Page 1 of 1

Byrjanda fiskur?

Posted: 16 Oct 2009, 12:20
by Karen98
Hææj
mig langar rosa mikið að fá svona stóra og flotta fiska
af því ég er orðin doltið leið á því að eiga bara svona litla fiska
Hvaða stór fiskur er góður fyrir byrjendur?

Posted: 16 Oct 2009, 13:04
by Fiskurinn
Hvernig ál! Það er til ógrynni af tegundum af álum 8)

Posted: 16 Oct 2009, 13:08
by Jakob
Flestar tegundir ála þurfa stórt búr. 200L og upp í 700L. Svo eru til Polypterus sem að geta verið í 200L búri/verða 20-25cm.
Ropefish getur verið í 300L búri verður 40cm+.

Ef að þú ert með búr minna en 100L þá mundi ég mæla með Kuhli álum, reyndar eru þetta ekki álar heldur bótíur (loach). Þeir eru litlir og frekar gaman að horfa á þá synda um búr, þeir eiga það samt til að grafa sig ofan í sandinn en það gerir þeim ekki neitt til. verða 8cm, þú gætir verið með 3 í 60L búri.

Ef að þú vilt alvöru ála eru þetta flest stórir fiskar sem að éta engöngu kjötmeti.
Vona að þetta hafi hjálpað.

Posted: 16 Oct 2009, 13:34
by Guðjón B
Síkliðan wrote: þú gætir verið með 3 í 60L búri.
þeim líður best fleiri saman

Posted: 16 Oct 2009, 13:36
by Karen98
Hvað borða svona litlir álar?

Posted: 16 Oct 2009, 13:37
by Guðjón B
kuhli álar borða snigla og fiskamat

Posted: 16 Oct 2009, 13:39
by Karen98
ok Takk fyrir allt en það eru nokkrar spurningar enn
Meiga þeir samt borða kjöt og borða þeir alla snigla og á allt búrið að vera vatn? og er til aðeins stærri tegund sem borðar kjöt sem þarf ekki rosa stórt búr ??

Posted: 16 Oct 2009, 13:42
by Guðjón B
ég er enginn sér ræðingur um kuhli ála en þú getur farðið inná "Greinar og fræðsla" og þar er smá grein umm þessa fiska ;)

Posted: 16 Oct 2009, 13:48
by Andri Pogo
ef þú ert að tala um kuhli álana, þá geta þeir eflaust kroppað í kjötmeti (rækjur, fiskflök, humar, nautahjarta og fl...) en þetta eru svo rosalega litlir fiskar að þeir éta ekki mikið.
Þeir geta eflaust étið smásnigla en varla eplasnigla og stærri snigla þar sem þeir eru svo svakalega litlir og mjóir.
ég myndi nú ekki tala um hann sem ál, en búrið á bara að vera með vatni já, þeir skríða ekki á land.

Image

Posted: 16 Oct 2009, 13:53
by Guðjón B
þetta eru uppáhalds fiskarnir mínir :)

Posted: 16 Oct 2009, 13:54
by Karen98
Takk fyrir allar upplýsingarnar ég ætla örugglega að fá mér nokkra svona

er rosa spennt yfir þessu öllu
en vitið þið nokkuð hvar er hægt að fá svona?

Posted: 16 Oct 2009, 13:57
by Guðjón B
helst ekki færri en 4-5 ;)

Posted: 16 Oct 2009, 14:16
by Jakob
Þeir eru til í dýraríkinu grensás minnir mig, dýragarðurinn fær sendingu bráðum og gæti alveg verið að þeir taki þá inn.

GuðjónB. Frekar óþarfa innlegg hjá þér síðustu tvö.

Posted: 16 Oct 2009, 15:01
by guns
Síkliðan wrote:Þeir eru til í dýraríkinu grensás minnir mig, dýragarðurinn fær sendingu bráðum og gæti alveg verið að þeir taki þá inn.

GuðjónB. Frekar óþarfa innlegg hjá þér síðustu tvö.
Þú ert sérfræðingurinn í þeim efnum.

Posted: 16 Oct 2009, 20:23
by Hrafnhildur
mér finnst nú seinna innleggið hjá guðjóni alls enginn óþarfi. Þarna er hann að benda á að það sé betra að hafa 4-5 saman. Kannski frekar óþarfa comment hjá þér síkliðan

Posted: 16 Oct 2009, 20:38
by Jakob
guns wrote:
Síkliðan wrote:Þeir eru til í dýraríkinu grensás minnir mig, dýragarðurinn fær sendingu bráðum og gæti alveg verið að þeir taki þá inn.

GuðjónB. Frekar óþarfa innlegg hjá þér síðustu tvö.
Þú ert sérfræðingurinn í þeim efnum.
Alltaf sama anskotans kurteisi í þér.

fyrr innleggið er óþarfi, það seinna líka vegna þess að hann var búinn að nefna það áður.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta innlegg sem er hér er líka óþarfi, nenni bara ekki að láta vaða yfir mig eins og einhvern aula.

Posted: 16 Oct 2009, 21:41
by Hrafnhildur
finnst þér kurteisi að segja andskotans? mér finnst það ekki, kannski ættir þú aðeins að hugsa hvernig þú vilt að aðrir komi framm við þig og haga þér samkvæmt því á móti.
Ef þú skoðar póstana frá guðjóni þá myndi þú sjá að hann var ekki búinn að minnast á fjölda, bara að það væri betra að hafa þá marga saman. :)

Posted: 16 Oct 2009, 22:15
by Jakob
það er nú reyndar rétt hjá þér, mislas þarna eitthvað. Bið hann því afsökunar á því.

Posted: 16 Oct 2009, 23:18
by Guðjón B
ég ætla að biðja þig um að hætta bara að commenta póstana mína :wink:

Posted: 17 Oct 2009, 00:18
by henry
Hvaða dramatík er þetta hjá ykkur Guðjón og Síkliða? Þetta er eins og fyrrverandi par sé á spjallborðinu, sífelld skot og leiðindi. Reynið að leiða hvor annan hjá ykkur, og múva on. Það er nóg af fiskum í sjónum.

<embed src="http://www.youtube.com/v/NHOf3s70w-c&hl=en&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>

Posted: 02 Mar 2010, 23:20
by Ragnarb94
Hrafnhildur wrote:mér finnst nú seinna innleggið hjá guðjóni alls enginn óþarfi. Þarna er hann að benda á að það sé betra að hafa 4-5 saman. Kannski frekar óþarfa comment hjá þér síkliðan
já hann er vanur því

Posted: 02 Mar 2010, 23:22
by keli
Ragnarb94 wrote:
Hrafnhildur wrote:mér finnst nú seinna innleggið hjá guðjóni alls enginn óþarfi. Þarna er hann að benda á að það sé betra að hafa 4-5 saman. Kannski frekar óþarfa comment hjá þér síkliðan
já hann er vanur því
Nú er komið nóg af þessu Ragnar (Ragna?). Hættu að vekja upp gamla pósta, undir eins.