Næring fyrir gerið í DIY co2

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Næring fyrir gerið í DIY co2

Post by jonsighvatsson »

Er einhver hérna með með hugmynd af hvað maður getur notað sem næringu fyrir gerið í diy flöskunni ? Þetta standard sykur ,ger sódi mundi ekki virka hjá víngerðarmönnum því gerið drepst úr næringarskorti fljótlega , því sykurinn er jú bara orka.

Eina sem ég hef lesið á netinu þá lét gæjinn eina matskeið af malt extracti... ekki egils heldur alvöru malti , því það inniheldur víst nóg af næringarefnum fyrir ger til að fjölga sér og viðhalda sér , meðan sykur átveislan stendur yfir.

Svona í þágu vísindanna lét ég smá fiskamat ofaní síðasta diy batch :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Næring fyrir gerið í DIY co2

Post by keli »

Gernæring væri frábær í þetta :) Ég nota hana alltaf þegar ég er að brugga bjór. Ég er ekki viss um að hún fáist hér á landi, en ég keypti hana í usa. Malt extract væri líka ágæt byrjun, en það fæst t.d. í apótekum. Það eru þó ýmis efni í gernæringu sem er ekki í malt extracti - þessvegna notar maður gernæringu þegar maður býr til bjór.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply