Hvernig á að "drepa" liverock ?

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by ibbman » 27 Feb 2013, 20:48

Eins og titillinn segir, þá er ég að spá í því hvernig menn drepa live rock ?
Þannig að öll fosföt (ef þau eru), allt líf og allt drepist og grjótið verður hvítt á ný

User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by DNA » 27 Feb 2013, 21:07

Rifgrjót eru í raun löngu dauðir kórallar.
Allir kórallar þurfa fosföt í litlu mæli til að lifa.
Þar af leiðandi muntu aldrei ná öllum fosfötum úr rifgrjóti.

Lantaníum klóríð má nota til að minnka fosföt á yfirborði rifgrjóts en ég held að það fáist hvergi hérlendis.
Gáfulegt væri að mæla hvort þetta sé vandamál með grjótið þitt áður en lengra er haldið.

ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by ibbman » 28 Feb 2013, 17:46

Já ég skil, ég var að hugsa hvort það væri ekki bara hægt að sjóða eitt lítið grjót í einu bara til þess að prufa það

linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by linx » 01 Mar 2013, 01:21

Ég myndi fara varlega í að sjóða LR! Las nýlega grein þar sem einn eigandi sjáfarbúrs ákvað einmitt að sjóða grjótið sitt til að ná einhverju úr því. Hann setti það í pett og kveikti svo undir, þegar suðan kom upp fór hann að finna svona kitling í nefinu en spáði lítið í því þegar hann hafði soðið það í smá tíma slökti hann undir. Hann og frúin fóru svo út að borða og alltaf ágerðust einkennin og um nóttina fóru hann og frúin upp á bráðamóttöku þar sem þau voru sannfærð um að þau væru að deyja. Það sem olli þessari skemtilegu lífsreinslu hjá þeim voru pínulítil polyp af einhverjum sveppi sem innihélt eiturefni sem losnuðu í suðunni. Svo ekki sjóða LR! :wink:

Það er hinsvegar hægt að krúbba allt af því með bursta og þurrka það ef þú ert að hugsa um að drepa aiptasiu, láta það liggja í ferskvatni til að ná úr því dótinu sem að er að rotna inní því. En það kemur alltaf til með að leka einhverju út aftur þó að það mesta sé farið, þá er hægt að nota ýmis efni eða algae scrubber til að taka það úr búrinu. Þetta er vinna en vel hægt.

krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by krebmenni » 01 Mar 2013, 08:35

láta það ligggja í klór?

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by keli » 01 Mar 2013, 10:57

Ef það fer í klór þá getur maður aldrei notað það í búr aftur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net

User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by kristjan » 01 Mar 2013, 17:55

Það er hægt að hreinsa liverock með því að láta það liggja í ediki og þurka það t.d. Uti garði a góðum sólardögum.
350 l. Juwel saltvatnsbúr

linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by linx » 01 Mar 2013, 18:15

Leysist það ekki upp ef þú setur það í edik?

User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by kristjan » 05 Mar 2013, 11:37

Jú eitthvað trúlega en þeir sem eru að starta nýjum búrum með dryrock láta oft grjotid liggja i ediki i einhverjar vikur til tess að leysa úr því phosphates. Tad er kanski ysta lagið sem leysist eitthvað upp en tad er kanski bara ágætt tar sem verið er að reyna að drepa allt líf a og í grjotinu.

Eg held samt að tad sé ekki látið liggja í hreinu ediki. Tetta er ediksýra sem fæst i krónunni eða bonus sem er svo blandað uti vatn eins og gert er tegar verið er að þrífa kalkþörunga og drullu af dælum og slíku.
350 l. Juwel saltvatnsbúr

linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: Hvernig á að "drepa" liverock ?

Post by linx » 06 Mar 2013, 22:24

Skil þig! sá bara fyrir mér allt fína grjótið í einni drulluhrúgu á botninum! :lol:
En það fer nátturlega eftir hversu sterkt það er blandað.

Post Reply