Malawi síkliður (2)

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Malawi síkliður (2)

Post by Rodor » 26 Aug 2007, 10:46

Lýsing

Hæfileg lýsing gerir þér betur kleyft að sjá Malawi síkliðurnar þínar. Ráðlegast er að velja flúrperur. Margar tegundir Malawi síkliða eru á svo miklu dýpi í sínu náttúrulega umhverfi að þar gætir birtu mjög takmarkað. Þess vegna er ráðlegt að nota aðeins eina peru, því of mikil birta deyfir liti Malawi síkliðanna og þær munu ekki skarta sínu fegursta. Bláperur (Blue actinic, bylgjulengd 420Nm) hjálpa til við að ná fram eðlilegum bláum lit hjá mörgum Malawi síkliðum. Síkliður þurfa einnig að sofa eins mikið og við, hafið því ljósið kveikt að degi til og hafið slökkt yfir nóttina.


Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor
Last edited by Rodor on 30 Aug 2008, 12:22, edited 1 time in total.

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor » 26 Aug 2007, 11:26

Lifandi plöntur

Einu staðirnir í Malawi vatni þar sem plöntur finnast er við árósa og í grunnum víkum meðfram ströndinni og við nokkrar eyjar. Þær veita ungum síkliðum sem halda til við sandbotna skjól og að minnsta kosti ein tegund síkliða lifir á þeim. Þetta eru ekki mjög aðlaðandi plöntur og myndu ekki passa í þá lífpolla (biotopes) sem við höldum flestum okkar Malawi síkliðum í. Þar af leiðandi er ekki ráðlagt að hafa þær með Malawi síkliðum. Þessar plöntur þurfa mikla lýsingu sem myndu deyfa liti Malawi síkliðanna ykkar og ef þið hafið síkliður sem halda sig á grjótsvæðum þá munu þær grafa upp rætur plantnanna vegna eðlislægrar graftraráráttu sinnar.

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor
Last edited by Rodor on 30 Aug 2008, 12:22, edited 2 times in total.

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor » 26 Aug 2007, 12:38

Uppsetning

Að ákveða hvaða uppsetningu á að nota fer eftir því hvaða tegundir af Malawi síkliðum þið ætlið að hafa. Malawi síkliður velja þrenns konar megin svæði, það eru grjótsvæði, sandsvæði og miðsvæði. Ef þið ætlið að halda grjótsvæðategundir, þá þarf að hlaða upp grjóti sem myndar hella og ganga sem veitir þeim skjól og heimasvæði. Grjótið ætti að vera tiltölulega ávalt. Oddhvasst hraun ætti að forðast, því Malawi síkliðurnar geta sært sig á því ef þær fyrir slysni rekast utan í hvassar nibbur. Notið aðeins nægan sand til að hylja botn búrsins. Grjótsvæða Malawi síkliður eru feiknamiklir grafarar og munu ryðja upp sandi/möl upp í óásjálegar hrúgur. Ef notuð eru stór grjót er gott að setja búta af einangrunarplasti undir þá hluta grjótsins sem liggur á glerinu, því til hlífðar.
Fyrir sandsvæðategundir er gott að nota þunnt lag af kísilsandi. Aðeins fá ávöl grjót ætti að setja niður með útsjónarsemi til að skipta upp svæðum. Þessi fáu grjót geta einnig veitt nokkurs konar skjól fyrir öðrum fiskum og veitt meira öryggi í því takmarkaða plássi sem er í fiskabúrum.
Fyrir miðsvæðategundir er gott að nota þunnt lag af kísilsandi og nokkrir ávalir steinar munu duga, því að þær munu eyða mest öllum sínum tíma ofar í fiskabúrinu.
Bakgrunnurinn getur verið dökkblár eða svartur fest utan á glerið. Eftirlíkingar af klettaveggjum er hægt að fá og líma innan á glerið, það gefur Malawi fiskabúrinu raunverulegra útlit.


Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor
Last edited by Rodor on 30 Aug 2008, 12:22, edited 2 times in total.

Rodo_r

Post by Rodo_r » 06 Sep 2007, 21:54

Sandur/Möl

Flest okkar vilja hafa sand eða möl í fiskabúrunum okkar. Það er ekki aðeins til að gleðja augað, það hylur náttúrlega botnplötu búrsins, ef við hinsvegar höfum of mikinn sand eða möl í botninum býður bakteríum að gera dýpstu lögin loftlaus. Ef þú ert með undirmalarsíun, þá mun nægja að vera með að jafnaði 5 sentimetra lag af möl. Ef engin undirmalarsíun er þá er nægjanlegt að vera með 15 mm af möl eða sandi. Ef þú verður með sandsvæðasíkliður þá er kísilsandur ákjósanlegur.

Hitun og hitamælir

Malawi síkliður koma úr vatni þar sem hitinn er frá 25°C – 28°C, þessvegna er hitamælir nauðsynlegur. Fiskabúr að stærðinni 400 lítrar þurfa ekki nema einn hæfilegan hitara, en stærri búr tvo, sinn við hvorn enda og þá ætti ekki að festa fyrr en búrið er fullt. Munið að leyfa hitaranum að vera í vatninu í um það bil hálfa klukkustund áður en kveikt er á honum, svo innri hitastýringin verði búin að aðlagast hita vatnsins. Svo skaltu setja góðan hitamæli útí.

Venjulega er hitastig í íveruherbergjum og skrifstofum á Íslandi 20°C, í svefnherbergjum 18°C, í baðherbergjum 24°C, í skólastofum 18°C, í sjúkrahúsum 24°C og verkstæðum/bílskúrum 15°C – 18°C.
Innskot Rodor

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith @2000
Þýtt af Rodor

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor » 22 Oct 2007, 22:18

Sandur/Möl

Flest okkar vilja hafa sand eða möl í fiskabúrunum okkar. Það er ekki aðeins til að gleðja augað, það hylur botnplötu búrsins, ef við hinsvegar höfum of mikinn sand eða möl í botninum geta bakteríur gert dýpstu lögin loftlaus. Ef þú ert með undirmalarsíun, þá mun nægja að vera með að jafnaði 50 mm lag af möl. Ef engin undirmalarsíun er þá er nægjanlegt að vera með 15 mm af möl eða sandi. Ef þú verður með sandsvæðasíkliður þá er kísilsandur ákjósanlegur.

Hitun og hitamælir

Malawi síkliður koma úr vatni þar sem hitinn er frá 25°C – 28°C, þessvegna er hitamælir nauðsynlegur. Fiskabúr af stærðinni 400 lítrar þurfa ekki nema einn hæfilegan hitara, en stærri búr tvo, sinn við hvorn enda og þá ætti ekki að festa fyrr en búrið er fullt. Munið að leyfa hitaranum að vera í vatninu í um það bil hálfa klukkustund áður en kveikt er á honum, svo innri hitastýringin verði búin að aðlagast hita vatnsins. Svo skaltu setja góðan hitamæli útí.

Venjulega er hitastig í íveruherbergjum og skrifstofum á Íslandi 20°C, í svefnherbergjum 18°C, í baðherbergjum 24°C, í skólastofum 18°C, í sjúkrahúsum 24°C og verkstæðum/bílskúrum 15°C – 18°C.
Innskot Rodor


Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith ©2000
Þýtt af Rodor
Last edited by Rodor on 30 Aug 2008, 12:24, edited 3 times in total.

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor » 21 Dec 2007, 19:41

:-)

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor » 30 Aug 2008, 12:23

Duplo

Post Reply