Enn einn rekkinn

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Enn einn rekkinn

Post by Andri Pogo »

Er að setja saman rekka til að hafa inní hobbýherberginu mínu.
Rekkinn er fyrir tvö tvískipt búr, samtals um 340L.

Hérna eru nokkrar myndir af því sem komið er:

2x 170L búr, ætla ekki að nota boruðu götin, þarf að loka þeim:
Image

Efnið klárt
Image

Verið að setja saman rammana:
Image

Notaði 2cm spónarplötur undir búrin, full þykkt en átti þetta við hendina:
Image

Image

Image

Samsettur, lét þó eftir þetta stálvinkla undir rammana til öryggis:
Image

Málaður:
Image

Gerði 16cm bil fyrir ofan hvort búr til að vinna í því.
Ljósin skrúfast svo upp í botninn á næstu plötu fyrir ofan búrin.
Á eftir að redda þunnu frauðplasti til að setja milli búrs og spónarplötu, plöturnar eru smá óslétta. Var búinn að skera út þykkan pappa en gruna að það sé ekki nógu gott á milli. (sést á næstneðstu myndinni)
Gólfið í herberginu er mjög óslétt, á eftir að prófa tvo staði sem koma til greina fyrir rekkann og sjá hvor flöturinn er sléttari, annars lét ég litla plast-stuðtappa undir rekkann og get stillt hæðina á rekkanum aðeins ef gólfið er skakkt.

Á svo eftir á ákveða hvort ég klæði rekkann eða ekki, býst ekkert sérstaklega við því en ætla að sjá hvernig þetta kemur út þegar búrin og ljós eru komin í.

Meira seinna.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Verið að máta rekkann á fyrri staðnum:

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Post by ellixx »

Se ad thu hefur valid gagnvarid ens og eg :)
thetta litur mjog vel ut .a ad tengja eitthvad saman? Eda bara ein hreinsidaela i hvert bur.
kvedja
ellixx ,skrifad a sima sem hefur ekki islenska stafi. :roll:
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nei bara ein dæla í hverju búri, ekki alveg búinn að ákveða hvernig dælur ég mun nota, jafnvel pæling hvort maður ætti að nota loftdæluknúin filterbox... kannski of lítið.
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

:góður:

hlakka til að velja innihaldið í búrin :mrgreen: hoho
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Vel gert :), mæli með Hang on back dælum, lang bestu dælurnar og auðvelt að þrífa
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Inga Þóran wrote::góður:

hlakka til að velja innihaldið í búrin :mrgreen: hoho
Eins gott að þú fáir að ráðskast eitthvað með þetta! :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Leist ekki alveg nógu vel á fyrri staðinn svo ég færði það á hinn staðinn sem kom til greina, gólfið þar er mun betra en þurfti þó að stilla hæðina aðeins til að ná þessu nokkuð beinu.
Búrin verður s.s. þarna:
Image

Fór í Flúrlampa í dag og fékk ljós yfir búrin sem ég tengdi áðan.
Þá er bara næst á dagskrá að loka götunum á bakhliðunum, mála bakhliðarnar og skella svo vatni í búrin :mrgreen:
Á reyndar eftir að velja dælubúnað.

Hvernig ætli sé best að loka svona boruðu gati?
Kítta glerbút yfir gatið eða nota einhverskonar pípulagningarefni til að loka því? Fékk með búrunum svona gegnumtök en þau eru auðvitað opin í gegn. Ætli það sé til eitthvað álíka til að loka fyrir?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Korktappi? :mrgreen:


Þetta lítur mjög vel út hjá þér.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi bara nota glerbút til að loka götunum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Glerbútur er held ég sterkur leikur, en þú gætir sett tappa á gegnumtökin líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ég á til sílikon þannig að glerbútar væru eflaust fínir, kannski ekki sérlega snyrtilegt en það skiptir svosem ekki öllu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Skar niður glerbúta og límdi fyrir götin, sést aðeins í það á myndinni.
Málaði bakglerið blátt og þá var þetta bara nokkuð ready:
Image

Er bara kominn með 2 efri búrin í notkun, illa farin Texas kerla í öðru og um 30 Black belt seiði í hinu.
Ætlaði að bæta við fiskum í neðri búrin í dag fyrir ljósmyndakeppnisverðlaunin mín :mrgreen: en Hobbýherbergið hafði þá lokað snemma :?
Hafði það þó ekki svo slæmt því einhver annar var að reyna að komast inn sem hafði gert sér ferð úr Keflavík.

Texas kerlan:
Image

Black belt seiði:
Image

Efast um að ég klæði rekkann, þetta er ágætt bara enda inní hobbýherbergi hjá mér, set í mesta lagi glerplötur yfir búrin til að minnka uppgufun og stoppa vatn sem frussast upp útaf loftdælunum.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply