DIY 3D Bakgrunnur

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

DIY 3D Bakgrunnur

Post by Squinchy »

Ákvað að prufa að gera minn fyrsta 3D bakgrunn

Efni sem var notað:
1. Frauðplast (Ég notaði vatns þolið FP en það má vera venjulega hvíta)
2. Silikon
3. Eitthvað verkfæri til að smyrja silikoninu á glerið
4. Hníf og haka
5. útimúr (sement)
6. pensil
7. asinton
8. Hanskar

Byrjaði á því að skera frauðplastið í rétta stærð svo það passi inn í búrið, síðan þreif ég búrið að innan með asinton (Gott að gera það úti það kemur alveg svakaleg uppgufun af þessu :lol:, síðan er silikonið borið á bakhlið búrsins og smurt jafnt út um alla bakhliðina og frauðplastið síðan smellt í, ég setti síðan bara sements pokan (25.kg) inn í búrið og þá ofan á frauðplastið svo að það myndi festast vel við glerið, síðan daginn eftir byrjaði ég á því að skera út, ég mæli með því að skera út áður en það er límt í búrið, það var ekkert of auðvelt að athafna sig inn í þessu litla búri (54L) :lol: en skiptir kanski engu með stór búr sem maður kemst alminilega að
Image
Síðan þegar því var lokið þá er allt ruslið hreinsað burt, ég notaði bara ryksugu við það :)
Image
Sementið síðan blandað
Image
Algjört möst að nota hanska, sement fer svo illa með hendurnar á manni
Síðan er þessu bara smurt á með höndunum :)
Image
Image
Image
Síðan þegar þetta er allt þakið þá er pensillinn notaður til þess að "Fínpússa" verkið með því að hafa hann smá rakan( dífa honum í vatn og hrista síðan af honum mest vatnið) og síðan bara sétta út allt sementið og síðan íta laust yfir allt svæðið
Sýni mynd:Image
Image
Síðan er aðal málið að leifa þessu að þorna hægt því ef þetta þornar hratt eru meiri líkur á sprungum, ég setti bara mata plast filmu yfir og gerði nokkur loft göt á hana því þetta þarf að geta þornað ;)
Image

Og svona lútur þetta út núna :)
Image
Image

Spurning um að mála þetta síðan með glæru epoxy ? :)

Hvað finnst ykkur um verkið ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er fínt hjá þér og skemmtilegt að hafa eitthvað öðruvísi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

nokkuð töff sko 8)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Frábært. :wink:
Sumir hafa einfaldlega þennan hæfileika.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

þú ert hreinn og beinn snillingur alveg til að eiga búr frá þér :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hverslags frauðplast er þetta og hvar fæst það, er ekki betra að vinna það heldur en þetta hvíta ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk thunderwolf ;), þetta er sérstakt frauðplast hannað til að þola vatn, það er mun þéttara, en hitt og gefur þarað leiðandi mun minna eftir (Er harðara), hvíta er ekkert síðra en þetta, það er meir að segja auðveldara að vinna með það, en það er ekki eins hart og þetta vatns þolna og þá þarf að vera meira sement með hvíta því þá þarf sementið að halda vatninu aftur

Plúsinn við þetta sem ég notaði er að það er hægt að gera mun fíngerðara mynstur í það heldur en hvíta
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

þú ert takmarkalaus snillingur

ferlega gaman og lærdómsríkt að fylgjast með þér í þessu stússi öllu.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk fyrir :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
bjarnih
Posts: 34
Joined: 21 Aug 2007, 12:12
Location: Akureyri

Post by bjarnih »

Þetta er spennandi!!! hvenær fer vatn í þetta búr og koma ekki öruglega myndir af því??
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég ætla að sýna þessu óvenjulega miklþolinmæði og mun setja vatnið í á mánudaginn næsta :) svona til þess að leifa þassu að þorna vel :)

Auðvita koma myndir :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
bjarnih
Posts: 34
Joined: 21 Aug 2007, 12:12
Location: Akureyri

Post by bjarnih »

ok ég dara bíð!!! :roll: ætlaru að hafa þetta grátt eða á eitthvað að lita steypuna áður en þú lakkar?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ætlar þú að setja sand/möl í botninn og þá hvernig á litinn?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég held að ég láti Þennan lit bara duga, þetta mun verða dekkra þegar það er komið vatn í búrið :)

Ég ætla að setja sand eins og er í búrinu hliðiná
Kv. Jökull
Dyralif.is
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

rosalegt töff , þetta kemur öruglega mjög skemmtilegt út. Veit þú hvað mikið vatnsplass þú "tapar" ? Bið' spennt eftir áframhald :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :), nei er ekki alveg viss hvað mikið vatns tap er í þessu :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það getur tekið mánuð þar til öll leiðindarefnin séu farin úr steypunni
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

epoxy 4tw
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já ég var að spá í Epoxy til að redda þessu

Ulli er Epocy 4tw glært ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Squinchy wrote:Já ég var að spá í Epoxy til að redda þessu

Ulli er Epocy 4tw glært ?
ég held að með 4tw hafi hann verið að meina For The Win
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þú meinar ;) hvar finnur maður svona glært Epoxy ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

mágur min er með epoxy gólflagninga fyrirtæki hér í kef.we gott the real stuff.ps normal epoxy er glært.og það sem við notum i sturtuklefanna og sollis er harðara en steipan sem þú smurðir á korkinn :lol:.
annars ef þú nennir ekki í kef þá er það bara múrbúðinn biddu um toop 4000
base og herði.ps þú blandar 1lt base 600g herði og hefur sirka 20-25 min til að vinna úr því.ef þú villt hafa það þikt þá þarftu lika að kaupa svokallað tix.en við blöndum því úti epoxyð þegar við erum að lakka.setur of mikkið úti og þú ert kominn með sparsl aka tixsparsl :lol:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei takk fyrir the info, kíki á þetta :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
bjarnih
Posts: 34
Joined: 21 Aug 2007, 12:12
Location: Akureyri

Post by bjarnih »

hvað er að frétta er ekkert komið í búrið?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég ákvað að gera svolítið annað sem mér fannst langt um sniðugra við þetta búr :) þannig að ég tók bakgrunnin úr :lol: :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hahaha.. þú ert :crazy: Hvað ertu nú að bralla?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvaða vitleisa er þetta ég er bara óákveðinn ;) :lol: hehe, það kemur í ljós :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

ulli wrote: toop 4000 base og herði
Hæ smá vanga veltur,
Er þetta efni Marine safe? Ég og kallinn höfum
verið að gera tilraunir með tveggja þátta Epoxy lakki frá múrbúðinni
sem er marine safe, heitir Epoxy 407.
Mér finnst það óttalegt sull :oops: er hnausþykkt og CRAZY glans á því,
var meira með þunnt lakk lag í huga en okkur reyndist svo erfitt að
finna efni sem væri marine safe (ekki hættulegt sjávarlífverum).

Við fyrstu vatns tilraun kom í ljós hjá okkur að það hefur líklegast verið
einhverjir helgi dagar því það var eins og vatn kæmist undir lakkið,
svo núna erum við að vinna í því að bera á það aftur, sjá svo til.

En sem sé aðalspurningarnar mínar til þín eru eftir farandi:
Er toop 4000 marine safe?
Verður það líka svona HEAVY gljáandi?
Er það hnausþykkt?

Image
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Sniðug hugmynd hjá þér Squinchy.
Það mætti líka forma plastið með þynni eða gasloga, en þá verður að gera þetta úti vegna eitraðra lofttegunda sem myndast.
Post Reply