Ferskvatnsskatan mín

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það styttist óðum í að ég sé orðinn sáttur með þetta búr sem stofustáss, hver fiskurinn öðrum flottari.. Arowana, discusar og skötur... Og svo trúðabótíur "for comic relief" :)

Konan er allavega mjög ánægð með þetta búr.


Ég smelli af yfirlitsmynd á morgun og svo af skötunum. Þær eru strax farnar að bæta aðeins á sig þyngd.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvaða hitastig er/verður í búrinu ? Hvernig þola sköturnar háan hita ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Hvaða hitastig er/verður í búrinu ? Hvernig þola sköturnar háan hita ?
Hitastigið er/verður 25-26 - sköturnar eru víst góðar í því og discusarnir kvarta ekki heldur :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Karlinn er búinn að bæta slatta á beinin.. Kerlingin líka, en það er erfiðara að ná mynd af henni.

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Magnað kvikindi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

3 myndir í viðbót og svo lofa ég að ég skal ekki pósta fleirum alveg strax :)

Image



Image

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Slef flottar.
Ertu búinn að spá eitthvað í hvort þú skiptir út mölinni fyrir sand ?
Persónulega finnst mér hrikalega flott að sjá þær í sandi.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

er ekki aðalákvörðunartakan hjá skötufólkinu hvort þeir séu með sand eða bara bare-bottom
-Andri
695-4495

Image
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Blessaður vertu ekkert að hætta að pósta myndum.
Gaman að sjá þessa fiska.

Já sandur er eflaust málið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þær eru ekki í neinum vandræðum með það að grafa sig í þetta eins og þetta er, þannig að ég er á báðum áttum hvort ég nenni að standa í því að setja sand... Kannski hef ég bara svæði í búrinu þar sem er bara sandur, og rest eins og þetta er, með mölinni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

keli wrote:Þær eru ekki í neinum vandræðum með það að grafa sig í þetta eins og þetta er, þannig að ég er á báðum áttum hvort ég nenni að standa í því að setja sand... Kannski hef ég bara svæði í búrinu þar sem er bara sandur, og rest eins og þetta er, með mölinni.

Nákvæmlega hefur bara 1/3 fínan sand, alltílagi að fá fleiri myndir af dýrðinni :P
Ace Ventura Islandicus
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, ég nennti ekki að hlusta á tuð í fólki (ykkur!) yfir fínum sandi lengur þannig að ég dreif í því að láta fínan sand í um 1/4 af búrinu

Image

Fékk 50kg poka í poulsen.. notaði um 10kg. Vantar einhverjum fínan sand? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég ætla að skipta um möl hjá mér fljótlega og er að spá í svona hvítu.
Tala við þið þegar kemur að því.
Ellig
Posts: 99
Joined: 10 Feb 2008, 17:06
Location: Breiðholtið:D

Post by Ellig »

vá hvað þetta eru flottir fiskar hjá þér:D til hamingju með þetta
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Mig vantar meiri sand í búrið mitt samt engin 40kg það væri fínt að geta fengið einhver 10-20kg hjá þér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

smá æsingur á matartímum...
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

sköturnar eru búnar að vera að haga sér ansi undarlega síðustu 2 sólarhringana og er ég orðinn frekar stressaður að þær séu að fara að gefa upp öndina... Vatnsgæði eru mjög góð, um 15 ppm nítrat og ph um 7.8 - sem á að vera í fínu lagi á meðan það er stabílt (sem það er). Ég er búinn að salta vatnið og hækka hitann en það hefur ekki haft nein áhrif svo ég sjái.

Discusarnir í búrinu eru í fínum fílíng þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað er að ske... Ef einhver hefur gáfulegar hugmyndir þá er honum velkomið að skjóta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvernig eru þær að haga sér ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ekki það að ég gæti haft nokkra hugmynd um hvað gæti verið að þeim en hvernig undarlega eru þær að hegða sér?
Það væri ömurlegt ef þær dræpust :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þær synda útum allt og klessa á hluti. Svo virðast þær einhvernvegin vera pirraðar og taka kippi, eins og það sé eitthvað á þeim en það sést ekkert.. Svo beygla þær (sérstaklega kerlingin) stundum uppá sig og haldur þeirri stellingu í smástund...

Ég var að gefa þeim að éta og þær virðast éta ágætlega, en það virðist samt eitthvað vera að bögga þær.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

chekka kopar!kopar = kriptonite á skötur og hákarla.allavega með saltvatns skötur og Hkarla
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ulli wrote:chekka kopar!kopar = kriptonite á skötur og hákarla.allavega með saltvatns skötur og Hkarla
Ah - góð hugmynd! Ætli það sé til einhverskonar kopar testkit? Ég veit ekki til þess að ég sé með neitt úr kopar í búrinu, ég held að það sé meiraðsegja ekkert úr málmi úr búrinu nema hitarinn og dælurnar... Líklega hægt að treysta á að það sé ekki kopar í því.


Sköturnar eru by the way enn lifandi en mér finnst þær vera eitthvað furðulegar ennþá - skoða það betur þegar ljósið kviknar hjá þeim um 1 leytið :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

held að það sé hægt að fá test fyrir þung málma.hringja bara í dyragarðin.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ulli wrote:held að það sé hægt að fá test fyrir þung málma.hringja bara í dyragarðin.
Þeir áttu ekkert, ekki fiskó, dýraríkið né trítla heldur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

prófaðu vatnaveröld eða dyragarðin.statusinn á vatnaveröld er ekki góður en gæti verið að þeir ættu eithvað eftir.veit að það er til test fyrir þungmálma allavega saltvatns test held að það eigi samnt að virka fyrir fersk lika.svo er náturlega gott að prófa að skyfta út vatni ef það er kopar sem er að bögga þá eða eithvað svipað.nema þú sért búinn að því
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ulli wrote:prófaðu vatnaveröld eða dyragarðin.statusinn á vatnaveröld er ekki góður en gæti verið að þeir ættu eithvað eftir.veit að það er til test fyrir þungmálma allavega saltvatns test held að það eigi samnt að virka fyrir fersk lika.svo er náturlega gott að prófa að skyfta út vatni ef það er kopar sem er að bögga þá eða eithvað svipað.nema þú sért búinn að því
Ég er búinn að skipta um ansi mikið vatn uppá síðkastið, það er í raun ekki sérstaklega líklegt að það sé kopar sem er að bögga þær... Þær virðast líka vera farnar að éta miklu minna, þannig að þetta lítur ekki alveg nógu vel út..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Ekki eithver á Monster fish keppers sem gæti aðstoðað þig.myndi prófa þar
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Löngu búinn að pósta þar... Eitthvað voðalega lítið um svör þar samt :|
http://www.monsterfishkeepers.com/forum ... p?t=132538
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

nú er ég lens..en hvað með að prófa að skyfta öllum sandinum út.mér finst lúkið ekkert siðar með finum sandi.það er allavega virði 70þ að prófa :)
það sem ég hef lesið um skötur og þessa hákarla sem mér hefur lángað í át er allstaðar talað um finan sand.þó aðalega til að þær geti grafið sig allveg oni hann og falið sig.las meira seija að þær gæti óvart étið grófan sand ef það er í botninnum.er ekki 100%
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta virðist ekki vera eitthvað plain fyrst þessir skötu sauðir á Mfk eru ekki að fatta þetta.
Ég varð reyndar bara pirraður að lesa þetta klór kjaftæði í þeim, þessir bjálfar halda að allur heimurinn þurfi að drekka mengað hlandvatn eins og þeir.
Last edited by Vargur on 27 Mar 2008, 15:57, edited 1 time in total.
Post Reply