Fiskaspjall.is

Umræður um fiska og vatnadýr
Núna er 21 Ágú 2019, 10:01

Allir tímar miða við UTC Ísland
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 37 póstar ]  Fara á síðu: 1, 2  Næstu
Höfundur Skilaboð
PósturSent inn: 22 Des 2012, 22:21 
Ótengd/ur

Skráður: 02 Ágú 2008, 23:03
Póstar: 9
Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju menn eru ekki að sýna búrin sín hér á sjávarspjallinu og af hverju menn eru ekki virkari hér á spjallinu? Ég veit að það er fullt af fallegum sjávarbúrum hér á landi en maður fær ekkert að sjá þau.

DNA var duglegur hér áður fyrr með sína heimasíðu sem virkilega gaman var að skoða og lesa um hans reynslu af sjávarbúrum. Það var kveikjan að því ég fór út í þetta sjálfur árið 2007. Síðan er náttúrulega CCP búrið sem maður sá á ReefCentral en það er orðið langt síðan uppfærsla á því var gerð þar.
Já hver er ástæðan fyrir því að menn eru ekki að sýna búr sín hér og ræða um þau? Mig langar samt að þakka þeim sem hafa þó sett inn pósta hér. Það er alltaf gaman að lesa um þau fáu búr sem hingað slæðast inn.

Ég fór því að líta í eigin barm. Ég hef ekki sett inn eina einustu mynd af mínu búri og lítið tekið þátt í þeim fáu umræðum sem hér hafa farið fram. Þannig að ég er líklega ekkert betri en allir hinir sem ekkert eru að sýna hér. Nú skal úr því bætt og ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið og setji inn myndir og upplýsingar um sín búr.

Ég er búinn að vera með ferskvatnsfiska frá því ég man eftir mér en það var ekki fyrr en 2007 að ég ákvað að fara yfir í sjávarfiska. Byrjaði með 400L búr og tunnudælu en var fljótur að skipta yfir í 720l búr sem ég er enn með. Ég er búinn að lenda í miklum hremmingum með þetta búr. Fengið allskonar sýkingar (er einn af þeim sem ekki setur neitt í sóttkví. Allt beint í búrið). Á einum tímapunkti var ég alveg að gefast upp á þessu þegar ég missti nær alla fiskana,var farinn að ganga undir nafninu Dr. Death vegna þess að ekkert virtist ætla að lifa hjá mér. Kom svo í ljós síðar að það var bullandi rafmagn í búrinu. Hárþörungur tók yfir búrið fyrir nokkru en með því að ná upp Magnesiuminu þá fór hann jafn fljótt og hann kom og svona mætti lengi telja. En ég hef ekki gefist upp enn og ég nýt þess virkilega mikið að horfa á þetta fátæklega búr.

Eins og ég sagði er þetta 720L Aquastabil búr með Tunze 18.7 sump.
Ég er með 50L refugium tentg við þetta. Keyri UV ljós og er með einn mediareactor með RowaPhos. Er líka með Kalkhrærivél frá Deltec sem RO vatnið fer í gegnum áður en það fer í sumpinn hjá mér.
Tvær Tunze 6101 straumdælur sjá um að hreyfa vatnið í búrinu. AquaSpacelight með 3 150W Metalhalid perum ásamt fjórum bláum 54w Compact perum. Síðan hef ég bætt við fjórum 80W T5 bláum perum.
Þetta eru svona aðalatriðin í uppsetningunni á búrinu.

En nóg um kjaftæðið látum nokkrar myndirnar tala.

Mynd
Svona byrjaði þetta í 400L búrinu en fljótlega var hafist handa við nýtt búr.

Mynd
Grunnurinn lagður. Nú þarf bara smá sjó og slatta af grjóti...

Mynd
Þarna er ballið að byrja. Þetta voru spennandi tímar.

Mynd
Hreinsrækjurnar mættar.

Mynd
Og enn bætist við grjót og lífríki.

Mynd
Refugiumið að komast upp. Bætti svo við grjóti og sandi í þetta.

Mynd
Fann þennan á kóral sem ég keypti og hann varð fyrsti búsetinn í refugiuminu.

Hér eru svo nokkrar myndir af hinu og þessu...

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

...og að lokum búrið eins og það er í dag heilmynd.

Mynd


Hægri hlið...
Mynd

Miðja...
Mynd

Og síðast er það vinstri hlið...
Mynd

Skora á aðra að sýna sýn fallegu búr...


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 23 Des 2012, 00:04 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
Þetta er rosalega flott búr :)
En svona word of advice farðu vel með glerið því það er ekkert grín að skyfta um gler í AS búrum ef það er hreint út sagt hægt..
viewtopic.php?f=25&t=9669


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 23 Des 2012, 14:42 
Ótengd/ur

Skráður: 16 Des 2008, 15:07
Póstar: 34
Staðsetning: Grafarvogur
Flott búr hjá þér vinur. Nú þarf maður að fara að taka sig saman í andlitinu og ná nokkrum myndum til að skella inn. Endilega fleiri senda inn myndir :D


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 23 Des 2012, 19:52 
Ótengd/ur

Skráður: 16 Des 2008, 15:07
Póstar: 34
Staðsetning: Grafarvogur
Jæja ákvað að pósta nokkrum myndum...
Endilega fleiri koma með myndir, gaman að sjá hvað menn eru að bauka við.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 24 Des 2012, 12:48 
Ótengd/ur

Skráður: 07 Ágú 2007, 22:49
Póstar: 934
Glæsileg búr, er búrið hjá þér ÆME keyrt á tunnudælu?.

_________________
Ace Ventura Islandicus


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 24 Des 2012, 14:08 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 19 Feb 2010, 23:44
Póstar: 172
Flott búr hjá ykkur strákar.
Gaman að sjá að hversu vel gengur.

Nú er liðið ár síðan ég byrjaði aftur upp á nýtt og um 4 mánuðir síðan jafnvægi komst á þannig að sjá mætti vöxt í SPS.
Eftir ár ætti búrið að vera vel sýningarhæft og vonandi virkilega flott eftir tvö ár.


Mynd

Mynd

Mynd


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 25 Des 2012, 11:29 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 25 Jan 2007, 09:32
Póstar: 5976
Staðsetning: rvk
Mögnuð búr hjá ykkur, greinilega gróska í kóröllunum hjá ykkur. Núna veit ég amk hverjum ég á að nöldra í að fá fragga ef mér dettur í hug að setja upp saltbúr aftur :)

_________________
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 25 Des 2012, 14:47 
Ótengd/ur

Skráður: 13 Jún 2008, 09:25
Póstar: 85
Flott búr!

Engin smá endurkoma hjá þér ÆME, magnað alveg hreint!


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 00:30 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Mar 2011, 00:18
Póstar: 2
Flott framtak letingi her koma nokkrar fra mer vona að þetta se nogu gott er buinn að vera gera þettai gegnum siman minn talvan hrundi :)

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 05:07 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Heilagur Þorlákur, þið gefið mér eiginlega minnimáttarkennd.

Virkilega flott!

Hérna eru svipmyndir frá mínu.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 13:58 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Þetta eru engin smá búr, hafði ekki hugmynd um að það væri svona mikið af harðkórali hérna á landinu

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 15:44 
Ótengd/ur

Skráður: 16 Des 2008, 15:07
Póstar: 34
Staðsetning: Grafarvogur
Það er það góða við svona þráð, sjá hvað aðrir eru að gera. Yfirlritt eru menn hver í sýnu horni og vita ekki hvor af öðrum.
Endilega fleiri koma með myndir. :mynd:


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 15:54 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Tek undir með Squinchy, ég var án djóks að pæla í að flytja in frögg, því ég hélt að þetta væri gersamlega ófáanlegt og satt best að segja hef ég ekki ráð á gommu af vöxnum harð-kóröllum.

haha, ég held að sumir hérna eigi eftir að verða mjög vinsælir.

Vitið þið nokkuð um gerð af lími sem ég er 100% öruggur með að nota til að festa frögg?

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 17:48 
Ótengd/ur

Skráður: 16 Des 2008, 15:07
Póstar: 34
Staðsetning: Grafarvogur
Þetta er límið sem ég nota yfirleitt.
http://www.waterzoo.co.uk/BISON-SUPER-G ... rams-M5771
Fæst víða hérna heima.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 18:31 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Svo lengi sem það er gert úr cyanoacrylate þá er hægt að nota það

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Des 2012, 21:42 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Aight, takk takk.

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 08 Jan 2013, 22:53 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Svona fyrst við erum að monta okkur:

http://www.youtube.com/watch?v=V5Z1Hf4usc0&feature=youtu.be

Hvíta grjótið er nýtt. (döh)

Fékk rosalega flottan stein í dýralífi á góðu verði, en mér þótti þeir heldur þungir. Fékk 2 léttari og minni og grein í dýraríkinu (lagði ekki í blauta grjótið vegna glersæfíflanna) en það var heldur dýrt. Einhver 5 kíló, en ég held að ég komi ekki mikið meru fyrir, svo er ég líka búinn að setja 3kg af kurli í sumpinn, en það fékk ég með pöntun erlendis frá.

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 00:29 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
2500kr mikið fyrir grjót úr búð í dag?
Ekki með verðið á hreinu annarstaðar.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 00:37 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Miðað við 1500kr/kg hjá DNA (hafði bara ekkert að gera við 10kg) En að hefði kannski bara verið fínt að hafa auka.

það var 2600 kr/kg hjá dýraríkinu, en 1100 kr/kg hjá dýralíf sem er topp verð, en hann sagði reyndar að það væri eiginlega búið að taka bestu bitanna og mér þótti það vera soldið þungt og þétt. En það var einn steinn sem vara svona eins og há hella sem er einstaklega gott að raða á svo ég greip hann eftir ágætis sölumennsku hjá kallinum.

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 01:05 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
1100kr er nátturlega bara grín verð annars held ég að þú fáir ekki life rock undir 2.5k per kg í flest öllum búðum.
Þíðir ekkert að bera þetta saman við einka sölu.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 01:23 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Þetta var nú dautt grjót.

Haha ég geri það nú bara samt. Reyndar pantaði ég þessi 3kg á skít á priki frá þýskalandi. Hefði eiginlega átt að kaupa bara slatta af random dead rocki með, var temmilegur kassi en mjög ódýr sendingarkostnaður.

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 02:26 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
Veit nú um nokkra sem selja dautt dýrara en lifandi.

En back to topic.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 12:10 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Já, ég tla hinsvegar í smá frumkvöðla starfsemi og taka neðansjávar myndband úr búrinu mínu, á föstudaginn. Deili því hérna með ykkur.

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 18:44 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
ulli skrifaði:
1100kr er nátturlega bara grín verð annars held ég að þú fáir ekki life rock undir 2.5k per kg í flest öllum búðum.
Þíðir ekkert að bera þetta saman við einka sölu.


Er verðið hjá hinum ekki bara frekar grín ;)

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 09 Jan 2013, 19:59 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
Uss ég væri allveg til í stórt og flott Lr fyrir 1100kr xD
Verð víst að fá mér búr fyrst..

Alí.Kórall skrifaði:
Já, ég tla hinsvegar í smá frumkvöðla starfsemi og taka neðansjávar myndband úr búrinu mínu, á föstudaginn. Deili því hérna með ykkur.


Go pro?


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 10 Jan 2013, 17:11 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
ulli skrifaði:
Uss ég væri allveg til í stórt og flott Lr fyrir 1100kr xD
Verð víst að fá mér búr fyrst..

Alí.Kórall skrifaði:
Já, ég tla hinsvegar í smá frumkvöðla starfsemi og taka neðansjávar myndband úr búrinu mínu, á föstudaginn. Deili því hérna með ykkur.


Go pro?


Jebb. :góður:

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 21 Jan 2013, 09:54 
Ótengd/ur

Skráður: 06 Jan 2013, 13:21
Póstar: 10
Jæja, þá tók ég loks skrefið og verslaði mér fyrsta sjávarbúrið mitt. Þetta var auglýst á Bland, 6 ára gamalt Red Sea Max 130 og ég sótti það í gær. Ég á fullt eftir að læra varðandi saltið og þessar lífverur allar sem eru þarna á steinunum en þetta er hrikalega spennandi. Held ég hafi verið mjög heppinn að fá líka svona trúða par sem knúsa þessa sæfífla (BTA?) af svo mikilli áfergju að það er næstum því klám :oops:

Ætla ekki að hafa þetta lengra, væri til í að fá ábendingar varðandi hvað ég má bæta inní búrið en ætla að gera það í öðrum þræði. Hér koma myndir:

Mynd
Búrið strax eftir flutning. Sæfíflarnir eru að byrja að færa sig til og komnir annað núna.

Mynd
Gaman að mynda þessa :mynd:

Veit að þetta er lítiðfjörlegt í samanburði við þessi listaverk sem eru hér að ofan, en maður verður að byrja einhversstaðar og gera sitt til að þessi þráður dekki flest sjávarbúrin sem fólk er með og er stolt af.. ræt?

_________________
320L 130L sjávarbúr

4 Frontosa 2 Trúðar
3 Trúðabótiur 1 Vrassi
1 Yoyo bótía
3 Yellow Lab 3 BTA
1 Brúsknefja
2 Bricardi
1 BGK


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 21 Jan 2013, 12:26 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Sá þetta einmitt auglýst en átti ekki alveg fyrir sæfífli sem mér fannst synd og skömm.

En þetta er mjög flott trúðabúr.

Kannski alveg jafn crazy og sum þessi sps búr, en það er samt sem áður mjög sætt. :wink:

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Síðast breytt af Alí.Kórall þann 21 Jan 2013, 19:03, breytt samtals 1 sinni.

Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 21 Jan 2013, 18:56 
Ótengd/ur

Skráður: 27 Mar 2007, 21:26
Póstar: 156
HakonH skrifaði:
Veit að þetta er lítiðfjörlegt í samanburði við þessi listaverk sem eru hér að ofan, en maður verður að byrja einhversstaðar og gera sitt til að þessi þráður dekki flest sjávarbúrin sem fólk er með og er stolt af.. ræt?


Þetta er dúndur flott byrjun hjá þér og þú hittir naglan á höfuðið :wink:


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 24 Jan 2013, 20:30 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 02 Júl 2012, 16:35
Póstar: 132
Staðsetning: Garðabær
Svona er þetta í dag:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

_________________
mbkv,
Brynjólfur


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
Sýna pósta frá fyrri:  Raða eftir  
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 37 póstar ]  Fara á síðu: 1, 2  Næstu

Allir tímar miða við UTC Ísland


Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 3 gestir


Þú getur ekki sent inn nýja pósta á þessu spjallborði
Þú getur ekki svarað í umræðum á þessu spjallborði
Þú getur ekki breytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki eytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki sent inn viðhengi á þessu spjallborði

Leit að:
Fara á:  
cron
POWERED_BY