að líma búr saman

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

að líma búr saman

Post by S.A.S. »

kvöldið

ég var að velta því fyrir mér hvernig þið sem hafið verið að smíða búr haldið bilinu á milli gleranna

ef ég ætla að ná að líma búrið í einni límingu hvað er besta leiðin. Ég er búin að búa til 2 lítil búr núna á mismunandi hátt í fyrsta skiptið kítta ég allt tók svo millileggin og lokaði því með kítti. En þá fóru glerin af stað það er að segja bilið á milli gleranna minnkaði í flestum tilfellum. í seinna skiptið kíttaði ég bara rétta á milli gleranna skildi milli leggin eftir leyfði því að þorna. þá tók ég milli leggin (sem þá skilja eftir sig göt í límingunni) og kíttaði allt endanlega sem kom nokkuð vel út. en einhvað hef ég heyrt að það sé lang best að kítta þetta allt í einu upp á þéttleika (það er að segja að slilicon binst ekki 100% við sílicon) eða er það kannski bara bull ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: að líma búr saman

Post by keli »

Ég hef venjulega notað eldspýtur, og teipað búrið saman með málningarteipi áður en ég kítta það.

Ég hef hliðarglerin utan á botnglerinu, þannig að bilið hefur haldist nokkuð vel og ekkert vesen.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply