnvægisbúnaður og hængurinn notar hann einnig við hrygningar.
Sporðurinn, ásamt aftasta hluta fisksins er notaður sem aðal drifkraftur þegar hraða eða kraft þarf í sund.

Passa skal að taka Polypterusa ekki upp með höndum því bakuggar þeirra eru mjög beittir og þeir nota þá ef þeim finnst þeim ógnað.

Nafnið
Íslenska heiti Polypterusa, uggagedda, er lítið notað.
Almennt nafn tegundarinnar á ensku er Bichir og er það mikið notað á alþjóðavísu.
Þegar Frakkar “uppgötvuðu” Polypterusa árið 1809 voru þeir vel þekktir meðal heimamanna og kölluðu heimamenn þá Bichir. Framburður og stafsetning þeirra var þó óþekktur. Í nokkur ár gengu Polypterusar þá einungis undir nafninu Bichir þar til vísindamenn lýstu og flokkuðu tegundina rétt.
Allt frá því hefur Bichir verið samþykkt sem almennt nafn tegundarinnar.
Samt sem áður er framburður enn óljós og er fólki frjálst að bera Bichir fram eins og því sýnist. Algengast er þó að það sé sagt sem Biker (hjólreiðamaður).

Fiskabúrið
Polypterusar þurfa ekki djúpt vatn og ætti 20-30cm djúpt vatn að vera nóg fyrir allar tegundir. Það mun vera grunnflötur búrsins sem skiptir máli fyrir þá.
Talið er að lágmarksgrunnflötur fiskabúrs fyrir eitt eintak af minnstu tegundum Polypterusa sé um 90x30cm. Ef hæð búrsins er 40cm er umrætt búr um 100 lítrar. Þrátt fyrir það eru stærri búr alltaf betri kostur.

Polypterusum líður best í lítilli birtu en er það þó mismunandi eftir tegundum. Næturljós er góður kostur, þá er hægt að fylgjast með þeim þegar þeir eru virkastir.
Kjörhitastig Polypterusa er 25-28°.
Meðalaldur Polypterusa í fiskabúrum er nokkuð langur eða um 10-15 ár.

Fjölgun
Þar til fyrir nokkrum árum var aðeins hægt að nálgast villta Polypterusa.
Á undanförnum árum hefur markviss ræktun á nokkrum tegundum þó verið að aukast en eftirfarandi tegundir eru ræktaðar í þónokkru magni:
Polypterus senegalus, einnig albino afbrigði.
Polypterus delhezi
Polypterus palmas polli
Polypterus ornatipinnis
Polypterus endlicheri endlicheri
Mögulegt er að fleiri tegundir séu í ræktun þessa dagana en litlar upplýsingar eru fáanlegar um það.

Þrátt fyrir að fyrrgreindar tegundir séu allar í ræktun er verð þeirra misjafnt. Senegalus og palmas polli eru til dæmis margfalt ódýrari en ornatipinnis og endlicheri endlicheri. Ástæða þess er sú að þeir verða kynþroska á misjöfnum aldri. Þeir fyrrnefndu verða kynþroska við 1.-2.ára aldur en flestar aðrar tegundir miklu seinna, eða við 6.ára aldur. Því tekur ræktun á þeim fyrrnefndu mun minni tíma, framboðið er margfalt meira og verðið er því lægra.

Þrátt fyrir árangur ræktenda er fjölgun Polypterusa í heimahúsum mjög sjaldgæf og í þeim fáu tilfellum sem það hefur tekist hefur reynst erfitt að ala upp seiðin.

Nýútklaktir Polypterusar eru með fjaðurkennd, utanáliggjandi tálkn, sem þeir missa svo yfirleitt fljótlega. Flestir missa tálknin áður en þeir ná 5-7cm lengd en sumir seinna.

Skemmtilegt er hinsvegar að fylgjast með hrygningarhegðun Polypterusa þótt árangur sé ósennilegur.
Hængurinn setur sig í stellingar með því að fetta upp á sig, sperra upp bakuggann og myndar nokkurskonar skál úr raufarugganum.
Hængurinn nálgast hrygnuna rólega aftan frá og nuddar hann sér upp við hana, slær höfðinu í hana og nartar varlega í hana.
Hrygnan liggur hreyfingarlaus á meðan þessu stendur og því næst nuddar hann raufarugganum við gotrauf hrygnunar þar til hún hrygnir, grípur hann þá hrognin með raufarugganum, frjóvgar þau og dreifir þeim að lokum um búrið. Þetta gera þau endurtekið og getur hegðunin staðið yfir í nokkra daga. Hrygnan getur hrygnt yfir 300 hrognum í hvert sinn.
Er þessi hegðun algengust eftir vatnsskipti því þau líkja eftir náttúrulegum fengitíma þeirra sem er eftir miklar rigningar.

Image
Hængur myndar skál úr raufarugganum.

Eins og áður kom fram er sjaldgæft að þetta heppnist í heimahúsum en ræktendur notast jafnan við hormónagjafir til að koma hrygningarferlinu í gang.
Fjarlægja þarf hrognin eins fljótt og hægt er og setja í sér búr. Seiði ættu að vera sjáanleg eftir 2-4 daga. Seiðin lifa af kviðpokanum í 6-7 daga en eftir það þarf að fóðra. Því miður er dánartíðni Polypterus seiða mikil vegna slagsmála meðal þeirra en seiðin éta hvert annað. Því væri best að koma hverju seiði fyrir í sérbúri þar til verða a.m.k. 4cm.

Matseðill
Á heimaslóðum sínum í Afríku lifa Polypterusar á smáum fiskum, skordýralirfum, froskum og fleiri smádýrum.
Polypterusar eru yfirleitt ekki árásagjarnir, þeir eru launsátursránfiskar og eru tækifæris hræætur. Ef hræin eru of stór hegða þeir sér svipað og krókódílar og “deathroll-a” þar til þeim tekst að rífa smærri bita af hræinu.

Image

Eftirfarandi mat er hægt að gefa Polypterusum:
Fiskflök, rækjur, blóðorma, tubifex orma, smokkfisk, kolkrabba, nautahjarta, lambahjarta, krækling, krill, brine shrimp, mysis shrimp, ánamaðka, ýmsar fiskamat í töfluformi og lifandi fæði, svosem ánamaðka, litla fiska og afríska dvergfroska.

--

Spurningar um efnið velkomnar hér í þráðinn.
Athugasemdir varðandi stafsetningu/orðafar/þýðingu velkomnar í einkapósti.

--

Heimildir fengnar með góðfúslegu leyfi Anne hjá MonsterFishKeepers.
© Andri Pogo, vinsamlegast birtið ekki annarsstaðar án míns leyfis

Myndir:
Anne hjá http://www.monsterfishkeepers.com
Aqua shop Bonito: http://aqua-bonito.web.infoseek.co.jp
og úr einkasafni
Last edited by Andri Pogo on 16 Feb 2010, 19:56, edited 15 times in total.
-Andri
695-4495

Image

User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky » 14 Feb 2008, 14:17

úff ég væri ekkert á móti því að eiga einn svona :lol:
Flott grein hjá þér :D
Kv.Dízaa og Co. ;)

User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX » 14 Feb 2008, 14:18

flott grein, meira svona andri :D

User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr » 13 Oct 2008, 21:48

Snilldar grein hjá þér :góður:
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)

Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen » 13 Oct 2008, 22:35

Flott hjá þér Andri :D
Endilega komdu með fleiri svona greinar :wink:

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 13 Oct 2008, 23:02

takktakk :-)
-Andri
695-4495

Image

User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 » 14 Oct 2008, 09:48

flott grein :D
kristinn.
-----------
215l

User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi » 23 Jun 2009, 22:09

Mögnuð grein. Ég sem ætlaði að taka þá upp með höndunum. :) held ég sleppi því núna.
60l guppy

Post Reply