Page 6 of 6

Re: 156.000.- kr. Asísk arowana

Posted: 05 Feb 2015, 22:55
by RagnarI
Jæja, nú er komið rúmt ár, hvað er að frétta af dýrinu?

Re: 156.000.- kr. Asísk arowana

Posted: 01 Mar 2015, 13:30
by Vargur
1000 lítra búrið sem skepnan er í fór að leka um daginn og ég færði hana í 700 lítra búr, hún illa í flutning og það var stórmál að ná henni, þetta er sterkasti búrfiskur sem ég hef kynnst enda einn vöðvaklumpur.
Eftir flutninginn fór hún í fýlu og vildi ekkert éta, af rælni henti ég mjölormum til hennar og hún étur þá af bestu lyst en lítur ekki við öðru, mjölormar eru bara snakk fyrir svona stóran fisk þannig að núna eru mjölormarnir hjá mér á turbo fæði svo þeir stækki sem best.

Re: 156.000.- kr. Asísk arowana

Posted: 01 Mar 2015, 15:14
by Sibbi
Hver er stærðin á henni núna?, var hún ekki hálfur metri í byrjun síðasta árs? :-)

Re: 156.000.- kr. Asísk arowana

Posted: 05 Mar 2015, 22:43
by Vargur
Hún hefur lítið sem ekkert lengst en hún breikkar stöðugt, er orðinn einn vöðvaklumpur. :boxa:

Re: 156.000.- kr. Asísk arowana

Posted: 06 Mar 2015, 09:55
by Sibbi
Vargur wrote:Hún hefur lítið sem ekkert lengst en hún breikkar stöðugt, er orðinn einn vöðvaklumpur. :boxa:
Ljósmynd takk :) :góður: