Er þetta raunhæft?

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Er þetta raunhæft?

Post by prien »

Heil og sæl.
Ég var að skoða nano sjávar búr á síðuni hjá honum Tjörva og langaði að spyrja ykkur sérfræðingana hvort það sé raunhæft að vera með svona lítið sjávarbúr.
Hversu ör yrðu vatnsskipti að vera í svona búri og þá, hvaða lífverur og kóralla væri hægt að vera með (lina eða harða?)
Hvernig mynduð þið setja upp svona búr?
Sjá link:

http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... qfboc33u00

Kv: prien.
500l - 720l.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Er þetta raunhæft?

Post by Squinchy »

Allt hægt að mínu mati en rosalega misjafnt við hvern þú talar upp á hvort það sé skotið strax niður án rökstuðnings eða reynslu (það var allavegana mín reynsla þegar ég byrjaði með mitt 54L), krefst bara aðeins meiri aga og er ekki jafn idiot proof og 400+ lítra búr

fyrsti gallinn sem ég sé við þetta búr er að það er ekkert gler/lok yfir búrinu sem gerir uppgufun að vandamáli því ekki má mikið gufa upp til þess að seltan hækki í svona litlu vatni

Vatnskipti 1x í viku, 10% sem gerir sirka 2 lítra á viku í þessu tilfelli

Varðandi fiska þá er hérna fínn guide line listi yfir stærðir á búrum og fiskum sem henta
0.5g Pico (1.9 L) (Includes Red Sea 0.5g Deco Art) (1 extra small fish)

-Blue Neon Goby**
-Catalina Goby [cold water]
-Clown Gobies**
-Eviota Gobies
-Panda (Clown) Goby
-Redhead Goby**
-Trimma Goby
-Yellow Neon Goby**

2.5g Pico - 5g (9.46 - 18.93 L) (Includes 2.5g Minibow, Eclipse Explorer, JBJ 3g Pico, 5g Minibow) (1 fish)

All of the above plus:
-Citron Goby
-Green Banded Goby (added by c'est ma)**
ss. 1 fisk í þetta búr.

Ef þú ert að spá í trúða fisk þá þarftu að fara í stærra búr
6-7g (~26.5 L) (Includes 6g Fluval Edge, 7g Minibow, 6g Eclipse, 6g CPR, 6g Nano Cube, 8g Aquawave) (1-2 fish)

All of the above plus:
-Ocellaris Clownfish (False Percula)** (1, if you want a pair, move up to 10g+)
-Percula Clownfish (True Percula)** (1, if you want a pair, move up to 10g+)
2 fiskar úr öðrum hvorum listanum.

Það er til 30L nano reef búr í dýralíf á sirka 30.000.kr
Upplýsingar um búrið hérna
http://www.aquael.pl/index.php?option=c ... 14&lang=en

Við uppsetningu væri best að fá live rock, live sand og sjó úr búri sem er búið að vera í gangi í svolítinn tíma og er ekki með sjáanlegar pestir, ætti ekki að vera erfitt að finna út úr því
og svo myndi ég bara fara eftir t.d. þessu myndbandi
http://www.youtube.com/watch?v=07vSjpiF9Uw

Kórallar væru sveppir, linkórallar og kannski trompet kórallar eins og cancy cane
1 krabbi eða rækja og 1 snigill
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Er þetta raunhæft?

Post by prien »

Þakka kærlega fyrir þessar ýtarlegu upplýsingar.
500l - 720l.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Er þetta raunhæft?

Post by Squinchy »

Smá leiðrétting þetta búr í dýralíf er á 22.900.kr
Kv. Jökull
Dyralif.is
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Re: Er þetta raunhæft?

Post by animal »

Líst vel á þessar pælingar hjá þér, verð þér innanhandar í þessu.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Er þetta raunhæft?

Post by prien »

Squinchy wrote:Smá leiðrétting þetta búr í dýralíf er á 22.900.kr
Ennþá betra :D
En hvernig er það, samkvæmt þessu videoi, þá talar hann um að efsti hluti filtersinns komi í staðinn fyrir skimmer.
Er þetta rétt og ef svo er, virkar það svipað?

Kv: prien.
500l - 720l.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Er þetta raunhæft?

Post by Squinchy »

Þetta er hanns persónulega álit að sniðugt sé að skipta út venjulega svampinum út fyrir t.d. þennan poly filter sem hefur þá eiginleika að safna í sig ýmsum efnum

Og eflaust ekki slæm hugmynd, annars tel ég að skimmer í svona lítið búr sé óþarfi, vikuleg vatnskipti eiga að vera nóg og þá lostnar maður við lætin í loftdælunni

Aðal tilgangur skimmersins er til að gefa manni auka tíma milli vatnskipta og spara manni vatnskiptin á stórum búrum þar sem vatnskiptin eru farinn að kosta smá pening vs svona nano búr :D, líterinn er að kosta í kringum 32.kr seinast þegar ég kannaði verðið hjá okkur, þannig að 128.kr á mánuði er ekkert til að reyna spara með skimmer vs sirka 5000.kr á mánuði í 360L búri með stórum skimmer :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply