Sikliður - Starta búri - byrjandi.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Zenwork
Posts: 39
Joined: 02 Dec 2012, 22:15
Location: Rvk
Contact:

Sikliður - Starta búri - byrjandi.

Post by Zenwork »

Mig langar að forvitnast um nokkur aðtriði þar sem hugmyndin er að starta sikliðu búri.

Búrið er : 360L

Sandur ( fínn eða grófur )
Hef verið að gera tilraunir sem sand úr fjöru að vestan og er hann mjög flottur, kol-svartur og mjög fíngerður
Hvaða skoðun hafa þið sérfærðingar á sandi í úr fjörum landsins ?
Kannski kemur með honum alls kyns líf sem ekki er æskilegt í ferskvatnsbúri.
Alla vega hafa Skallar dafnað vel í c.a. 2 mánuði.

Vill vera með svartan sand með smá skeljasandi í bland.
Mér var bent á að MB-Vallá væri með fínan (góðan) sand sem ætti heldur að nota þar sem hann er hreinsaður og fiskabúr-Safe. Blanda svo við hann skeljasandi.
Skiptir kannki ekki miklu máli með grófleikann á botn-sandinum ??

Fiskar ( kannski aðal-málið )
Yellow Lab eru algert must. Finnst þeir flottir.
Svo var hugmyndin að bæta við t.d. Pseudotropheus sp eða mbunas og kannski Iodotropheus sprengerae.
Aðalmálið er hvað óhætt er að hafa mikið af fiskum í búrinu svo þeir fari nú ekki að slást um svæði. Mér skilst að eitthvað af ofangreindum fiskum séu nokkuð grimmir og geti farið að slást um yfirráðasvæði.

Getur þetta gegnið saman eða ??

Svo er ég opinn fyrir fiskum sem gefa flotta liti og verða kannski ekki allt of stórir.

B.kv.
einars
Posts: 24
Joined: 05 Oct 2009, 21:00

Re: Sikliður - Starta búri - byrjandi.

Post by einars »

Sælir,

Þú getur notað fínan fjörusand án vandræða. Ég nota fjörusand í flest búr, ég skola hann einu sinni með mjög heitu vatni og síðan með volgu vatni þar til hann er hreinn og þá er hann laus við alla kvilla.. Fyrir Malawisiklíður nota ég sand þar sem kornastærðin er ca 1 mm. Ég er hins vegar ekki með neinar plöntur en þær eru grafnar upp hratt með svona fínum sandi. Ef þú ætlar að hafa Aulonocara þá er mikilvægt hafa svona fínan sand, fyrir Mbuna skiptir grófleikinn minna máli en þeir vilja samt fá að grafa svolítið.

Varðandi Mbunategundir að þá helga Yellow Lab og sprengerae (ryðsiklíða) sér ekki yfirráðasvæði og eru mjög auðveldir með öðrum. Með Pseudotropheus tegundir þá helga sér flestir hængar yfiráðasvæði en eru misgrimmir. Ps. Acei er t.d. eins og Yellow Lab á meðan að Ps. socolofi er nokkuð grimmari en þá fyrst og fremst gagnvart hvor öðrum. Það er gott að pakka vel í Mbunabúr því það minnkar slagsmálin. í 360 lítra búri gætir þú haft 30-40 Mbunas (ef þær eru í minni kantinum). Það borgar sig að reyna að velja tegundir þ.a. hængarnir (og helst hrygnurnar) sé ólíkir í útliti til að minnka slagsmál (sem oft enda með dauða...).

kveðja,
einar
Post Reply