500 Lítra búr *Update 13.3

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :), ef þú borgar efnis kostnað og smá bjór laun er ég til hahaha :lol:
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

That can be aranged :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott hjá þér.

en....
CPX7000 og dælir hún 7110 L/h
Þú ert þá væntanlega með krana til að takmarka rennslið eitthvað ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er er ventill á dælunni sem er stillanlegur, sé til hvort það þurfi þess, ég ætla að gera annað yfirfall, verð þá með 2 yfirföll á búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

good job 8)
User avatar
brutus
Posts: 23
Joined: 12 Aug 2007, 23:13

Post by brutus »

Flott búr hjá þér. Alltaf gaman að skoða svona DIY.
Þessir stálrenningar sem þú settir á búrið, veita þeir einhverja styrkingu þar sem þeir eru bara límdir á? Svo var ég að pæla, renningarnir sem eru neðst á búrinu, ná þeir undir botninn á búrinu? Ef svo er, stendur þá búrið bara á þeim og botnplatan er á lofti? Vonandi skilst hvað ég er að meina :P
Hvernig festirðu stífuna sem kemur þvert yfir búrið?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :) já DIY er snilld :D

Já það er hellings hald í þessum renningum, eru 3cm inn á glerið og það er mikið hald í 3cm flöt af silikoni :), búrið myndi gliðna í sundur ánn þeirra en renningarnir við botninn koma ekki undir búrið þar sem það myndi enda illa þegar vatnið kæmi í búrið :D því eins og þú sagðir þá myndi botnplatan hanga í lausu lofti :P

Festi hana með því að bora lítið gat í gegnum ramman (og fræsaði fyrir skrúfu hausinn) og stífuna og setti síðan litla járn skrúfu með bolta í gegnum :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
brutus
Posts: 23
Joined: 12 Aug 2007, 23:13

Post by brutus »

OK. Þetta er alveg rosaflott hjá þér. Mig er bara farið að klæja í puttana að gera eitthvað svipað sjálfur. Hvað er þykkt glerið í stóra búrinu?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :D, já skil þig vel, þetta er búið að vera fáranlega skemmtilegt hingað komið og þetta á örugglega bara eftir að verða skemmtilegra þegar endan nálgast

það er 10mm gler í því og 8mm í sumpnum og 4mm í deili spjöldin

eitt sem hefur reynst mér mjög vel við að gera allt þetta er að teikna allt upp í google sketchUP http://www.sketchup.com/ þetta er algjör snilld ef maður er að dunda sér í DIY :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja þá fór sumpurinn og yfirfallið í smá test :), setti sumpinn inn í undirstöðuna og svona rétt kom slöngunum fyrir en ekki endanlega þó, bara svona til að fá virknina rétta úr þessu, dælan pumpar 7000L/h þannig að ég þurfti að minka flæðið á dælunni með T ventli síðan þarf að bæta við öðru yfirfalli svo að ég get haft gott flæði á keftinu :)

Búið að filla búrið aftur og sumpurinn og yfirfallið tilbúið í prufun
Image

Drip tray komið í og dælan í gangi
Image

Hérna er dælan
Image

og síðan yfir fallið in action :)
Image

Endilega koma með spurningar ef eitthvað er óljóst :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

félagi minn er með brunndælu sem dælir 12þ litrum á klt á sjávar búrinnu sinu.en hann er lika með 4-6" niðurfall.dælan kostaði 14þ og er með flot rofa á sér
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hehe það er sæmilega gott L/h :D, kanski of mikið fyrir ferskt vatn, hvað er hann með stórt búr ? áttu myndir af dæminu hans ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

720lt búr.reyni að skélla in myndum við tækifæri
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ókosturinn við þessi yfirföll er að þau afkasta ekkert sérstaklega miklu. Mig minnir að ég hafi verið með 2" rör í svona einusinni og það kannski slagaði í 700-1000 lítra á klst. Passaðu þig líka að vera ekki að hafa mikið meira flæði en eitt yfirfallið annar og hafa hitt sem backup í rauninni. Það getur nefnilega alltaf komið fyrir að það drepist fiskur og blokki yfirfallið eða laufblað eða einhver fjandinn og þá þarf eitthvað annað að geta tekið við. Þetta er ekki alveg jafn fool proof og gat í búrinu og fleira sem getur farið úrskeiðis :)

Mjög mikilvægt líka að vera viss um að sumpurinn geti tekið við öllu vatni ef rafmagn fer af.


Ok ég er hættur að nöldra, þetta lítur mjög vel út hjá þér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk allir :)

Já ég er einmitt búinn að vera spá í þessu með dauða fiskinn eða laufblöðin, spurning um að setja over flow box inn í búrið, með egg crate rist ofan á, setja þá 2 þannig í búrið hvað finnst þér um þá hugmynd ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta yrði þá einhvern veginn svona

Image
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta gengur, þyrftir í rauninni ekki að vera með tvö svona einusinni.. bara setja bæði yfirföllin þangað :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er rétt :D takk fyrir innleggið :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég fór í gær að spá í þessu með yfir föllin og hversu óörugg þau geta verið, þótt að overflow boxið bæti það um helling þá er ég samt ekki alveg nægilega ánægður með öryggið í þessu, þannig að mér datt í hug að setja saman búnað sem stöðvar dæluna ef eitthvað fer úrskeiðis og vatns hæðin í búrinu fer að rísa óeðlilega mikið (t.d. ef yfirfallið stíflast eða e-ð)

Image

Hannaði þá þessa einföldu segulliða stýringu sem vinnur með flot rofa
og stýringin mun vera einhvernvegin svona
Image

Það verður einhverskonar sírena eða bjalla á þessu til að láta vita af sér ef dælan stoppar

Endilega koma með comment um þetta :)
Last edited by Squinchy on 14 Aug 2008, 19:12, edited 1 time in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Er eitthvað sem þú getur ekki hannað? :shock:

Nú spyr ég eins og sauður, af hverju þarf að vera með svona "sump", er ekki nóg að vera með dælu sem dælir vatninu í hringi?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nei ég held nú bara ekki :), hef allaveganan ekki enn þá lent í því að vera alveg stop í að hanna hluti hehe :P

Það þarf ekkert að vera með sump sko það er líka alveg hægt að setja upp mega tunnu dælu eða nokkrar meðal stórar eins og ég gerði á 600L búrinu mínu en þegar sumpur er inni í myndinni eru möguleikarnir óendanlegir :) stefni á að gera sump fyrir 600L búrið líka

síðan er það svo langt um öflugra heldur en einhver tunnu dæla, síðan er líka bara svo gaman að búa til hlutina sjálfur ;) gerir hlutinn merkilegri í manns egin augum finnst mér :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Stephan hefur hér með verið rutt úr hásæti tjúllaðasta nörda spjallsins!
HÚRRA! HÚRRA! HÚRRA!!!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef trú á að Stephan verði með áhrifamikið comeback.

http://www.geocities.com/hin_lun_lee/machine.jpe
:shock:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

:shock:
holy shit!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hahaha rólegur víra flækja :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

en hvað á að fara í búrið þegar það verður ready?

og mig langar að gera eina tilraun í viðbót til að spurja að því hvar pictusinn minn (ex) er niðurkominn?.. :lol: hef spurt svona 10 sinnum og fæ aldrei svar! :-)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta mun verða frontosu búr :)
Hef nú ekki tekið eftir því :(, ég skipti honum út fyrir regular óskar sem breytist síðan tiger :lol:
Kv. Jökull
Dyralif.is
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Sýnist á öllu að þetta búr verði fullt af Cyphotilapia einsteini....... og M.johann(aðiþað):shock: :D :D :D
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þá fór ég í dag að versla það sem ég þarf til að gera dæluna öruggari

Fór í Reykjafell og náði mér í segulliða(relay) og síðan í danfoss til að kaupa flot rofa (putta)

Hérna sýni ég virknina á þessu apparati, (ljósaperan er dælan)
Image hérna hefur vatnið farið upp fyrir áættlaða vatns hæð búrsins
Image hérna er vatns hæðin venjuleg og allt virkar fínnt
Ef puttinn er "lokaður" þá er straumir á dælunni og hún dælir eins og venjulega en ef vatnið hækkar upp fyrir þá hæð sem ég vill að dælan stoppi, þá flytur rofinn upp með vatninu og puttinn "opnast" og með því lokar hann fyrir raf rásina
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sniðugt. Þú þarft þá bara að koma þessu haganlega fyrir í búrinu er það ekki.

Ps. Birkir á eftir að emja úr gleði þegar hann sér þetta. :)
Post Reply