Hvað eru síkliður?

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Hvað eru síkliður?

Post by Rodor » 19 Aug 2007, 20:46

Síkliður teljast til ættbálksins Perciformes, sem hafa tvö samtengd þríhyrningslaga neðri skoltbein, sem í fljótu bragði virðast vera eitt bein. http://research.yale.edu/peabody/CICHLI ... s_phar.jpg
Tennurnar á þessum samtengdu beinum eru góð vísbending um á hverju fiskurinn lifir. Ef til dæmis tennurnar á skoltbeininu eru þykkar og flatar efst, þá er líklegt að hann éti lífverur með harðar skeljar einsog krabbadýr eða lindýr. Ef tennurnar eru þunnar og ílangar, þá er líklegt að síkliðurnar lifi á mjúkri fæðu einsog vatnalirfum eða svifdýrum. Þó þessi greining sé notuð hjá síkliðum, þá er hún einnig þekkt hjá öðrum tegundum. Það sem einnig er notað til að aðgreina síkliður er þetta:

Eitt par af nasaholum.
Tannlaus efri skoltur.
Brotin hliðarrák.
Raufaruggi með þrem eða fleiri geislum.
Kamblaga hreystur (ctenoid) eða disklaga hreystur (cycloid).
Einn bakuggi með hreyfanlegum liðgeislum.


Síkliður eru einnig flokkaðar sem önnur fylking ferskvatnsfiska. Sem þýðir að uppruni þeirra er úr sjónum. Einhvern tímann í fyrndinni héldu forfeður þeirra inn í ferskvatn og aðlöguðust hinu nýja umhverfi fullkomlega.
Fleiri atriði sem aðskilja síkliður frá öðrum fiskum eru:

Margskiptir kinnvöðvar sem gera hreyfingar kjálkans nákvæmari.
Rák sem sýnir samtengingu neðra skoltbeinsins.
Djúp skora á hliðum kvarnanna.
Garnirnar koma alltaf vinstramegin úr maganum.
Fyrstu hlykkir garnanna liggja alltaf vinstramegin.


Síkliður finnast aðallega í hitabeltinu en einnig utan þess. Í Vesturheimi frá Suður Texas niður til nyrstu héraða Argentínu og Suður Úrúkvæ. Þær finnast allstaðar í Afríku, að undanskilinni Sahara og strandhéruðum út af henni, Ísrael, Sýrlandi, Suður Íran að Hormuz sundi, Madagascar, Suður Indlandi og Sri Lanka. Það eru um það bil 2000 tegundir af síkliðum skilgreindar og óskilgreindar og margar eiga eftir að finnast í framtíðinni. Í raun eru um 20 nýjar tegundir formlega greindar af fiskifræðingum á hverju ári.

Lake Malawi Cichlids eftir Mark Phillip Smith @2000
Þýtt af Rodor
Last edited by Rodor on 10 Sep 2007, 22:52, edited 1 time in total.

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

ekkert

Post by Rodor » 10 Sep 2007, 22:50

sorrí, ætlaði að breyta en fór óvart í tilvísun :oops:
Last edited by Rodor on 22 Oct 2007, 22:23, edited 1 time in total.

animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal » 20 Oct 2007, 22:12

Er sorrí undirteg. eða ætthvísl :D
Ace Ventura Islandicus

Post Reply