Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by ibbman »

Langað að forvitnast um það hvar þið verslið perur í ykkar sjávarbúr ?
Þar sem mælt er með að skipta um perur 1x á ári þá finnst mér algjör klikkun það tilboð sem ég fékk í þær perur sem mig vantar í mitt búr.
Er með
4x T5 54w
2x 150w MH
Fékk tilboð upp á 42 þúsund.
Er einhver hér sem hefur flutt svona inn og þekkir tolla og verð á þessu ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by Squinchy »

Þetta verð gæti alveg verið rétt, þegar ég var með MH þá var peran að kosta frá 12-15k og flúrperurnar 4-6k

Hef ekki reynslu á því að kaupa að utan, en það eru eflaust flestir sem gera það

Það verður ekkert nema LED í næsta búri hjá mér
Kv. Jökull
Dyralif.is
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by ibbman »

Alveg sammála þér með LED, og ég er meira að segja farinn að íhuga að fara beint í LED í stað þess að versla mér allar perurnar...
Hefuru séð eitthvað flott complete LED kerfi ? eða er eina vitið að DIY ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by Squinchy »

Þau led kerfi sem er eitthvað varið í eru að kosta smá! pening, eco tech marine eru IMO þeir einu sem eru ekki í ruglinu

DIY er ódýrara en krefst smá þekkingar frá google og youtube, ég pantaði mínar frá http://www.rapidled.com

https://www.youtube.com/watch?v=X_t84zGuxCw
Onyx frá rapid virðist looka helv vel
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by kristjan »

Eg hef verið að panta perurnar i 150w MH a ebay. Getur fengið einhverjar noname perur a slikk þar en svo getur tu lika keypt dýrari merki og þær eru miklu ódýrari heldur en að kaupa hérna. Eg kannaði verðið i dyragardinum seinast tegar eg keypti perur en endaði a að kaupa þær a ebay og tvær perur tar með flutningskostnadi og innflutningsgjöldum voru töluvert ódýrari heldur en bara ein pera i dyragardinum
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by keli »

Passa samt að noname perurnar eru venjulega ódýrar af ástæðu - Hugsanlega rangt litróf, lítill kraftur (miðað við wött) og fleira. Þá myndi ég frekar taka "dýrar" perur frá útlöndum, en spara samt smávegis :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by ulli »

Noname perurnar duga ekki mikið leingur en örfáa mánuði, kanski hálft ár..
Eftir það fer liturin að fölna:s
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by kristjan »

Þetta er alveg rett með noname perurnar en a móti kemur að getur verið ódýrara að nota þær og skipta a 6 mánaða fresti i stað 12 en tad bætir to ekki ur tvi ef litrófid er rangt eða slíkum göllum. En perurnar i flottu merkjunum t.d. Phoenix eru að mig minnir samt undir 10.000kr stk. Hingað komnar a ebay.

Eg er nuna með noname 20k perur hja mer og birtan er mjog blá líkt og hun a að vera en eg hef ekki mælt PAR til að kanna hvort þær séu ekki alveg öruglega nægilega öflugar.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Zenwork
Posts: 39
Joined: 02 Dec 2012, 22:15
Location: Rvk
Contact:

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by Zenwork »

Smá spurning.
Er með ferskvatnsbúr
Hef mikið verið að spá í að panta perur að utan. Manni verður óglatt við að sjá verðin hér á landi.
Auðvitað er gæða munur á perum.
Hef t.d. veriða að skoða perur f. gróður.

Er ekkert issue með að panta perur á ebay eða erlendis yfirleitt ?
Þarf ekki að hafa í huga 220V hér að landi ? ( líklega ekki hægt að panta perur frá USA t.d. )
Hvar hafa menn verið að panta perur að utan ?

p.s. sá hér um daginn link á síðu. ( mælt með henni ) en finn þennan link ekki.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by keli »

flúorperur eru "universal", það er bara ballestin sem þarf að vera 230v.

Prófaðu osram umboðið, þar færðu fínar 6500k perur á góðu verði. Henta fínt í gróðurbúr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
siggilancer
Posts: 12
Joined: 12 May 2013, 21:53

Re: Hvaðan verslið þið inn perur í búrin ykkar ?

Post by siggilancer »

á að skella perunum á grillið ??
Post Reply