Ránfiskabúrið

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
User avatar
dýraKolla
Posts: 25
Joined: 09 May 2009, 10:12
Location: Reykjavík

Ránfiskabúrið

Post by dýraKolla »

Loksins :D ég er að fá ránfiskana mína.............

Tjörvinn hringdi á þriðjud og lét mig vita að hann væri að leggja inn pöntun.
Það voru brak og brestir aðalega brestir í hausnum á mér :?
Ok staðan er þessi: ég er með 500l. ferskbúr sem ég er alveg að verða búin að tæma, spurningin er hvernig get ég startað sjó NÚNA :shock:
ok það eina sem hægt er að gera er að framkvæma það bara.

Ég setti restina af fiskunum í 80l. búr, tæmdi og þreif og þreif og þreif 500l. búrið.
Allt orðið glansandi þá er bara að quick-starta.
Gerði vatnaskipti á 400l. og smellti því í 500l. og fyllti svo upp bæði búrin með nýjum sjó.

með putta á kross og önd í hálsinum vona ég að þetta dugi því fyrstu 2 fiskarnir koma í kvöld (fimmtudag). :o

er að rembast við að koma inn myndum
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Velkomin á spjallið :veifa:

Alltaf spennandi að setja upp nýtt búr :), hvernig fiskar eru að koma í búrið ?

endilega setja inn myndir, alltafsvo gaman að sjá myndir :D

Getur hýst myndir frítt hjá www.Fishfiles.net

Og endilega sýna okkur 400 lítra búrið líka :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply