Hjálp! Held að fína anemónan mín sé að deyja :(

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Hjálp! Held að fína anemónan mín sé að deyja :(

Post by RosaH »

:twisted:
Hún er búin að vera soldið lasleg upp á síðkastið, svo gaf ég henni lítinn bita af risarækju í gær og hún virtist hressast ansi snögglega við. Svo var ég að koma heim úr vinnunni núna áðan og þá leit hún svona út:
Image
en leit áður svona út:
Image
það er einhver slímkennt slikja sem liggur út úr munninum á henni.
Er eitthvað sem ég get gert til að hressa hana eitthvað við, eða er hún búin að vera?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ég held að hún sé búin að vera, þvi miður :?
Minn fiskur étur þinn fisk!
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

gleymdi að taka fram. Hitastigið hjá mér er 28°C, seltan er 0.025 og ég var að mæla nítratið og það er rétt yfir 12.5 mg/l
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ALLTOF hátt nítrit! vatna skipti strax! og seltan á að vera 1,022-1,025
Minn fiskur étur þinn fisk!
grilli
Posts: 84
Joined: 13 Jun 2008, 09:25

Post by grilli »

Sammála. frekar hátt nítrat fyrir þessa auk þess mundi ég halda að hún þyrfti meiri lýsingu. En hvað er búrið búið að vera lengi í gangi?
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

í svolitlum vandræðum. Nýbúin að skipta um 40% af vatninu (fyrir 3 dögum síðan) og á bara nóg salt í 10 lítra - skipti því þó alla vega út... er einhver gæludýrabúð opin á morgun? Búrið er búið að vera í gangi í rúman mánuð, en fékk vatn úr live rock tankinum hjá dýragarðinum til að starta því hraðar, og var komin með eðlilegar mælingar á innan við viku. veit ekki hvort það hefur einhver áhrif á anemónuna, en ég setti yellow tang í búrið í gær.
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

Arnarl wrote:ALLTOF hátt nítrit! vatna skipti strax! og seltan á að vera 1,022-1,025
ath að þetta er nítrAt ekki nitrÍt. nitrítið er alveg í núlli.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ég veit ekki um neina dýrabúð sem er opin á morgunn, möguleiki að dýraríkið sé opið.það ætti ekki að hafa nein áhrif fyrir anemóníuna að hafa þennann Tang en málið með anemónur er að þær byrja að rotna um leið og þær drepast, þannig mælingarnar eru það háar að þær eiga eftir að rjúka upp þegar hún fer að rotna
Minn fiskur étur þinn fisk!
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

hún er alla vega ekki alveg dauð. Sýnir viðbrögð við snertingu og var að loka sér. Ef dýraríkið er ekki almennt opið á morgun er það ábyggilega opið í húsasmiðjunni, því hún er opin á morgun.
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

Var að lesa mér til á netinu og skv reynslusögum á þetta til að gerast þetar þær losa út mikinn úrgang. Ætla að skipta um vatn eftir getu og fylgjast með mælingunum, en annars láta hana vera.
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

verð niðrí búð á morgun um kl17 ef það hentar þér.

Hún á alveg að þola þetta nítrat, en myndi lækka seltuna niður í 1.023-1.024 og hitan niðrí 25-26 gráður.
Anemónur geta vel fallið svona og náð sér upp aftur. Getur verið eins og hún var á morgun. Gerist oft annars er það slímið sem ég hef áhyggjur af ef hún nær ekki að slíta það frá sér sjálf þá er hún í slæmum málum.

Hvernig straumur er í kringum hana?
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta er allt of ungt búr fyrir anemoneu til að byrja með, sleppur aldrei við 3 - 4 vikna keyrslutímabilið sama hvað fólk segir, kemur alltaf smá cycle

Ég lenti í því saman með mína og þá var búrið mitt búið að vera í gangi í sirka 9 mánuði, seltan er fín en hitinn mætti vera í kringum 25°

Brúna slímið er varnarslím og mæli ég með því að reyna sjúga það upp með Kalkúna sprautu, getur farið illa í fiskana

Mín anemone gerði þetta af og til í nokkrar vikur, var alveg flöt eina stundina svo vel upp blásin hina

Þetta er aðalega vegna vatnsgæða og ó þroskaðs búrs, bara fylgjast vel með henni og ýta við henni af og til til að sjá viðbrögð, mín sýndi oft ekki viðbrögð fyr en ég var við það að fara henda henni þannig að bara gefa þessu smá tíma, ert ekki með það viðkvæma fiska þarna sem hún getur kálað auðveldlega
Kv. Jökull
Dyralif.is
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

Dýragardurinn wrote:verð niðrí búð á morgun um kl17 ef það hentar þér.

Hún á alveg að þola þetta nítrat, en myndi lækka seltuna niður í 1.023-1.024 og hitan niðrí 25-26 gráður.
Anemónur geta vel fallið svona og náð sér upp aftur. Getur verið eins og hún var á morgun. Gerist oft annars er það slímið sem ég hef áhyggjur af ef hún nær ekki að slíta það frá sér sjálf þá er hún í slæmum málum.

Hvernig straumur er í kringum hana?
Takk, þygg það með þökkum.
Straumurinn... powerheadinn snýr svona nokkurnveginn í áttina að henni, en ekki beint, svo það er straumur, en ekki alveg yfirþyrmandi.

Lækka stillinguna á hitaranum og skipti út 10 lítrum af vatni með lægri seltu til að jafna seltuna út.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mæli með að lækka hitann allavega eins og aðrir hafa sagt... Hann ætti helst ekki að fara mikið yfir 25 gráður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

ég er ekki frá því að hún sé aðeins farin að jafna sig. er ekki eins "tóm" og hún var. Er reyndar með galopinn munninn, spurning hvort hún sé að sjúga í sig nýtt vatn? las eitthvað um að þær gerðu það stundum þegar svona lagað gerist.
User avatar
drepa
Posts: 136
Joined: 16 Feb 2009, 09:46
Location: Hafnarfjörður 220

Post by drepa »

endilega koddu með myndir eftir hvað er að gerast , svo fólk getur reynt að hjálpa auk þess, getur þetta verið góður framtíðar þráður ef þetta kemur fyrir hjá einhverjum öðrum
grilli
Posts: 84
Joined: 13 Jun 2008, 09:25

Post by grilli »

Þegar munnurinn er svona galopinn er það oftastnær byrjunin á dauða en sjáum hvað gerist....
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

Bara svo þið getið séð hversu mikið hún virðist hafa jafnað sig á tæpum 4 timum þá er ný mynd hérna:
Image
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

fiskó á dalvegi er opinn í dag 12-18, Þar er til salt.
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

Hún er back to normal, jafnvel betri. Færði sig til í búrinu, og kom sér vel fyrir, er stærri en hún hefur nokkurn tíma verið í búrinu mínu :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Glæsilegt :), láttu þér þó ekki bregða ef hún fer aftur í sama horf, mín gerði þetta í nokkrar vikur af og til :)

Let's see :mynd: :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

TADA!!!
Image
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Snilld, gaman að sjá hversu vel hun náði sér :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Glæsilegt :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ertu búinn að redda seltunni
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

vá hvað hún er huges
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

já,
ég er búim að redda seltunni ;)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

en frábært að hún/hann/það sé að ná sér
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

:góður:
:)
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

ooooooooooooooooog þá skreppur hún saman aftur... held hún sé að reyna að skíta.. eitthvað solid brúnt að koma út úr munninum á henni :roll:
Post Reply