240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by krebmenni » 02 Jan 2013, 22:53

jæja þá er maður að fara að gefa eftir dótturinnu og breyta ferskvatnsbúrinu í sjávarbúr, enn þar sem ég er í augnablikinu bara með lítið sjávar nano búr (17L), og ætla að færa þetta allt í 240 L juwel búrið mitt, langar mig að vita hvað ég þarf að vera með í búrinu og gott væri að fá ráðleggingar um hvaða tegundir osfv.
Er ég þá bara að tala um tækja búnað þar sem ég verð ekki með sump.

stefnan er að vera með nokkra Nemo og anenama og kannski eitthvað pínu í viðbót sem er auðvelt að hafa með nemo og co.

linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by linx » 03 Jan 2013, 01:06

Sæll Krebmenni

Ef þú ætlar ekki að setja upp sump þá myndi ég mæla með einhverjum "hang on skimmer" og/eða þörungafilter http://algaescrubber.net/forums/, varðandi sæfífla þá eru þeir í viðkvæmari kantinum og ef til vill ekki heppilegir í sumplaust búr. Hinsvegar þá eiga trúðar það til að koma sér fyrir í allskonar kóröllum eins og t.d. toadstool kóröllum og fleirrum.

Kv Linx

User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by Alí.Kórall » 03 Jan 2013, 21:45

Ok, ef þú ætlar ekki að hafa neinn sump, þá auk hang on skimmersins þá myndi ég halda að það væri betra fyrir þig að hafa meira LR en venjulega og hafa dágóðan straum um hann.

Purigen og phosguard væri jafnvel gott, en spurningar hvar væri hægt að koma því fyrir í sumplausu búri.
mbkv,
Brynjólfur

krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by krebmenni » 03 Jan 2013, 22:34

Alí.Kórall wrote:Ok, ef þú ætlar ekki að hafa neinn sump, þá auk hang on skimmersins þá myndi ég halda að það væri betra fyrir þig að hafa meira LR en venjulega og hafa dágóðan straum um hann.

Purigen og phosguard væri jafnvel gott, en spurningar hvar væri hægt að koma því fyrir í sumplausu búri.
útbúa kannski mini version af tunnudælu og setja það í stað filters ?

krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by krebmenni » 03 Jan 2013, 22:37

linx wrote:Sæll Krebmenni

Ef þú ætlar ekki að setja upp sump þá myndi ég mæla með einhverjum "hang on skimmer" og/eða þörungafilter http://algaescrubber.net/forums/, varðandi sæfífla þá eru þeir í viðkvæmari kantinum og ef til vill ekki heppilegir í sumplaust búr. Hinsvegar þá eiga trúðar það til að koma sér fyrir í allskonar kóröllum eins og t.d. toadstool kóröllum og fleirrum.

Kv Linx

ok ég þarf að skoða þetta, enda ekkert að flýta mér, búrið fullt af ferkvatnslífi, og verður það þanga til ég er kominn með allann tækjabúnað sem ég huxa mér að nota

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by Squinchy » 04 Jan 2013, 20:58

Ég myndi segja að það sem þú þarft að hafa er straumdælur

gott að hafa er sump, skimmer, auto top off kerfi og eflaust eitthvað meira en alls ekki nauðsynlegt

Svo er líka betra að vita hvað þú vilt hafa í búrinu svona til að geta gefið réttar ráðlegingar

fiskar > kórallar
fiskar < kórallar
bara fiskar með liverock

?
Kv. Jökull
Dyralif.is

krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by krebmenni » 04 Jan 2013, 21:29

fiskar helst(clownfish), kórallar ef það er hægt án mikilla vandræða

User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by Alí.Kórall » 05 Jan 2013, 06:32

krebmenni wrote:
Alí.Kórall wrote:Ok, ef þú ætlar ekki að hafa neinn sump, þá auk hang on skimmersins þá myndi ég halda að það væri betra fyrir þig að hafa meira LR en venjulega og hafa dágóðan straum um hann.

Purigen og phosguard væri jafnvel gott, en spurningar hvar væri hægt að koma því fyrir í sumplausu búri.
útbúa kannski mini version af tunnudælu og setja það í stað filters ?
Ef það er ekkert rosalega dýrt, þá er það kannski bara mög sniðugt. :góður:

Auðveldir linkórallar ættu nú að vera í lagi þá.

En það er kannski best að huga enn betur að því að seta ekki of mikið i búrið.
mbkv,
Brynjólfur

sverrirb89
Posts: 13
Joined: 05 Jul 2011, 18:34

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by sverrirb89 » 30 Sep 2013, 14:41

Ég veit að flestir sem eru í þessum buisness á Íslandi tala um nauðsyn þess að hafa prótein skimmer, ég er því alls ekki sammála ásamt tjörvari sem er heldur ekki sammála. Ég er búinn að vera með mitt í ár bara með hreinsidælu frá amtop. Reyndar hreinsa ég búrið einu sinni í mánuði með því að ryksuga upp skít og skipti 10% af vatninu út fyrir ferskt vatn. En ég eyði frekar í að kaupa mér live rocks heldur en fleytu, en fleytan er allveg góð en ekki nauðsynleg. Myndi frekar kaupa mér fyrst svona UV gerileyðisgræju sem fer í tunnudæluna. Síðan kaupi ég mér skimmer en það er ekki fyrr en eftir eitt ár í viðbót. Það er í raun ekkert svo mikið sem maður þarf að vita með svona saltvatnsbúr, þegar þú ert búinn að ná þessum grunni þá er mjög ólíklegt að þú hittir annan áhugamann sem veit meira en þú ,samt þykjast þeir allir vita meira en hvor aðrir. Saltvatnsfiskabúr er skítlétt og ekki láta neinn bullshita í þér að það sé það ekki.

ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 240L sjávarbúr í bígerð, smá hjálp handa nýliða

Post by ulli » 01 Oct 2013, 00:39

sverrirb89 wrote:Ég veit að flestir sem eru í þessum buisness á Íslandi tala um nauðsyn þess að hafa prótein skimmer, ég er því alls ekki sammála ásamt tjörvari sem er heldur ekki sammála. Ég er búinn að vera með mitt í ár bara með hreinsidælu frá amtop. Reyndar hreinsa ég búrið einu sinni í mánuði með því að ryksuga upp skít og skipti 10% af vatninu út fyrir ferskt vatn. En ég eyði frekar í að kaupa mér live rocks heldur en fleytu, en fleytan er allveg góð en ekki nauðsynleg. Myndi frekar kaupa mér fyrst svona UV gerileyðisgræju sem fer í tunnudæluna. Síðan kaupi ég mér skimmer en það er ekki fyrr en eftir eitt ár í viðbót. Það er í raun ekkert svo mikið sem maður þarf að vita með svona saltvatnsbúr, þegar þú ert búinn að ná þessum grunni þá er mjög ólíklegt að þú hittir annan áhugamann sem veit meira en þú ,samt þykjast þeir allir vita meira en hvor aðrir. Saltvatnsfiskabúr er skítlétt og ekki láta neinn bullshita í þér að það sé það ekki.

Já ok.

Við hinir tölum kanski út frá reynslu og staðreyndum.
Ekki nauðsýn að vera með skimmer ef þú ætlar bara að vera með 2 clown og einn tvo mjúka kóralla, en ef þú ætlar að fara út í harð kóralla og viðhvæma sæfífla þá þarftur 110% vatnsgæði og þar kemur skimmer sterkur inn þar sem hann rífur prótein eindir úr vatninu á meðan tunnudælan safnar þeim saman þar sem þeir svo geta mindað breist í Nitrat frameiðslu verksmiðjur..
Sverrir það væri nú gaman að fá að sjá myndir af búrinu þínu

Post Reply