Hitaveituvatn

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Hitaveituvatn

Post by Rodor »

Það eru búnar að vera nokkrar umræður hér á spjallinu um það hvort kísill sé í heitavatninu á höfuðborgarsvæðinu.
Til þess að taka af öll tvímæli sendi ég fyrirspurn til OR.
Svarið er svona.
Hluti af hitaveituvatni OR er jarðhitavatn sem inniheldur kísil og hinn hlutinn er upphitað kalt vatn sem inniheldur ekki kísil .

Í stórum dráttum er jarðhitavatn í Reykjavík nema efst í Breiðholti og Selási , einnig í hluta Kópavogs , annars er upphitað kalt vatn í hitaveitukerfinu .

Efst í Breiðholti og í Selási og einnig í Kópavogi getur verið ýmist jarðhitavatn eða upphitað kalt vatn , það fer eftir ýmsum rekstrarþáttum í hitaveitukerfinu .

Í Hafnarfirði , Garðabæ og Álftanesi er upphitað kalt vatn .

Vona að þessar uppl. nægi þér.

mbkv Jón G. Óskarsson OR
Jón hafði svo samband við mig símleiðis og upplýsti mig um það að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu gætu átt von á því að fá jarðhitavatn og fer það eftir ýmsum rekstrarþáttum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fékkstu einhverjar upplýsingar um hlutfallið á blöndunni eða er það bara eitthvað happa og glappa ?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Nei, það var ekkert upplýst. Eftir því sem mér skilst þá er það vatn frá Reykjum í Mosfellsbæ sem þeir eru að senda inná þegar þeir gera þetta. En stór hluti hér hjá okkur er með þessu hitaveituvatni td. allur Grafarvogurinn, sem er kannski ekki skrýtið því hann er það hverfi í Rvk. sem er næst Reykjum.
Ég spurði ekkert um það hvort þeir sendu upphitað kalt vatn inná þau svæði sem venjulega eru með jarðhitavatn.

En allavega getum við öll hér á höfuðborgarsvæðinu fengið inn hitaveituvatn stundum. En ég get ekki séð að það sé neitt að hafa áhrif á mína fiska.

Ég gerði að gamni smá tilraun með að blanda saman heitu vatni og köldu þannig að það væri svipað heitt og það sem ég set út í búrið, ég notaði bara tilfinninguna til að finna hitann. Útkoman varð sú að ég þurfti 40% heitt og 60% kalt í blönduna.
Last edited by Rodor on 05 Apr 2008, 20:21, edited 1 time in total.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þýðir þetta að það er óhætt að nota hitaveituvatn í fiskabúrið? ég hef alltaf soðið vatnið og blandað við það kalda! :shock: :oops:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég set alltaf helminginn af vatninu kallt ofan í en hita hitt smá :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég nota hitaveituvatn og discusarnir hrygna í því hjá mér. Það hlýtur að segja eitthvað um það hvort það sé í lagi að nota hitaveituvatn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég nota heitavatnið í mín búr og virkar vel :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Heitt vatn best! :)
Post Reply