720L búrið mitt

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

720L búrið mitt

Post by Daði »

jæja ákvað að gera smá þráð fyrir búrið mitt.
þetta er 720L akvastabil búr.

lýsing er 4x 30W t8 perur
hreinsibúnaður er 2 tunnudælu báðar af gerðinni eheim.
1stk eheim 2078(1850L/H)
1 stk eheim 2226(950L/H)
einnig er ég með powerhead af gerðinni hydor og dælir 3500L/H og kemur vatninu smá á hreyfingu.

búrið er búið að vera í gangi í 2-3 vikur núna og gengur þokkalega, byrjaði á því að setja 3 gullfiska sem voru í viku áður en ég fór að setja fleirri fiska í það.

Til að byrja með var ég með 2 rætur og svo gervigróður, ég vildi bíða með að setja alvöru gróður í búrið til að fá einhverja næringu fyrir plönturnar. Núna í dag fór ég og keypti mér eina stóra rót og nokkrar plöntur og allt annað að sjá búrið að mínu mati, lifandi gróður og eina stóra almennilega rót.

eftir þessi kaup í dag fór maður að sjá meira öryggi hjá fiskunum fleirri staðir til að "fela" sig og þannig háttar.

íbúar búrsins eru eftirfarandi:
4 dovii
3 midas
1 flowerhorn
2 albino convict
1 wc
1 rtc x tsn crossbreed
1 pangasius
2 gibbar
4 ancistrur
og 2 gullfiskar (einn var étinn í nótt) enginn sem liggur undir grun.
ég var einnig með 4 stk tiger óskara en þeir fóru í magann á rtc X tsn og var dýrt fóður.

stefnan er að bæta við stærri óskörum og svo green terror og vonandi fleirri flowerhorn.

ákvað að henda inn einni mynd af búrinum fyrir breytingar og eftir


Image
Last edited by Daði on 28 Oct 2007, 02:12, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hljómar vel.
Ég sé ekki myndina, gæti bara verið eitthvað bögg í fishfiles.
Ég er nú hræddur um að við verðum svo að fá fleiri myndir. :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já myndir takk :P

ég held að myndin hafi ekki farið í gegnum fishfiles því þú ert með íslenska stafi í nafninu "ný_mynd.JPG"
-Andri
695-4495

Image
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

ég sé myndina 100%:D en já maður fer að skella inn eitthvað af myndum sem fyrst :twisted: þeir eru allir frekar feitir og duglegir að borða matinn hjá mér:D
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég sé myndina ekki
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

fishfiles hefur eitthvað klúðrað myndinni útaf íslensku stöfunum... Prófaðu að skipta ý út fyrir y og senda inn aftur, það ætti að virka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

íbúar búrsins eru eftirfarandi:
4 dovii
3 midas
1 flowerhorn
2 albino convict
1 wc
1 rtc x tsn crossbreed
1 pangasius
2 gibbar
4 ancistrur
Þessir convictar, eru þetta ekki bara venjulegir hvítir, oft kallaðir pink convict ?
http://i98.photobucket.com/albums/l260/ ... onvict.jpg
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

veistu nei ég held að þetta séu albino. eru ekki eins og þessir á myndinni, engir blettir eða neitt álíka. En maður þekkir ekki nógu vel muninn á pink og albino. voða lítill munur, en miðað við þessa mynd þá mundi ég segja albino http://www.thetropicaltank.co.uk/Fishin ... nvalb1.jpg ég skal reyna að laga myndina:D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kerlingarnar á pink hafa svona smá skellur á sér, karlarnir ekki.


Albino convict eru með rauð augu, pink ekki. Ég er nokk viss um að þú sért með pink :)


Þessi í linknum þínum er karl, þessvegna eru engar skellur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

já þeir eru ekki með rauð augu:D pottþétt pink :P en sést myndin?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

neibb
-Andri
695-4495

Image
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

hvað getur þetta verið?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hef ekki hugmynd um af hverju myndin var ekki að virka en ég henti henni inn aftur og þetta virkaði..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

glæsó, myndin er komin :-)
-Andri
695-4495

Image
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

hvernig lýst ykkur þá á búrið svona fyrst myndin er komin inn?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Snyrtilegt búr, bakgrunnurinn gerir mikið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott !
nú vil ég bara fleiri myndir. :-)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

flottur bakgrunnur , flott búr . fleiri myndir takk .
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

jæja það er langt síðan seinast, og ekki enn komist í neinar myndatökur, en ég held að það fari að detta inn einhverjar myndir bráðum. Málið er það að ég fékk mér 2 flowerhorn í safnið og eru þeir 3 núna, ekki er það frásögu færandi nema hvað að 2 eru búnir að para sig og hrygna í búrinu hjá mér núna í kvöld, eggin eru á bakrunninum og núna er bara að sjá hvort þeim tekst að koma þessu á legg. ég ætlaði mér ekki að standa í neinum fjölgunum á fiskum svo þeir verða að sjá um sitt sjálfir. flowerhorninn er búinn að vera mjög duglegur að grafa góðar holur útum allt búr, en í dag fóru þeir alla leið :twisted:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

vá dísis ég er spenntur og drífðu þig svo að taka myndir
(Ef að þú þarft að losna við flowerhorn seiði þá skal ég taka slatta :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

eggin voru étin daginn eftir, svo engin seiði hér á bæ
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvernig eru pangasius og RTCxTSN að stækka?
er sá síðarnefndi búinn að éta fleiri?
Áttu nýrri mynd/ir ?
-Andri
695-4495

Image
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

því miður lennti ég í því að missa þá þegar ég fór erlendis:S frekar fúlt. pangasius og RTCXTSN eru báðir dánir.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

leiðinlegt að heyra, dóu fleiri?
-Andri
695-4495

Image
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

nei þeir voru þeir einu sem dóu, en ég er kominn með 4 stk óskara og svo losaði ég mig við walking catfish í dag. kominn tími til, ég átti ekki séns að veiða hann uppúr svo hann stökk uppúr eftir korters eltingaleik og fór svo í fötu í vatn og beint í dýrabúð. bætti einnig við helling af plöntum og er að reyna að fá gróðurfíling í búrið.
Post Reply