hvaða rugl er þetta verð ?

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

hvaða rugl er þetta verð ?

Post by S.A.S. »

ég var að fá tilboð í gler á búri sem er 150x60x60cm venjulegt flot gler 10mm, 12mm í botninn

117.000 kr er þetta í lagi ?
diskokongen
Posts: 42
Joined: 11 Jun 2010, 22:00
Location: rvk

Re: hvaða rugl er þetta verð ?

Post by diskokongen »

fyrir ca ári síðan borgaði ég rétt yfir 20.000kr fyrir 10mm gler í búr sem er 140x50x50 hjá samverk
og þá óslípaða kanta það munaði svakalega
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: hvaða rugl er þetta verð ?

Post by Squinchy »

Frá hverjum er þetta tilboð og er þetta bara glerið óunnið ?, eins og disko segir þá er t.s. slípun mjög dýr
Kv. Jökull
Dyralif.is
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: hvaða rugl er þetta verð ?

Post by S.A.S. »

þetta er verð frá glerskálanum slípað gler sammt.En mér er alveg sama ég er með verð frá glerborg (sem er ekki með eiginn vinnslu) í búr sem er 130x55x55 á 39.000 kr slípað gler reyndar með góðum afslætti
Last edited by S.A.S. on 31 Jul 2011, 14:25, edited 1 time in total.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: hvaða rugl er þetta verð ?

Post by Squinchy »

Ispan hafa alltaf reynst mér bestir í verðinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: hvaða rugl er þetta verð ?

Post by ulli »

Samverk á Hellu Voru ódýrastir á landinu þegar ég var á klakanum fyrir ári síðan.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: hvaða rugl er þetta verð ?

Post by keli »

Eins og hefur komið fram hérna þá er þetta verð líklega með fínslípun. Þú getur sparað þér smá pening með að láta bara slípa þá kanta sem sjást. Ef þetta stofubúr, sem þarf að líta flott út þá borgar sig að láta slípa þó það kosti óþolandi mikinn pening.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: hvaða rugl er þetta verð ?

Post by S.A.S. »

Já mig langar til að gera þetta almennilega, en ég er samt ekki til í að borga jafn mikið fyrir glerið og ég mundi borga fyrir tilbúið búr sömustærðar. ég held að það eigi að vera hægt að fá þetta á svona 50-60þ en 117þ er bara rugl
Post Reply