Fiskaspjall.is

Umræður um fiska og vatnadýr
Núna er 22 Feb 2019, 18:06

Allir tímar miða við UTC Ísland
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 67 póstar ]  Fara á síðu: 1, 2, 3  Næstu
Höfundur Skilaboð
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 16:28 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
Ég ákvað að smíða búr í garðskálann heima. Búrið er úr 18mm krossvið sem er þakinn með epoxy. Málin á búrinu eru 280x70x70.

Ég er kominn langt á leið með að smíða búrið, ég á bara eftir að kaupa glerið og líma það í og festa síðan toppinn á.

hér eru nokkrar myndir af ferlinu.


Mynd

Grindin - Smíðuð úr 2"x4"

Mynd

Allt gert klárt til að mála

Mynd

að bera fyrstu umferðina vel útþynnta á. "Sundlaugargrænt"


Mynd

Spónarplata undir botnplötunni

Mynd

erum að stilla þessu upp, kíkja hvort allt passi og svona.

Mynd

Búnir að fræsa fyrir glerið, raufin er 8mm djúp og 16mm breið. Glerið verður 14mm samkvæmt formúlu sem ég fann hér http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium

Mynd

búnir að kítta og byrjaðir að skrúfa saman.

Mynd

Nóóg af skrúfum og kítti á milli náttúrulega.


Mynd

bakhliðin

Mynd

Kíttaði þetta vel með bostic super fix sem ég fékk í múrbúðinni.


Mynd

Það fóru um 4 túpur í þetta sem komið er.

Mynd

Búinn að mála skápinn og fl svartann eina umferð.

Mynd

Þarna á ég eftir að saga úr toppinum.

Mynd

Þarna er ég búinn að saga úr toppinum og er að fara að taka mál af glerinu.

Ég er ekkert búinn að ákveða hvaða fiskar eiga að vera þarna. Einhverjar uppástungur?

Ég er að hugsa að gera bakgrunn úr frauðplasti og múra yfir það.

Getur einhver sagt mér til um hvernig hreynsibúnað ég ætti að hafa.

Ég var að spá í að leggja rör í botninn (í sandinn) og gata það vel og láta dælu sjúga vatn inn í rörið og í filter.

Ég ætla að setja 4 flúorperur í þetta og smíða lok yfir.

Allar ábendingar vel þegnar.

Kv Helgi


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 17:53 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Já það er ekkert annað :), þetta lýtur glæsilega út sem er komið

Fyrir þessa búr stærð er eginnlega ekkert annað en sumpur sem kemur til greina eða hellingur af tunnudælum

bora 2 yfirföll og eitt gat fyrir vatnskipti í bakið eða hliðina

verður búrið upp við vegg ?

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 17:58 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 13 Maí 2009, 14:48
Póstar: 584
Staðsetning: Reykjavík
Skemmtilegt verkefni og pistill! :D

Ég er einmitt að spá í að smíða búr í gestaherbergið hjá mér sem yrði uppvið vegg og milli veggja, þannig að krossviður ætti að ganga í allt nema frontinn. Ég hefði sennilega málað búrið svart að innan frekar en grænt, en það er bara mitt preference :)

Ætlaru að fræsa rönd í toppinn líka fyrir glerið?

Fyrir svona stórt búr þá myndi ég sennilega kaupa tvær Rena XP4 af Vargnum (sjá hér) og gera bara lögn úr 30-40mm PVC niður í skápinn sem tengdist við báðar dælurnar. Annar möguleiki væri að nota hreinsidælu fyrir tjörn.

Ertu með link á einhverja grein sem þú notaðist við?


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 18:51 
Ótengd/ur

Skráður: 20 Jún 2009, 17:11
Póstar: 138
Staðsetning: Reykjavík
Nnnnnnnnice:D


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 19:16 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 20 Maí 2007, 09:21
Póstar: 1109
Brilliant verkefni!!! Verður gaman að fylgjast með þessu.

Á skápurinn eftir að standa bara á þessum 6 fótum? heldur það alveg? Mér sýnist þú nú vera býsna laghentur og vita hvað þú ert að gera í kring um verkfæri. En þetta lýtur út fyrir að verða gríðarlegt álag á þessar nokkru skrúfur sem halda fótunum við grindina.

Væri annars örugglega mjög flott að hafa DIY bakgrunn úr frauðplasti í þessu.

Ég held að fæstir séu með 14mm gler. Standard stærð er 15mm, það er ekki legervara nema hjá Glerborg og Samverk. Þegar ég athugaði, þá var verðið á 15mm gleri lang best hjá Glerborg.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 19:51 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
Squinchy - Búrið er mjög lágt. Grindin er bara 50cm há og búrið verður uppvið glugga (Þeim megin við súluna sem litla búrið er á fyrstu myndinni) og ætti ekki að skerta mikið birtu og svoleiðis.

henry - Ég er búinn að fræsa fyrir glerið í toppnum 8) . Ég studdist svosem ekki við neina grein. fékk hugmyndina þegar Vargur setti inn myndir af 1000 lítra búrinu sem hann er með úr krossvið. Ég spurði hann bara út í þykktina á glerinu og krossviðnum og skellti mér svo á þetta.

Sven - Ég ætla að setja DIY bakgrunn úr frauðplasti í búrið og jafnvel að setja "bakgrunn" í hliðarnar líka, ef það kemur vel út. Jájá, þessa ætti alveg að vera nógu massíft til að halda þessu. Platan sem búrið liggur á liggur alveg á fótunum líka. Getur verið að ég festi fæturnar eitthvað betur. Og ég hef alveg ennþá þann möguleika að nota 15mm gler. :wink:


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 20:39 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
Ég hef meiri áhyggjur af því að búrið sjálft fari í sundur (veggirnir í búrinu) heldur en að grindin haldi ekki.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 21 Jún 2009, 20:55 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
helgihs skrifaði:
Ég hef meiri áhyggjur af því að búrið sjálft fari í sundur (veggirnir í búrinu) heldur en að grindin haldi ekki.


stórlega efast um það.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 01:43 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
Hvernig virka þessir sumpar? Ég er búinn að googla helling og það er alltaf fyrir saltvatnsbúr. Ég er ekki alveg að skilja hvernig þeir hreinsa vatnið, það eru yfirleitt engir svampar eða neitt. Bara svona bakteríukúlur.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 08:07 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 25 Jan 2007, 09:32
Póstar: 5975
Staðsetning: rvk
maður hefur venjulega bara svampa fyrst í kerfinu en aðal málið er biomedia, t.d. fyrrnefndar kúlur.

Líst rosa vel á þetta project hjá þér, það verður gaman að fylgjast með þessu. Ertu kominn með einhverjar hugmyndir um hvað á að fara í búrið?

_________________
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 13:49 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
Ég var að spá í að setja diskusa í búrið.. hvað get ég sett með þeim?

Ég þarf að bíða í viku hálfan mánuð eftir glerinu.

Ég er að spá að smíða mér sump. Hvað þyrfti hann að vera stór?


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 14:04 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 20 Maí 2007, 09:21
Póstar: 1109
Þú getur haft flest allar tetrur með diskusum og flesta rólegri fiska.

Fékkstu glerið á sæmilegum prís? fékkstu 14mm eða þurftir þú að fara í 15mm?


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 14:09 
Ótengd/ur

Skráður: 20 Sep 2006, 14:30
Póstar: 2123
Staðsetning: Kópavogur
" Kíttaði þetta vel með bostic super fix sem ég fékk í múrbúðinni. "

Er þetta kítti fiskabúra safe ?

_________________
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 14:10 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 13 Maí 2009, 14:48
Póstar: 584
Staðsetning: Reykjavík
Gudmundur skrifaði:
" Kíttaði þetta vel með bostic super fix sem ég fékk í múrbúðinni. "

Er þetta kítti fiskabúra safe ?

Ég held þetta sé kíttið sem Vargur notar á allt sitt.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 15:33 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 20 Maí 2007, 09:21
Póstar: 1109
kemur víst "highly recommended" :)


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 20:36 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 20 Maí 2007, 09:21
Póstar: 1109
Ef þér líst ekki á að hafa sump, þá gætir þú mögulega komið vel út úr því að hafa tjarnar-tunnudælu við búrið. Rakst einhverntíman á að einhverjir á monsterfishkeepers.com hafi verið að nota oase filtoclear tunndælu sem var ætluð fyrir tjarnir á fiskabúr.
Spurning þó hvort að straumurinn yðri of mikill, ætti þó að vera hægt að fiffa það með því að skipta return slöngunni úr dælunni í tvennt eða jafnvel fernt.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 21:55 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Ekki slæm hugmynd :), Tetra pond PFX5000 er sniðugt þrýstihylki fyrir þetta búr, það er með back flush þannig að tunnan hreinsast þegar þú gerir vatn skipti og þarft þar með ekki að þrífa tunnuna eins oft, svo er líka UV ljós í þeim

MyndMynd

Langar sjálfur svolítið í svona fyrir 600 lítrana mína :D

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 22:17 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 20 Maí 2007, 09:21
Póstar: 1109
er ekki hægt að fá þetta líka án UV? Svo er þetta ekki svo svakalega dýrt, allavega miðað við aðrar tunnudælur fyrir ffiskabúr.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 22 Jún 2009, 22:26 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Hef allavegana bara séð þetta með UV í dýralíf, en UV ljósið er bara til góðs þannig að það er ekkert til að kvarta yfir :), já þetta er allavegana ódýrara en að búa til sump

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 18:46 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
Ég er að verða búinn að klára að gera bakrunninn. Ég fór í byko og keypti frauðplast. heili parturinn er 3 cm og sá sem ég skar niður er 5cm.

Mynd

Búinn að skera út og móta einn kubb

Mynd

Notaði bara stingsög til að skera út kubbana

Mynd

Hér er ég að nota hitabyssu til að móta plastið og fá svolítið hrjúft yfirborð.

Mynd

Byrjaður að setja fúu á

Mynd

Búinn að bera tvær umferðir af fúu á og ætla síðan að bera glært epoxy yfir þegar þetta er orðið vel þurrt

Ætli það endi ekki bara á að ég kaupi mér svona Tetra pond PFX5000 eða eitthvað svipað.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 18:52 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
Sjávar búr ?


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 19:07 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
nei


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 19:14 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
:o


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 20:02 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 20 Maí 2007, 09:21
Póstar: 1109
Bakgrunnurinn lítur vel út, ágætis handavinna þetta:) Ótrúlega skemmtilegt líka að þrífa frauðplastið upp :)


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 20:17 
Ótengd/ur

Skráður: 20 Sep 2006, 14:30
Póstar: 2123
Staðsetning: Kópavogur
Sem flísari þætti mér vænt um að fúa yrði fúga
en annars lítur þetta vel út

_________________
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 20:48 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 26 Feb 2008, 03:05
Póstar: 3631
Staðsetning: Í bóli Vargs
þetta er stórskemmtilegt verkefni. Það er flott að hafa "bakgrunn" líka á hliðunum. Ef þú ætlar að hafa diskusa þá róar það þá talsvert niður. Svo bara fá sér slatta af rummy nose, SAE, jafnvel nokkra ramirezi, congo tetrur, svart tetrur, corydoras sterbai/panda og Brochis splendens og fallegan plegga, rót/rætur, fullt af gróðri.... Fullkomið.

_________________
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 24 Jún 2009, 23:26 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 15 Sep 2006, 12:03
Póstar: 8633
Staðsetning: Mosfellsbær
helgihs skrifaði:
Ég hef meiri áhyggjur af því að búrið sjálft fari í sundur (veggirnir í búrinu) heldur en að grindin haldi ekki.


Hefur þú ekkert hugsað um að setja td álramma utan um búrið að ofan og neðan eins og er á búrinu hjá mér ?
Annars held ég að þetta sleppi ef límið er að fá góða viðloðun.

Þú færð svo hrós fyrir skemmtilegt föndur og fínan þráð.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill: fiskabur
PósturSent inn: 29 Jún 2009, 13:26 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Feb 2009, 18:52
Póstar: 636
Staðsetning: Reykjanesbæ
Vargur skrifaði:
helgihs skrifaði:
Ég hef meiri áhyggjur af því að búrið sjálft fari í sundur (veggirnir í búrinu) heldur en að grindin haldi ekki.


Hefur þú ekkert hugsað um að setja td álramma utan um búrið að ofan og neðan eins og er á búrinu hjá mér ?
Annars held ég að þetta sleppi ef límið er að fá góða viðloðun.

Þú færð svo hrós fyrir skemmtilegt föndur og fínan þráð.eg mundi personulega ekki þora öðru en hafa ramma uppi og niðri
hvað kostaði efnið i burið (i grindina og krossviðurinn)
væri nu gaman að skella ser i svona smiði.

hvernig gengur .væri gaman að sja meira af smiðinni hja þer.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 03 Júl 2009, 16:28 
Ótengd/ur

Skráður: 14 Okt 2007, 18:46
Póstar: 93
Ég fékk glerið í dag og setti það í. Það átti að koma síðasta þriðjudag en það brotnaði á leiðinni í bæinn :evil:

Vargur og Einval - Ég er búinn að styrkja búrið þannig að ég þarf ekki að setja álramma utan um :wink:

Ég þurfti tvær krossviðsplötur sem voru 150x300cm. efnið í grindina og krossviðurinn kostaði um 70 þús

13 túpur af bostic super fix fóru í búrið það sem komið er!

Ég keypti sand í Bm Vallá, 3x 40 kg og fór út á Geldingarnes og sótti slatta af steinum

Sandurinn kostaði 500kr pokinn :lol: smá munur á því og í gæludýrabúðum.

fleiri myndir!

Mynd

Þetta er dælan sem ég keypti FPX2000

Mynd

Tetra pond PFX-UV5000 Keypti dælu, tunnu og hitara í dýralíf uppá höfða.

Mynd

Kíttið

Mynd

Partur af bakgrunninum

Mynd

Glerið komið í og búið að kítta vel meðfram.

Mynd

Tunnan og smá pípulagnir til og fá henni. Það eru 4 stútar inn í búrið og einn út.

Mynd

Þarna er ég búinn að kítta glerið vel í og líma bakgrunninn á.
Síðan setti ég lista meðfram efri brúninni til að fela yfirborðið á vatninu.

Mynd

Ég keypti álplötur sem ég ætla að skera úr fyrir ljósum og mála svart.

Mynd

Inni í búrinu. Þarna sést í álplötuna og stút sem tengist í dæluna.

Mynd

Stútarnir frá hreynsitunnu

Mynd

Mynd

Að setja málningarlímband áður en ég kítta glerið að innan


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
 Titill:
PósturSent inn: 03 Júl 2009, 16:34 
Ótengd/ur

Skráður: 16 Mar 2008, 23:49
Póstar: 666
Staðsetning: Reykjavík
:yay:


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
Sýna pósta frá fyrri:  Raða eftir  
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 67 póstar ]  Fara á síðu: 1, 2, 3  Næstu

Allir tímar miða við UTC Ísland


Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur


Þú getur ekki sent inn nýja pósta á þessu spjallborði
Þú getur ekki svarað í umræðum á þessu spjallborði
Þú getur ekki breytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki eytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki sent inn viðhengi á þessu spjallborði

Leit að:
Fara á:  
cron
POWERED_BY