Desember föndur 535l.

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Desember föndur 535l.

Post by Monzi »

Sælir er búinn að vera spá í að smíða búr og er kominn með efnið í skápinn.

Málin á búrinu 148Lx62Hx62,6B. Var að spá að nota 12mm gler og reikna með 3mm svörtu kítti.

Allt unitið verður 150Lx132Hx64B sjón glerið verður 54cm og 8cm hattur.

Eftir að hafa verið að skoða þræðina hérna varð ég að henda þessu upp í SketchUp.

Image
Var að spá að setja 5cmx12mm gler renninga uppi og niðri til að styrjka búrið ( ráð vel þeginn ). Svo kemur 3cm plata undyr búrið og ofan á stoðinar. Ásamt plötu fyrir sumpinn inn í skápnum.

Image
Þetta er svona pælingin á heildar myndinni. Verð með 3hurðir.

Ætla að smíða eða kaupa sump fyrir þetta. Hef aldrei verið með sump en er buinn að vera skoða þetta svona aðeins. Vill bara hafa hann hljóðlátann. Málin sem ég var að spá í fyrir sumpinn eru 90x45x45. Svo var ég að spá í 3 filterhólfum. Ég verð með Amerikusikliður í búrinu svo öll ráð með filter efni og svona eru vel þeginn.

Ég er ekki alveg buinn að ákveða hvernig ég ætla að klæða skápinn. Er samt búinn fá nokkrar góðar hugmyndir héðan :)
Svo var ég að spá hvað er besta kíttið í þetta ?
Svo þarf maður nátturlega að lakka þetta allt að innan upp á uppgufun frá sumpinum, eitthverjar uppástungur á góðri rakavörn í það ?
Svo er það sumpurinn, en allavega öll ráð og athugasemdir vel þegnar. Svo væri ég til í að vita hversu hratt rensli ég ætti að hafa i gegnum sumpinn?
Er heldur ekki búinn að ákveða hvernig lokið verður :)

Endilega sendið mér góða linka og svona.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

Mæli með sírufría kíttinu sem fæst í múrbúðinni ,man ekki hvað það heitir.
talaðu bara við Hlyn (bróðir) hann vinnur upp á höfða ,hann veit hvaða kíti ég er að tala um.
Ég notaði það í rekkann hjá mér ,sjá rekkasmíði ellixx.

túpan er á einhvern 1300 kall.
fór með tæpar 5 túpur í öll búrinn hjá mér.

kveðja
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Post by Monzi »

Já maður skoðar þetta í múrbúðini. Var að spá að nota dælu sem er að dæla 9000l/klst, er það of mikið þá er vatnið að fara ca 18 sinnum í gegn á klst. Já og með yfirfallið, þyfti helst að hafa þetta allt innan í búrinu því ég ætla taka þetta beint í gegnum botninn og reyna svo að fela það. Því að þú getur séð inn í búrið hjá mér bæði að framan og aftan. Nú er bara málið að liggja yfir þessu á youtube :)
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

setur bara pvc kúluloka á lögnina sem fer í búrið ,þá geturðu haft stjórn á vatnsflæðinu upp í búrið.
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Post by Monzi »

á maður að miða við að renslið gegum búrið sé svoa 5-10 sinum á klst ?
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég myndi bara prufa að hafa hana á fullum afköstum en hafa lokan til minnka kraftinn ef þess þarf, ég er með 10 sinnum í gegnum 340 lítra búr hjá mér og myndi ekki vilja hafa það minna.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Post by Monzi »

Já prufa það ætti að sleppa meðan það fer ekki allt á fleygi ferð í búrinu :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta yfirfall virkar líka þótt það sé tekið í gegn um botninn
Kv. Jökull
Dyralif.is
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Post by Monzi »

já ég var bara að spá hvernig væri best að gera það ? þarf maður þá ekki 3 göt eða ? og er ekki bara hægt að nota 35mm pvc eða einhvað ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þá værir þú að bora 4 göt í botninn, eða ég myndi allavegana gera það, 3 fyrir yfirfallið og 1 fyrir return, 35mm ætti að vera höndla um 7500L/h(ánn þess að hin 2 rörin fari í notkun), þannig að ef þú ert að nota kúlu loka á return dæluna þá ættir þú að vera í mjög góðum og Silent málum :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Post by Monzi »

já ég þarf nefnilega að hafa þessi 4 göt við 62cm hliðina því að það er eina hliðini sem verður upp að vegg... Er svona að spá hvernig væri best að gera þetta... En eitt annað sem ég skil ekki alveg afhvjeru ég þarf að hafa þessi 3 afföll ? meina myndi ekki vera nóg að vera bara með 2 ? Gæti jafnvel verið með 1 stk 50mm gat á botninum og latið þessi 2x 35mm tengjast inn á það + 1 return gat.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Stendur hérna afhverju það eru 3 göt http://www.beananimal.com/projects/sile ... ystem.aspx
Kv. Jökull
Dyralif.is
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Post by Monzi »

Takk góður linkur
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: Desember föndur 535l.

Post by Monzi »

Er eitthvað að því að taka gegnum inntakið svona ?
Image
þetta er semsagt 90mm rör með 4x35mm inn í. 90mm rörið er 95mm frá hvorri brún. Svo var ég að spa að gera bara yfir fall utan á þetta og loka á milli rörana svo ekkert vatn fari niður. Svo var ég að spá að taka loftið í gegnum þetta 90mm líka. Svo ætlaði ég bara fela þetta eins og ég get í búrinu með mosa og einhverjum plöntum. Var bara að spá hvort þetta væri safe og svona. Já ég ætlaði mér að nota BeanAnimals yfirfallið. Athugasemdir vel þegnar, er búinn að vera spá soldið í þessu. Held að það sé betra að bora 1 stórt heldur en 4 lítil... ATH ég á eftir að ákveða hvernig þetta verður eftir að rörin eru kominn upp svo þetta er bara hálfnað.
Post Reply