130 litra Sjávarbúrið mitt

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já búr fer alltaf í smá Cycle sama hvað er gert, en það hjálpar helling ef tekið eru LR, LS og SV úr uppsettu stöðugu búri

Því bakteríu flóra drepst í flutningi og þegar bakterían drepst úr svelt í nýja búrinu þar sem lítið er um úrgang undan fiskum til að éta

Þá tekur það búrið alltaf smá tíma til að ná jafnvægi

Lítil og stöðug búr geta t.d. tekið Mini cycle ef bætt er við mörgum fiskum/Kóröllum í einu þar sem "Bio-load" hækkar og fljótt fyrir bakteríuna til að ná að fjölga sér í samræmi
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Kom heim áðan með einhverja 9 fiska, þeir eru bláir held að þetta séu Chrysiptera springeri svo kom ég með einn Kóral sem ég veit ekkert hvað heitir og einn sand shifter snigil.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kanski frekar mikið af lifverum svona fyrst og allt í einu en sjáum hvernig þetta braggast :P

Er mælt með því að Hafa búrið með LR og LS í viku, setja svo snigla, svo hermit næstu viku (í lok 2 viku), 2 - 4 fiska í lok 3 viku, og svo einhverja kóralla í lok 4 viku
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Já reyndar, þetta eru samt svo pínulitlir fiskar, það er búið að vera uppí 11 daga.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

það er ekkert smá process að starta upp sjávarbúri sé ég :shock:

ég gat varla beðið 1 dag eftir að ég setti upp fyrsta búrið mitt og þar til ég setti fiska í það.. :oops:

en já. ég sá þessa fiska í dag sem Arnar er að fara að setja í búrið. skemtilegir fiskar. í minni kantinum. verður fínt fæði fyrir kolkrabbann þegar hann mætir á svæðið :D
Ekkert - retired
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekkert mikið meira vesen en ferskvatns búr, það er bara eitt lykil atriði sem maður ber að hafa í huga og það er það að Slæmir hlutir gerast hratt

og það virkar á báða vegu, ef maður fer sér of hratt og reynir að stytta sér leið þá endar þetta illa og þegar það gerir það þá gerist það hratt og oftast mjög illa :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

já true that. á það svosem ekki við um allt sem tengist þessu sporti. kanski þó meira í sjávarsportinu.

ég væri ekkert á móti því að vera með flott kóralbúr hérna heima. en það gerist ekki strax :)
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott hjá þér Arnar, kominn tími á myndir :P
Auðvitað tekur þetta tíma að koma þessu upp, ég hefði ekkert á móti því að hafa 500-1000L búr með 2-4 grúperum/Volitans Lionfish. En eins og Bob segir þá gerist það ekki á næstunni. :roll:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja Arnar á ekkert að fara koma með myndir af þessu ? :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Dautt project ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Ég verð að fara koma með myndir af þessu sem fyrst, búið að vera mikið að gera hjá mér uppá síðkastið. Ekkert dautt í búrinu ennþá :-)
Skal koma með details um helgina og einhverjar myndir. :) :)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvaða lífverur eru í búrinu núna ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

er kolkrabbinn kominn? :)
Ekkert - retired
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

það er slatti af einhverjum sveppum og dóti, svo er fuullt af litlum Krossfiskum og litlum sniglum svo eru 9 bláir Damselar.
Kolkrabinn kemur í næstu viku eða þar næstu.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

snilld. verður gaman að sjá :) keep us posted. :)
Ekkert - retired
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Koma svo Arnar :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Sorry :oops: Mikið að gera hjá mér undan farið gleymi þessu alltaf, er með 3 10 lítra tunnur með loftsteinum ofaní og hiturum og er að fara skipta um 30 lítra á morgunn skal taka myndir af þessu þá, Kolkrabbinn kemur ekki í næstu viku eins og ég sagði þá er bara ferskvatnssending :oops: kemur vikuna eftir það eða næstu.

skora svo á alla sem eru ekki búnir að fara uppí dýragarð og skoða breytingarnar, vorum að bæta við 24 búrum :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

já var niðurfrá á föstudag. flott að sjá hvað þeir eru að gera við staðinn :)
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Búinn að skoða og allt stórglæsilegt, ef að ég man rætt eru núna um 95 búr upp í dýragarði. En ég býð spenntur að sjá hvernig þetta er hjá þér.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er ekki tilvalið að setja inn myndir af 2 mánaða gamla búrinu ;)

Hvernig ertu að gera þín vatnskipti ?, 30 lítrar 1* í mánuði þá ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

hef gert bara 30 lítra einu sinni í mánuði, þá er ég með 6 10 lítra fötur og fylli 3 af vatni og set loftdælu og hitara í hana yfir nótt. Myndavélin er búin að týnast þannig ég veit ekki allveg hvenær það koma myndir :?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Getur líka fengið 30 lítra tunnu í dýralíf á 500.kr minnir mig, ég nota þannig fyrir ATO
http://pic20.picturetrail.com/VOL1437/1 ... 253832.jpg
tekur aðeins minna pláss en 6* 10 lítra fötur og þá þarftu bara einn hitara og einn loftstein :D

Eru þetta samt ekki frekar lítil vatnskipti fyrir þetta búr ?, ég er að skipta út 40 lítrum á mánuði (10 lítrar á 7 daga fresti) fyrir 125 lítra búr

Þarft örugglega að skipta yfir í vikuleg vatnskipti ef kolkrabbinn á að halda lífi þarna
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Já ég veit, Kolkrabbinn er bara ekki kominn ennþá, allar tunnurnar passa akkurat í skápinn á búrinu þannig það er fínt. ég mun svo byrja að skipta reglulega um vatn í búrinu þegar kvikyndið kemur :P
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Verð að láta inn einhverjar myndir víst það er kominn sér umræðuhópur :D
Kortalesarinn er samt týndur þannig þetta eru myndir úr símanum, búrið er ekki allveg svona grænt og það vantar smá vatn ég veit....

Image

Image
veit einhver hvað þetta er sem er að vaxa þarna á steininum? þetta er orðið tölvuvert stærra og er svona eins og gras hrúga
Image
Sveppir :P

Kolkrabbinn kemur svo á þriðjudaginn eða fimmtudaginn fer eftir því hvenær sendingin fær flug.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Glæsilegt :), er ekki málið að gera smá yfirfalls Modd svo vatnshæðin verði jöfn og flott :D

LR-ið er awsome
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Takk Takk, jú er mikið búinn að pæla í því, það er hægt að kaupa einhvern upgrade kit eða einhvað álíka á red sea max 130 sem er með einhverju yfirfalls moddi á, en ein pæling hvernig er best að snúa dælu hausonum? þeir sjást vel á myndinni einn sprautar á yfirborðið þannig það er góður öldugangur hinn fer bara einhvert :lol:
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Stúturinn vinstra meginn mætti alveg beinast að LR-inu, svo væri mjög gott að bæta við 1 - 2 straumdælum til að fá meiri hreyfingu á vatnið

Eins og Koralia, þær eru flottar og mjög góðar
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ég spái í það en ég tek eftir því að það er komin rauð slikja yfir mest allt LR hjá mér, þetta er ekkert sérstaklega flott, hvað er þetta og hvernig losna ég við þetta?
Minn fiskur étur þinn fisk!
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

er þetta slimugt og fer í svona flikjum af ef þú stríkur þetta.og er þetta rauð brúnt og veg rosalega hratt?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

líklega cyanobacter.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply