Tunnudælur.

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
issojB
Posts: 46
Joined: 01 Feb 2013, 22:56

Tunnudælur.

Post by issojB » 22 May 2017, 19:40

Sæl veriði.
Ég er með 576 ltr Malawi-Síklíðu búr með 90 ltr sump. Fyrir rúmlega þremur mánuðum síðan fékk ég mér BioMaster Thermo 600 tunnudælu eftir miklar pælingar.
Þessi dæla er alveg meiriháttar græja. Fyrst hreinsaði ég hana eftir tvær vikur,og setti þá þrjá svampa með mismunandi grófleika í neðstu skúffuna ( körfuna ), síðan kemur ein með Hel-x plast sívalingum, þá sú þriðja með Matrix steinum, og sú fjórða með Hel-x, sú næsta ( no 5 ) er með svampi, og sú siðasta ( no 6 ) er með fínum svampi.
Ég hef hreinsað forsíuna einu sinni í viku, og er varla merkjanlegt nokkur óhreinindi í neðstu körfu, núna eftir tvo og hálfan mánuð.

Það mætti ætla að þettað hobbí væri að leggjast af, að miða við það litla spjall sem inná þessum vef er orðið.

Gleðilegt sumar til ykkar allra og eigið góða daga í hobbíinu.

Post Reply