Anemónan mín... AGAIN!

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Anemónan mín... AGAIN!

Post by RosaH »

Veit ekki hvort þetta er eðlilegt, en hún gjörsamlega neitar að koma sér fyrir! Ég er 3svar búin að koma að henni á HVOLFI í sandinum.... Hvað er málið?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta er það sem fylgir því að eiga anemone, eru mjög sjaldan til friðs og vilja sjaldan vera þar sem þú vilt að hún sé :)

En hún er að leita sér af góðum stað með réttu flæði sem hentar henni

Sumir segja að þær leiti í svæði/hellir til að festa fótinn og tegja síðan hausinn rétt undir vatnsflæði

Kannski útskýrir þetta eitthvað smá:
Part1 http://www.youtube.com/watch?v=bY_q3nYK7eE
part2 http://www.youtube.com/watch?v=c8AJblXQeh8
part3 http://www.youtube.com/watch?v=Z--SWbQoCi0

Þarna sýnir hann svolítið hvað þær geta verið erfiðar í því að finna sér stað
Kv. Jökull
Dyralif.is
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

já, fróðlegt að horfa á þetta. Hún er búin að gera þetta nokkrum sinnum (með munninn niður í sandinn) og ég hef alltaf snúið henni við. Núna lét ég hana vera og hún lagaði sig til sjálf og færði sig, er núna búin að festa sig á glerið beint fyrir framan út-takið á powerheadinum.. spurning um að ég sé ekki með nógu mikið flæði fyrir hana. Er soldið paranoid núna, að hún sé svona nálægt honum. Ætla beint í búð á morgun og kaupa svamp til að setja utanum hann. Held það hafi bjargað henni um daginn að það er svampur inní powerheadinum. inntakið er s.s. sívalingur með fullt af götum, eins og rist, og svo svampur fyrir innan, en ég þyrfti að hafa svamp utaná svo hún sogist ekki inn í ristina.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Anemónur losa sig oft alveg og láta sig fljóta með straumnum ef þær eru ekki ánægðar með staðinn. Þessvegna ertu líklegt að finna hana svona lausa á sandinum. Mig grunar að þetta gæti líka verið spurning um að það vanti meiri/betri birtu fyrir hana.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

keli wrote:Mig grunar að þetta gæti líka verið spurning um að það vanti meiri/betri birtu fyrir hana.
Já... var að skoða perurnar hjá mér og er ekki með nema samtals 60 W.
30 Marine White og 30 Marine Glo. Kem bara 2 perum í lokið hjá mér, spurning um að skoða eitthvað annað.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er frekar lítið. Þetta eru væntanlega t8 perur? Spurning um að fara í föndurgallann, hringja í flúrlampa í hafnarfirði og reyna að koma 3-4 t5 perum fyrir í lokinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

keli wrote:Það er frekar lítið. Þetta eru væntanlega t8 perur? Spurning um að fara í föndurgallann, hringja í flúrlampa í hafnarfirði og reyna að koma 3-4 t5 perum fyrir í lokinu.
Góð hugmynd, taka bara lokið með þér og spurja þá hvort þeir hafi eitthverja lausn á þessu fyrir þig

Eða prófa aðra hugmynd sem ég hef, skal teikna hana upp seinna í dag og sýna þér
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

VÁ! hvað gaurinn er með fyndinn hreim
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Finnst hann hafa eðlilegan hreim en hann talar með of mikilli áherslu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

já e´g er að tala um það þetta fer ekkert smá í taugarnar á mér (og svo þessi bolur og hárið :æla: )
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

Squinchy wrote:
keli wrote:Það er frekar lítið. Þetta eru væntanlega t8 perur? Spurning um að fara í föndurgallann, hringja í flúrlampa í hafnarfirði og reyna að koma 3-4 t5 perum fyrir í lokinu.
Góð hugmynd, taka bara lokið með þér og spurja þá hvort þeir hafi eitthverja lausn á þessu fyrir þig

Eða prófa aðra hugmynd sem ég hef, skal teikna hana upp seinna í dag og sýna þér
takk fyrir það.
Hvað eru þeir annars að taka fyrir svona í flúrlömpum?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kórallar og anemónur búa í sambúð með þörungum, þörungarnir
þurfa ljós til að ljóstillífa (vinna fæðu úr ljósi) og anemónurnar og kórallarnir fá fæðu síðan þaðan, frá þörungunum.
Þú ert bara ekki með nógu sterkt og mikið ljós.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég er orðinn húkkt á þessu klippum. gaman að fylgjast með þessu.
Last edited by EiríkurArnar on 18 Apr 2009, 00:43, edited 1 time in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:Kórallar og anemónur búa í sambúð með þörungum, þörungarnir
þurfa ljós til að ljóstillífa (vinna fæðu úr ljósi) og anemónurnar og kórallarnir fá fæðu síðan þaðan, frá þörungunum.
Þú ert bara ekki með nógu sterkt og mikið ljós.
Alltaf fyrstur með fréttirnar!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvaða fíla er í þér.. Er þetta þessi tími mánaðaðarins?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fíla? Fýla takk, og engin fýla. Bara fyndið að þú sem hefur aldrei verið við saltfiskinn kenndur komi með þína kenningu um af hverju anemónan fíli sig illa (fíla og fýla eru sitthvor orðin) og útskýrir fyrir okkur hvað það er sem heldur lífinu í þeim.

Og það líka vel eftir að þessari kenningu hefur verið fleygt fram af 2 öðrum í þessum þræði.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply