Plöntuföndur í 50 lítrum

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by keli »

Ég á eldgamalt 50 lítra akvastabil búr sem ég er búinn að vera að dunda mér að koma yfir í gróðurbúr. Ég fékk plöntur í seinustu sendingu hjá Dýragarðinum, sem spruttu aldeilis ágætlega til að byrja með, sérstaklega eftir að ég setti CO2 í gang. Eftir 2-3 vikur var þó farið að hægja verulega á vextinum og þörungur farinn að taka við. Það gaf til kynna að það væri farið að skorta næringu og reddaði Sven mér með það.
Vöxturinn á plöntunum er farinn á fullt, en ég er enn að stilla mig af með næringargjöf, CO2 og vatnsskipti til að reyna að hafa stjórn á þörungi. Fyrst lenti ég í hressilegum grænum hárþörungavexti, fékk mér þá 3x SAE sem voru fljótir að vinna á því. Nú er brúnþörungur aðeins farinn að hrella mig, en hann minnkar vonandi fljótlega.

Nokkrar myndir frá því að ég byrjaði með búrið. Meiri upplýsingar um búrið fyrir neðan myndirnar :)

2014-04-11 Setti plöntur í búrið
Image

2014-04-14
Image

2014-04-22 Ágætis vöxtur og lítið af þörung so far
Image

2014-05-15 Farið að hægja verulega á vexti vegna skorts á næringu og þörungar að taka yfir
Image

2014-05-18
Image

2014-05-20 Bætti 3x SAE í búrið sem slátruðu þörung frekar fljótt. Byrjaði að gefa næringu.
Image

2014-05-27 Næring farin að kicka vel inn, en brúnþörungur að detta inn líka
Image

2014-06-02 Góður vöxtur, kominn tími á snyrtingu, sérstaklega á HC. Brúnþörungur þó aðeins að láta fara vel um sig og anubias frekar ljótar vegna þörungs á blöðunum.
Image

Íbúar:
2x Opal Borelli pör
3x SAE (þörungacontrol)
2x Otocinclus

Grænmeti:
Mayaca Vandellii
Cryptocoryne Möllmanii
Echinodorus Tenellus
Hemianthus Callitrichoides (HC)
Ýmiskonar þörungar

Botn:
Coop kattarsandur úr nettó

Búnaður
Lýsing: 15x 3w Cree XR-E ~6000k LED díóður sem ég festi á 4x4 U álprófíla sem mynda lok
Lítil tunnudæla af eBay
CO2 kútur með tilheyrandi

Næring:
Plantex, fosföt, nítrat eftir Estimative Index 2-3x á viku

Vatnsskipti:
Helst amk 20% á viku. Stundum meira, stundum minna.


Búrið er langt frá því að vera orðið eins og ég vil hafa það, en mér liggur ekkert á og er frekar rólegur yfir þessu ennþá. Hefði líklega verið mun lengra komið ef ég hefði byrjað að gefa næringu frá byrjun. En fyrst plönturnar tórðu næringarleysið þá er ég bara sáttur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by RagnarI »

Flott þetta! endilega láttu vita ef þig vantar að losna við HC afleggjara ;)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by Birkir »

Glæsileiki! Einn daginn mun ég ganga svona langt inn í plöntupælingarnar. One fine day.
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by snerra »

Veistu hvar þú ert með ph ið 'Eg er búinn að vera með það hjá mér í 6,8 en miðað við að vatnið sé mjög mjúgt þá er það sennilega 2,4 mg/l sem er allt of lítið Búinn að vera að lesa mig til um svona gróðurdæmi og allstaðar er manni sagt að dæla minnst 10 sinnum vatnsmagni búrsins á tíman til þess að losna við þörung Veistu hvað þú dælir miklu ?
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by RagnarI »

Eitthvað að frétta af þessu föndri?
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by mundi74 »

Hvað heitir þessi planta sem "teppaleggur"?
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by keli »

mundi74 wrote:Hvað heitir þessi planta sem "teppaleggur"?
Hemianthus Callitrichoides (HC
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by mundi74 »

Takk takk. Hún er alveg rosaflott. Er hún þá ekki ein af þeim sem þarf Co2 kerfi og allan pakkann til að dafna? Eða getur hún gengið svona við "venjulegar" aðstæður?
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by Sibbi »

Er búrið enn í gangi?, gaman væri að sjá nýja mynd ef svo er, ég öfunda ansi oft ykkur sem hafið þessa þolinmæði, því svonalagað þarf helling af henni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by keli »

mundi74 wrote:Takk takk. Hún er alveg rosaflott. Er hún þá ekki ein af þeim sem þarf Co2 kerfi og allan pakkann til að dafna? Eða getur hún gengið svona við "venjulegar" aðstæður?
Hún nær ekki að verða að þéttu teppi nema með co2 og mikilli birtu. En hún dafnar alveg án þess, bara vex ekki jafn þétt og nálægt botninum.
Sibbi wrote:Er búrið enn í gangi?, gaman væri að sjá nýja mynd ef svo er, ég öfunda ansi oft ykkur sem hafið þessa þolinmæði, því svonalagað þarf helling af henni.
Ég reif búrið niður fyrir nokkrum vikum, ég var í stanslausu veseni með grænt vatn og ætla að prófa að setja það upp með öðru undirlagi einhvertíman (þegar ég nenni...

Ég á plönturnar ennþá, er með þær í plastdollu og í góðri lýsingu (án vatns) þar sem þær dafna vel.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Plöntuföndur í 50 lítrum

Post by Sibbi »

Já ok.
Post Reply