Hittingur sjávarfiskanörda.

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by DNA »

...
Þá er komið að því.
Við ætlum að hittast hjá CCP, skoða eitt glæsilegasta sjávarbúr sem til er, ræða málin eins og fiskanördum sæmir og skiptast á kóröllum.
Tilgangurinn er að þjappa þessum hópi saman þannig að við getum náð sem lengst og haft sem mesta samvinnu og ánægju af áhugamálinu.

Hittingurinn er óformlegur að mestu og verður í september.
Ef vel tekst til og áhugi er reynum við að hafa þetta að minnsta kosti árlega.

Þeir sem eiga saltvatnsbúr eru velkomnir og eru beðnir um að skrá sig sem fyrst með að senda póst til dna@simnet.is
Það kostar ekkert inn og kaffi og með því verður í boði.

Með skráningu þarf eftirfarandi að fylgja.

Fullt nafn -
Póstfang -
Stærð búrs í lítrum -

Ný heildarmynd af búrinu.
Myndirnar verða hafðar uppi við á fundinum.

Endilega látið aðra vita svo við náum til sem flestra.
Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur.


Kveðja - CCP og DNA
...
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ulli »

Væri gaman að kýkja.
Spurning hvort að maður verði komin með búr í sumar.
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by Alí.Kórall »

flott framtak, skrái mig...
mbkv,
Brynjólfur
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ibbman »

Ég skrái mig, eru gestir leifðir ?
ArnarV
Posts: 33
Joined: 14 Jun 2009, 14:31

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ArnarV »

ibbman wrote:Ég skrái mig, eru gestir leifðir ?
Eigum við ekki að sjá hversu margir skrái sig upp á plássið. Ef það verður ekki fullt þá ætti það ekki að vera neitt vandamál.

Arnar V. @CCP :)
Storm
Posts: 37
Joined: 02 May 2011, 23:23

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by Storm »

hvað ef maður á ekki búr en hefur brennandi áhuga? :)
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by DNA »

Enn er talsvert í þetta.
Við sjáum til með gestina þegar nær dregur.

--------------

Ef þú átt sjávarbúr, endilega skráðu þig sem fyrst.
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by DNA »

Frestur er út ágúst að skrá sig.
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by DNA »

Nú er bara vika til stefnu með skráningu.

Ég var að búast við að minnsta kosti 10 þátttakendum en vonaðist eftir allt að 20.
Tilkynningin hefur verið hér á spjallinu í allt sumar og einnig sendi ég út eina 50 tölvupósta til búreigenda.
Búðareigendur fengu sérstakt boð og ósk um að koma þessu á framfæri.

Við erum allavega orðnir sjö og höldum okkar striki og það geta enn bæst einhverjir við.
Ég held að restin sé ekkert að njóta þess að vera út í horni og hljóti að stiga fram fyrr eða síðar.
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ibbman »

Er komin dagsetning á hittinginn ?
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by DNA »

Tímasetning er kominn og fengu þeir níu sem skráðir eru hana senda í pósti.
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ibbman »

Þetta var hrikalega gaman, takk fyrir mig :)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ulli »

Gaman að hitta fólkið.
Náði örfáum góðum myndum.

Gaman að sjá hve mikið af þessu er á góðri leið með að vaxa upp úr búrinu :)

Myndirnar eru betri þegar það er clickað á þær.
IMG_0697.JPG
IMG_0702.JPG
IMG_0695.JPG
IMG_0694.JPG
IMG_0693.JPG
Unicorn
Unicorn
IMG_0687.JPG
IMG_0679.JPG
IMG_0677.JPG
IMG_0675.JPG
IMG_0671.JPG
IMG_0670.JPG
IMG_0709.JPG
IMG_0710.JPG
Attachments
IMG_0713.JPG
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by siggi86 »

Takk fyrir mig í dag, þetta var eiginlega það flott að ég fór heim og fékk mér búr og byrja með það í vikunni... með hjálp frá ibbman
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by DNA »

siggi86 wrote:Takk fyrir mig í dag, þetta var eiginlega það flott að ég fór heim og fékk mér búr og byrja með það í vikunni... með hjálp frá ibbman
Laglegt Siggi. Hittingurinn strax búinn að efla áhugan.


Þessi mættu.

Úlfur frá Dýraríkinu
Gunnar
Ægir
Ellert
Valtýr
Jói frá Dýragarðinum
Brynjólfur
Hákon
Jóhannes
Ingi
Ívar
Siggi
Plús tveir í viðbót sem vantar að nafngreina


Nú erum við líka á Facebook undir Sjávarbúr.
https://www.facebook.com/groups/sjavarbur/
Allir sjávarbúraeigendur velkomnir.
Last edited by DNA on 13 Oct 2013, 12:07, edited 1 time in total.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ulli »

Finn ekki grúbbuna?
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ibbman »

ulli wrote:Finn ekki grúbbuna?
Það er sama hér, er hún invite only eða secret ?
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by DNA »

Þetta hlýtur að virka:
https://www.facebook.com/groups/sjavarbur/

Annars má pota í "Guðmundur Geir" og "Arnar Valdimarsson".
ArnarV
Posts: 33
Joined: 14 Jun 2009, 14:31

Re: Hittingur sjávarfiskanörda.

Post by ArnarV »

Þakka ykkur fyrir komuna. Virkilega skemmtilegt að hitta alla í gær.

Fínar myndir hjá þér Ulli.


Allir endilega að henda sér inn á nýju klúbbasíðuna okkar á Facebook ;)
Post Reply