Fóðrun á Afrískum sikliðum. (Mbuna)

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Fóðrun á Afrískum sikliðum. (Mbuna)

Post by Vargur »

Fóðrun á Afrískum sikliðum. (Mbuna)


Afrískar sikliður skiptast að mestu leiti í þrjá hópa hvað fóðrun og fæðu varðar.

1. Kjötætur. Þessir fiskar eru flestir ránfiskar og hræætur, seiði annara fiska eru sérstaklega ofarlega á matseðlinum.

2. Þörungaætur. Þessir fiskar skrapa þörung af grjóti og plöntum.

3. Smádýraætur. Þessir fiskar nærast að mestu á lirfum, flugum og varnarlausum seyðum annara tegunda.

Hér verður farið stuttlega yfir fóðrun á þeim tegundum sem nærast á þörung t.d Mbunum úr Malawi vatni sem eru sennilega vinsælastar af Malawí sikliðum, í þennan flokk falla fiskar eins og Maylanda, Pseudotrpheus sem eru sennilega hvað þekktastir af þessum fiskum.

Image

Í nátturunni eru þessir sí étandi en næringainnihald þess sem þeir innbyrða er tiltörulega lítið, aftur á móti þegar þeir eru fóðraðir sem búrfiskaar er þeim mjög hætt við offóðrun sem getur orsakað dauða þeirra. Meltingavegur þeirra er mjög viðkvæmur og þeir eiga erfitt með að melta prótein og fitu, dýrafita er þeim stórhættuleg og aldrei ætti að gefa þeim kjöt, fóður sem ætlað er Ameríkusikliðum og Tubifex orma.

Hvað á þá að gefa þeim ? Þessir fiskar þrífast yfirleitt ágætlega á flestu alhliða fiskafóðri og gullfiskafóðri svo fremi sem þeir séu ekki offóðraðir, en hágæða sikliðufóður og Spirulina er það sem þeir þurfa til að dafna og sýna okkur sína fallegu liti. Spirulina kallar fram litina í þeim og eikur vaxtahraðað til muna, hins vegar er hágæða Spirulinaa mjög próteinríkt og því auðvelt að offóðra fiskana á því. Þess vegna inniheldur yfirleitt flest Spirulina fiskafóður ekki nema 10-25% Spirulina þörung og sumir framleiðendur eru jafnvel svo ósvífnir að láta standa stórum stöfum á dollunni Spirulina en þegar innihaldslýsingin er lesin kemur í ljós að fóðrið inniheldur ekkert annað en hræódýrt fiskimjöl. Sennilega er ástæðan sú að verð á Spirulina þörung hefur hækkað til muna aftir að mannfólkið fór að átta sig á kostum hans sem fæðubótarefnis. Því skal ávallt lesa innihaldslýsingu vel. Og vanda valið á fóðri.

Image
Spirulina þörungar.

Best er að gefa Malawi sikliðum vandað fiskafóður ætlað þeim sérstaklega og jafnframt fóðra þá á Spirulina flögum samhliða því. Einnig er nauðsynlegt að gefa þeim grænmeti, svo sem baunir, broccoli, blómkál og sérstaklega agúrku. Þess ber þó að gæta að fjarlæga allar leifar ekki seinna en daginn eftir til að forðast að menga vatnið.

Best er að fóðra fiskana 2-4 sinnum á dag, þó ekki meira en svo að þeir klári fóðrið á 30 sekúndum eða minna. Sikliður eru gráðugar og geta á stuttum tíma innbyrt það magn af fóðri að það sé hættulegt heilsu þeirra, þess vegna ætti að hafa 30 sekúndna viðmiðið að leiðarljósi. Með því að fóðra lítið í einu og oft verða fiskarnir einnig mun minna árásargjarnir og rólegri.

Fiskarnir eiga alltaf að virðast svangir, þeir eiga að storma upp að yfirborðinu þegar þú nálgast búrið, ef þú hefur áhyggjur af því að þeir fái of lítað skaltu fylgjast með kviðnum á þeim, ef hann er innfallin líkt og á kerlingu með seyði uppi í sér ertu sennilega að fóðra of lítið. Yfirleitt er lítil hætta á því að þeir séu vanfóðraðir, meira er um að maður þurfi að halda aftur af sjálfum sér í að gefa þeim. Margir ræktendur fóðra fiskana sýna ekkert einn dag í viku og er ég sjálfur í þeirra hópi, best er að velja einhvern dag sem maður er lítið heima því það er auðvelt að láta bugast af betlinu í fiskunum. Engar sérstakar áhyggjur þarf að hafa af fiskunum ef farið er í stutt ferðalög öðru hvoru, td. helgarferðir.

Image

Afrískar sikliður eru áhugaverðir og fjörugir fiskar, það er á okkar ábyrgð að fóðra búrfiskana okkar rétt. Séu þessir fiskar fóðraðir af kostkæfni munu þeir veita okkur meiri gleði og líftími þeirra og heilbrigði aukast okkur til ánægju.
Post Reply