hvaða síkliður get ég haft í......

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
again
Posts: 23
Joined: 26 Feb 2014, 19:12

hvaða síkliður get ég haft í......

Post by again »

110l búri.. veit að það er ekki mikið svigrúm en jæja betra en ekkert. nú verandi íbúar eru gúbbar, 2 black molly og 3 cardinálar

langar í eitthverjar síkliður sem gætu passað með þessum það er eitthvað annað en convict, bric og dverga síkliður..
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: hvaða síkliður get ég haft í......

Post by Ólafur »

Prófaðu Malawi. Yellow, Lab Rusty, eða eitthvað slikt. Malawi eru flestar friðsamar. Veldu bara þær sem verða ekkert svo stórar. :)

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: hvaða síkliður get ég haft í......

Post by Agnes Helga »

Fáar síklíður passa með gúbbum :)
Annars er ég með malawii í 150 L, er með yellow lab og demansoni
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: hvaða síkliður get ég haft í......

Post by Birkir »

Ef þú ert ekki að spá í dvergsíkliður af einherju tagi þá eru eftirfarandi fiskar þeir fiskar sem reyndust vel í smærra búri eins og þínu:
Festae
Festivum
Keyhole
Demantasíkliður
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: hvaða síkliður get ég haft í......

Post by keli »

Festae er alveg galið í 110l búr. Þeir verða allt of stórir.

Ef þú ætlar ekki að losa þig við gúbbana þá myndi ég sleppa öllum síkliðupælingum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: hvaða síkliður get ég haft í......

Post by Sibbi »

keli wrote:Festae er alveg galið í 110l búr. Þeir verða allt of stórir.

Ef þú ætlar ekki að losa þig við gúbbana þá myndi ég sleppa öllum síkliðupælingum.
:góður:
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
again
Posts: 23
Joined: 26 Feb 2014, 19:12

Re: hvaða síkliður get ég haft í......

Post by again »

denn tid den sorg
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: hvaða síkliður get ég haft í......

Post by Birkir »

keli wrote:Festae er alveg galið í 110l búr. Þeir verða allt of stórir.
Úff. Ég var sybbinn og ég er síðan að glíma við athygglisbrest í lífinu almennt. Þetta er hárrétt hjá þér. Ég átti tvo festae í gamla ameríkubúrinu mínu og þeir eru engin lömb að leika sér við. Stókostlega fallegir sömuleiðis og láta finna hressilega fyrir sér. Ég skrifaði þá bara óvart.

E.S. Best að finna gmlu Festae myndinar mínar.
Post Reply