Mitt Guppy búr.

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Þá er ég að reyna aftur við guppy, er með 7 stk í 54 L búri í eldhúsinu hjá mér til að auðvelda mér vatnaskipti, en þó aðeins tímabundið :) Planið er að setja guppy, sverðdragara eða platty í 220 L búrið og gommu af gróðri þar. Jafnvel góða torfu af Neon eða Cardinála með. (Þegar kribbarnir eru allir seldir þaðan þar að segja)
Er með 2 KK og 5 KVK sem ég fékk hjá Vargnum :) KK eru gráir með dökkfjóluláan og appelsínugulan sporð, 3 appelsínugular KVK, 1 grá með svartfjólubláan sporð og 1 grá með svartan og gulan stóran sporð. Er að vonast til að halda lífi í þeim núna :wink: Allar kvk eru seiðafullar og ég hlakka mjög til að fá seiði, enda er það svo skemmtilegt. Set eina heildarmynd af búrinu svona til gamans.

Image
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Korbui
Posts: 22
Joined: 15 Dec 2011, 13:39

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Korbui »

Næs, :) lítur vel út hjá þér! Ég byrjaði einmitt með 6 guppy-a og 3 platy en því miður eru bara 2 & 1 eftir núna.

Ég er samt að vona að Platyinn hafi orðið seiðfullur áður en kallinn dó.... og svo er ég með nokkur Guppy seiði sem eru að verða 3ja vikna. Bíð einmitt spenntur eftir að þeir vaxi.

Mér persónulega fannst galli við Neon fiskana að þeir í búðinni sögðu mér að þeir fjölgi sér ekkert hjá manni, ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynd miðað við hve mikið hefur dáið hjá mér nú þegar...
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Takk. Það er alveg hægt að fjölga neon-tetrum sjálfur, en það er erfitt, vinna og vesen við það, ég persónulega er ekki að fara reyna gera það enda eru þetta fallegir fiskar sem gefa fallegan svip á heildarútlit búrsins, og það er það sem ég er að leitast eftir. Eina sem ég hef áhyggjur af er að þær éti kannski seiðin sem koma hjá mér, annars get ég sett þær í 450 L.
Annars eru guppyarnir allir enn á lífi, éta vel en mér sýnist samt ein kerlan vera með hvítblettaveiki, en kannski hefur búrið ekki náð að cycla sig nóg? En ég salta þá í búrið og hækka aðeins hitann og vona það besta :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

2 búnar að gjóta, reyndar í búrið bara svo eitthver hellingur var étinn.. þær hoppa alltaf úr gotbúrinu en ég naði að fiska upp 12 stk af seiðum :) Svo eru eitthver í búrinu sjálfu enþá, en ég nenni ekki að eltast meir við þau ;)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Frikki21 »

Gætir sett plast filmu eins og margir eru með í eldhúsinu hjá sér og lokað búrinu þannig og stungið lítil göt á það ? bara hugmynd. :D
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Já, það er sniðugt! Það fylgdi eitthverntíman lok með þessu, en það er greinilega týnt. Takk fyrir ráðið :) Geri það næst þegar eitthver fer að koma á tíma :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Elma »

ef þú att java mosa þa er sniðugt að setja sma af honum í gotbúrið.
þær hoppa þa síður upp ur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Á engan javamosa, en ætla að reyna verða mér útum smá klípu :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Jæja, þá eru guppyarnir fluttir yfir í 220 L eftir brösuglega byrjun, þeir voru með orma en með lyfjum þá hurfu þeir fljótlega. En þó drápust 2x stk af 7. Svo eru fullt af seiðum í 54 L búrinu í uppeldi þar. Verður gaman að sjá hvernig þau koma út.

Svo varð ég vör við auka kvikindi í 220 L búrinu, sem að öllum líkindum hafa borist með gróðri í búrið. En það er amk 1 grænleit-glær rækja á vappinu í búrinu, sem er auðvitað bara gaman að því ef hún lifir eitthvað áfram en svo miður skemmtileg, eða trompet sniglar virðast vera fjölga sér með miklum hraða, eitthvað sem er ekki í hinum búrunum.
Með hverju mæla menn gegn því í 220 L sem hentar með Guppy ? Kuhli álar? bótíum?

Svo langar mig svolítið í Fiðrildasíklíður, henta þær með guppy?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Vargur »

Kuhli álar ná að halda Trompet sniglunum niðri en vinna ekki alveg á þeim.
Bótíur í friðsamari kantinum eða Assassin sniglar eru líklegri til að vinna á kvikindunum.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Hvaða bótíur eru friðsamar og henta í búrið mitt? Étur hún þá ekki eplasnigilinn? Eru þetta ekki hópfiskar í þokkabót ef að minnið sé ekki að svíkja mig? Get svo sem alveg fært eplasnigilinn annað hvort í seiðabúrið eða 450 L.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Frikki21 »

Hvaða lyf notaðiru gegn sýkingunni sem þú fékkst ?
Og síðan máttu endilega koma með myndir af búrunum aftur ef þú nennir ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Lyfið heitir Levamisole, fékk það hjá Vargnum. Annars var þetta ekki sýking heldur snýkjudýr, s.s. rauðir ormar úr endaþarmi :)

Skal smella myndum um leið og snúran finnst! :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Image

220 L búrið með 5 stk guppy, 1 eplasnigli og 1 rækja var þarna um daginn á vappinu.

Image

54 L seiðauppeldi.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Frikki21 »

Nóg pláss fyrir gúbbana hjá þér í 220 lítra búrinu!
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

haha, já, það er ansi tómlegt með 5x guppy, en það fer að lagast, seiðin í uppeldinu eru sumhver orðin nógu stór til að fara í það og ég þarf að finna mér eitthverja rólega og fallega fiska með.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Korbui
Posts: 22
Joined: 15 Dec 2011, 13:39

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Korbui »

Dittó á þessar spurningar :)
Agnes Helga wrote:Hvaða bótíur eru friðsamar og henta í búrið mitt? Étur hún þá ekki eplasnigilinn? Eru þetta ekki hópfiskar í þokkabót ef að minnið sé ekki að svíkja mig? Get svo sem alveg fært eplasnigilinn annað hvort í seiðabúrið eða 450 L.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Vargur »

Trúðabótiur, Histrionica, yoyo og striata eru td ágætis kostur.
Bótíur eru skemmtilegastar nokkrar í hóp en ég hef oft haft þær stakar og án þess að það virðist angra þær eitthvað.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Já, ég skoða þessar bótíur.

Fékk ca 30-35 stk af seiðum undan ljósgulri kerlu með appelsínugulan sporð og færði í uppeldið ásamt að setja 7 stk. af vel stálpuðum seiðum í 220 l í dag. Líklega undan grárri kvk með stóran og fallegan sporð sem var svartur og gulur.

Veit ekki enþá hvað ég á að setja með þeim í búrið, hvort það eigi að vera bara guppy eða hvort ég eigi að setja eitthvern torfufisk, t.d. cardinála eða neon?, Passar kannski par af fiðrildasíklíðum með þeim?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Korbui
Posts: 22
Joined: 15 Dec 2011, 13:39

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Korbui »

Snilld takk fyrir þetta svar... stefni á að kíkja á Hobby herbergið fljótlega :)
Vargur wrote:Trúðabótiur, Histrionica, yoyo og striata eru td ágætis kostur.
Bótíur eru skemmtilegastar nokkrar í hóp en ég hef oft haft þær stakar og án þess að það virðist angra þær eitthvað.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Er voða svekkt, flotta svarta og fjólubláa kerlan mín drapst í nótt við got held ég, en á svo sem helling af seiðum undan henni svo ég vona ég fái eitthverja svipaða.. Svekkjandi.. Voru komin nokkur en öll dauð væntanlega vegna eitrunar frá kerlingunni..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Elma »

leiðinlegt þetta, Agnes.
En vonandi stoppar þetta þig ekki í gotfiskunum :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Nei, alls ekki. Á fullt af seiðum undan henni sem verða vonandi lík henni, eru amk með dökka sporða. Er með fullt af seiðum í uppeldi í 54 L og fullt af stálpuðum sem eru komin í búrið með fullorðnu, örugglega svona 40 stk, á eftir að grisja aftur í þeim hópi reyndar. Er enþá líka með karlinn og 2 kvk eftir :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Guppy búrið mitt er orðið aðeins fjölbreyttara, eitt par af Apistogramma Borelli Opal (Dvergsíklíður) og 9 stk af cardinálum er búið að bætast í búrið. Lenti reyndar í þeim leiðindum að fyrsti karlinn drapst bara strax en veit hreinlega ekki hvers vegna, kannski óheppin með eintak líklega, en fékk nýjan hjá Hlyn og frú enda frábær þjónustan í Hobbyherberginu. Sá nýji lítur mun betur út en sá gamli svo ég er mjög sátt með hann :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Eitthvað fór ormasýkingin seinni illa í borellii karlinn svo hann hafði það ekki af, lyfja aftur á laugardaginn seinni skammtinn og vonandi verð ég laus við þessa óværu.

Annars er ég búin að sækja mér svartan fínan sand í fjöruna við Vík svo ég fer í það á næstu dögum að skipta um sand, hafði hugsað mér að geyma þá guppyana alla í 54 L á meðan ég geri það. Hlakka til að breyta aðeins til :) Langar að prufa svona fínan sand, hef ekki verið með þannig áður.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Image

Búrið er orðið svona núna, mjög sátt með breytinguna.

Annars kíkti ég í hobbýherbergið og fékk hjá Vargnum líka þessar fínu guppý kerlingar, 5 stk, og 3 stk af turkis körlum. Svo 2 stk af KK fóru í stóra búrið en ég setti 5 kvk og 1 kk í 56 L eldhúsbúrið mitt :) Það verður spennandi að sjá hvað kemur þaðan, en 4 eru ljósar með gulleitt í sporðinum og ein með appelsínugult/rauðleitt í sporðinum.

Bætti einni 8 stk af cardinálum í 220 L svo þar eru núna 16 stk. þar :)

Búrið er að mjakast í þá átt sem ég vill hafa það, vantar bara meiri gróður og jafnvel CO2 kerfi á það :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Sibbi »

Svakalega flottir þessir turkis Gubby_ar hjá Varginum.
Er þetta þörungur á framglerinu hjá þér? eða eitthvað í vatninu?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Þeir eru æði turkis gubbarnir hjá honum, hefði verið til í að fá þá alla sem voru eftir :P haha :)

En já, það er eitthvað af leiðindar hörðum grænum þörungi á framglerinu, það er svalahurð beint á móti búrinu og ég á eftir að setja gardínu þar og því skín sólin smá á það. :) Þyrfti að drífa mig í að setja eitthvað fyrir svalahurðar gluggann :P Hef verið að reyna skafa hann bara burtu með stálull en það er svo sem engin lausn ef það skín sól á búrið :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Sibbi »

Einmitt, flottir skrattar hjá karlinum.
Það skín einmitt sól megnið af deginum á 530 lítra búrið í stofunni hjá mér ef það er frádregnar gardínur,,,, reini að draga ekki frá ef sólin er mikil fyrr en ég kveiki ljósin.
Mér finnst best að nota rúðusköfu,ca. 12-14 cm breyð, Fást á "kúk og kanel" í Verkfæralagernum og fl. stöðum, og strýk stundum yfir á eftir með stálullinni.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Virkar hún vel á harða græna þörunginn? Hvernig er blaðið í henni?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply