Seiðadauði

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Seiðadauði

Post by Vinni »

Góðan dag
Mig langaði að vita hvort það sé eðlilegt að Gúbbyseiðin mín einfaldlega bara drepist og ég sé nær aldrei dauðu seiðin? Svo er ég einnig með ancistrur 4 stórar og fékk ca 20 seiði sem virðast einnig vera að birja að tína tölu loksins þegar þau eru orðin ca 1 cm, hafið þið einhver ráð handa mér? Er bara með Gúbby 9 stóra (1 hrigna að kveðja) og svo Ancistrurnar.

Ég er með ca 90 l. búr og hef verið að skipta um ca 30 til 40% á 10 til 15 daga fresti (2 dagar til eða frá).
Er að fara í vatnaskipti í þessum skrifuðu orðum.

Með von um að einhver hafi góð ráð handa mér.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Seiðadauði

Post by Sibbi »

Það er kanski ekki miklar líkur á að þú sjáir dauðu seiðin, "ryksugurnar" er snöggar að hreinsa þau upp,
Ég mæli með að þú hafir þessi vatnaskipti örar, td. einu sinni í viku, passir upp á að nýja vatnið sé í sama hitastigi og það sem í búrunu er.

Ertu með fl. fiska í búrinu?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Seiðadauði

Post by Vinni »

Nei þetta eru einu fiskarnir hjá mér. Vatnið hefur alltaf verið við sama hitastig held að það hafi bara einusinni verið heil gráða sem skeikaði.
En takk fyrir þetta skipti örar héreftir og filgist með framvindu mála.
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Seiðadauði

Post by Frikki21 »

Ertu með stóru gúbbý fiskana með seiðunum í búri ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Seiðadauði

Post by Vinni »

já þeir eru allir saman. Seiðin eru orðin nógu stór til þess að vera ekki étin af hinum held ég. Ég hef ekki átt annað búr til að setja seiðin í og það komu ca 30 úr felum og er þetta úr ca 4 til 5 gotum.
Post Reply