Monsterþráður Andra - uppfært 13.feb

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Andri Pogo wrote:já það væri gaman að prófa að veiða ála, það er einn góður álastaður á Álftanesi.

Brynja wrote:Þetta eru alveg stór skemmtileg kvikindi sem þú ert með Andri.. Gaman væri að sjá þetta live einhvern tíman.
Fólk er velkomið í heimsókn að skoða, það er minnsta mál, bara hringja á undan sér :P
já það væri gaman að prófa að koma i heimsókn og sjá þetta allt saman!! hef mikin áhuga á monster búrum, er búin að lesa þetta allt og rosalega skemmtilegt og flottar myndir :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Red-bellied Piranha (Pygocentrus nattereri) sem ég eignaðist þann 30.maí 2008

Uppruni: Suður-Ameríka
Stærð: Allt að 30cm

Piranha fiskarnir eru grimmar kjöt- og hræætur og éta helst aðra fiska, skordýr og orma.
Þeir þjóna ákveðnu hreinsihlutverki í heimkynnum sínum með því að éta slasaða, veika og dauða fiska.
Eins og nafnið gefur til kynna eru neðri hluti þeirra rauður.
Piranha fiskarnir eru þekktastir fyrir að vera mannætufiskar þó slíkar staðhæfingar séu að mestu leyti ýkjur. Þó geta þeir vel, og hafa étið stærri dýr en líkegast er að þeir menn sem piranha fiskar hafa étið hafi þegar drukknað eða látist á annan hátt áður en piranha fiskarnir komu við sögu. Fólk hefur hins vegar misst tær og putta vegna piranha bits.
Piranha er matfiskur hjá heimafólki Amazon-fljótsins og synda þeir t.d. óhræddir með fiskunum.
Piranha í fiskabúrum eru bestir í hópum og kjósa þeir hóflega lýsingu og gróður.
Að gefnu tilefni er ekki mælt með öðrum fiskum með Piranha fiskum en þó hefur verið árangursríkt að hafa "ryksugur" (plegga, ancistrur...) og í sumum tilvikum er hægt að hafa smáfiska eins og gúbbý og tetrur.

30.maí '08:
Image

30.maí '08:
Image

-seldir
Last edited by Andri Pogo on 20 Oct 2008, 22:42, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

African Tiger Fish (Hydrocynus vittatus) sem ég eignaðist þann 9.júní 2008

Uppruni: Afríka
Stærð: Allt að 75cm en líklega eitthvað minni í búrum.


African Tiger Fish (ATF) er mjög grimmur ránfiskur frá Afríku.
Nokkrar tegundir ATF eru til undir nafninu Hydrocynus (ísl:Vatnahundur) og er vittatus sú algengasta.
ATF eru af tetruætt og líkt Suður-amerísku frændum sínum; Piranha, halda þeir sig í hópum og éta að langmestu leiti aðra fiska.
Græðgi þeirra er slík að fiskistofnar sumra tegunda fara minnkandi.
Smærri fiskar verða fyrir valinu en þeir étið helst fiska sem eru allt að 40% af eigin lengd.
Það þýðir þó ekki að hægt sé að hafa stærri fiska með þeim í búrum sökum grimmdar en það gæti þó gengið.
Einkenni ATF eru stórar og beittar tennur.
Tennurnar eru alltaf sýnilegar, jafnvel þótt munniruinn sé lokaður. Þegar munninum er lokað felur hver tönn í hólf á milli tannana á móti.
ATF eru silfurlitaðir með svartar láréttar rendur eftir búknum en þaðan kemur Tiger nafnið.
Rauðir litir geta verið í uggum og grænn eða blár blær getur verið á búknum.
Eins og lögun ATF gefur til kynna eru þeir mjög snöggir þegar kemur að því að veiða bráð en að öðru leiti synda þeir ekki mikið.
Vittatus er frekar hægvaxta og líklegt er að hann stækki minna en 1cm á mánuði.

10.júní '08, 17cm:
Image

10.júní '08:
Image

8.ágúst '08:
Image

9.september '08, 20cm:
Image

20.desember '08:
Image

20.desember '08:
Image

13.janúar '09:
Image

19.apríl '09
Image

19.september '09:
Image

7.desember '09, var bitinn og drapst stuttu seinna:
Image
Last edited by Andri Pogo on 13 Feb 2010, 23:41, edited 7 times in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Red-bellied Pacu (Colossoma/Piaractus brachypomum) sem ég eignaðist þann 18.júlí 2008

Uppruni: Suður-Ameríka
Stærð: 70-90cm en um 60cm er líklegra í búrum.

Pacu er risavaxinn fiskur af tetruætt.
Nokkrar Pacu tegundir eru til en sú með rauða magann er sú algengasta.
Pacu eru skyldir Piranha fiskunum og eru Red-bellied Pacu ungfiskar ansi líkir Red bellied Piranha.
Það er talið hjálpa þeim í lífsbaráttunni enda deila þessar tvær tegundir oft samastað í náttúrunni og vissulega er betra að falla inn í hóp hungraðra Piranha en að skera sig úr.
Pacu eru hinsvegar ekki grimmar kjötætur eins og frændur þeirra, Piranha.
Í stað oddhvassra tanna Piranha fiskanna hefur Pacu sterklegar tennur sem minna á mannsjaxla.
Pacu eru meðal annars grænmetisætur og nota tennurnar til að bryðja hnetur, ávexti og grænmeti.
Pacu er mjög vinsæll matfiskur og er ræktaður sem slíkur um allan heim.
Vinsældir Pacu sem búrfisks eru þó umdeildar vegna gríðarlegrar stærðar sem þeir geta náð og oftar en ekki fara þeir í of lítil búr.

21.júlí '08, 8cm:
Image

30.júlí '08:
Image

9.september '08, 20cm:
Image

16.október '08: Seldur
Last edited by Andri Pogo on 20 Oct 2008, 21:17, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Spotted Gar (Lepisosteus oculatus) sem ég eignaðist þann 19.ágúst 2008

Uppruni: Norður Ameríka
Stærð: Allt að 110cm í náttúrunni en 50-70cm er algeng hámarkstærð í búrum.

Gar eru fiskar af Lepisosteidae ætt og eru einungis sjö tegundir gar fiska í náttúrunni.
Lepisosteidae ættin skiptist í tvær ættkvíslar, Lepisosteus og Atractosteus.
Spotted gar flokkast undir Lepisosteus.
Önnur tegund, Florida gar (Lepisosteus platyrhincus) er nánast alveg eins að öllu leiti og er erfitt að þekkja þá í sundur með fullri vissu ef ekki er vitað hvar þeir voru veiddir en gar fiskarnir finnast eingöngu í mið- og norður Ameríku.
Mitt eintak var flutt inn sem Spotted gar en hann gæti allt eins verið Florida gar.
Því er iðulega talað um þessa fiska undir nafninu Florida/Spotted, þ.e. að fiskurinn gæti verið annað hvort.
Nóg um það í bili.
Gar nafnið kemur frá fornensku en það þýðir spjót.
Gar hafa einnig fengið gott íslenskt nafn, bryngedda.
Þeir eru, eins og nafnið gefur til kynna, vel brynvarðir og hafa sambærilegt hreistur og Polypterusar.
Gar geta einnig, líkt og Polypterusar, andað að sér súrefni.
Þeir eru meðal þeirra fiska sem kallast frumstæðir, þeir hafa verið til nær óbreyttir í tugi milljónir ára og geta lifað við hinar ýmsu aðstæður.
Í búrum skal passa að bregða þeim ekki, við það geta þeir tekið á sprett, hryggbrotnað og/eða drepist við að lenda á gleri fiskabúrsins.
Passa skal að hafa búrfélaga ekki of litla því hann étur allt sem uppí hann kemst og ekki of æsta búrfélaga, af fyrrgreindri ástæðu; þeim gæti brugðið við lætin og meitt sig illa.
Minnka má líkurnar á að gar skjótist í hliðar búrsins með því að raða plöntum meðfram hliðunum en þá sér hann skýrar hvar sundsvæði hans endar.
Einnig skal loka búrinu mjög vel en þeir eru þekktir fyrir að stökkva upp um lok og aðrar opnanir á búrum.

19.september '08, 15cm:
Image

-seldur
Last edited by Andri Pogo on 27 Dec 2008, 03:00, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Polypterus retropinnis sem ég eignaðist þann 6.október 2008

Uppruni: Vestur og mið Afríka
Stærð: Allt að 35cm


Flest það sem ég hef skrifað um fyrri Polypterus fiska á einnig við um þessa tegund og hef ég ekki neinu við það að bæta að sinni en bendi frekar á Monsterhornið:

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

6.október '08, 18cm:
Image

29.desember '08:
Image

8.apríl '09:
Image

16.apríl '09:
Image

30.júní '09:
Image
Last edited by Andri Pogo on 15 Jul 2009, 23:37, edited 5 times in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Polypterus bichir lapradei sem ég eignaðist þann 6.október 2008 (2 stk)

Uppruni: Vestur Afríka
Stærð: Allt að 60-70cm


Flest það sem ég hef skrifað um fyrri Polypterus fiska á einnig við um þessa tegund fyrir utan það að þessi tegund er svokölluð neðri-kjálka (lower-jaw). Með því er átt við að neðri kjálkinn nær fram fyrir þann efri og hafa þær tegundir örlítið öðruvísi útlit og eru Polypterusum oft skipt upp í flokka eftir kjálkakerfinu. Neðri-kjálka tegundir verða einnig allar stærri en þær efri-kjálka, tennur þeirra eru sýnilegri og líklega stærri og því verður að passa enn betur að hafa búrfélaga ekki of litla.
Lapradei geta verið gráir og litlausir en einnig með áberandi grænt mynstur og er litir þeirra og mynstur misjafnt eftir því frá hvaða svæði í Afríku þeir koma, þeim er oftast skipt niður eftir því hvort þeir koma frá Nígeríu eða Guinea.

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

6.október '08, þessi er ljós og án mynsturs, um 30cm:
Image

6.október '08, þessi er hins vegar með mjög áberandi grænu mynstri, um 30cm:
Image

1.janúar '09, sjá ljósari drapst úr bakteríusýkingu

8.apríl '09:
Image

16.apríl '09:
Image

22.september '09, 32cm:
Image
Last edited by Andri Pogo on 24 Sep 2009, 17:06, edited 4 times in total.
-Andri
695-4495

Image
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Allt stórglæsilegir fiskar til hamingju.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

gaman að sjá hvða Tiger fiskurinn hefur það gott hjá þér.

þarna 10 júni er hann voðalega aumingjalegur en síðan 2 mánuðum seinna er allt annað að sjá hann, mikið hraustari að sjá og allt.

Geggjaðar greinar og flotttar myndir
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Polypterus Delhezi sem ég eignaðist þann 25.nóvember 2008

Uppruni: Mið Afríka
Stærð: Allt að 35cm


Flest það sem ég hef skrifað um fyrri Polypterus fiska á einnig við um þessa tegund og hef ég ekki neinu við það að bæta að sinni en bendi frekar á Monsterhornið:

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

25.október '08, 9-10cm að koma úr pokanum:
Image

4.janúar '09, ~11cm:
Image

22.janúar '09, annar Delhezi bættist við, 8cm:
Image

-mars/júní '09, báðir drápust með nokkru millibili. Ástæða ekki vituð.

7.júlí '09, nýr Delhezi keyptur, 23cm:
Image

13.september '09:
Image
Last edited by Andri Pogo on 13 Sep 2009, 17:12, edited 4 times in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

æðilsegur þráður, ótrúelga fróðlegur
-Andri
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Polypterus Senegalus Albino sem ég eignaðist þann 22.janúar 2009 (2 stk)

Uppruni: Mið Afríka
Stærð: Líklega allt að 30cm


Ég ákvað að hafa albinoana í sérpósti í stað þess að nota Senegalus póstinn á bls.1.
Flest það sem ég hef skrifað um fyrri Polypterus fiska á einnig við um þessa og hef ég ekki neinu við það að bæta að sinni en bendi frekar á Monsterhornið:

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

22.janúar '09, 9cm:
Image

júní '09: báðir seldir vegna plássleysis.

15.ágúst '09: Annar þeirra keyptur aftur, hinn dó hjá fyrri eiganda í millitíðinni. Mældist 11,5cm.

22.september '09:
Image
Last edited by Andri Pogo on 24 Sep 2009, 17:09, edited 2 times in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Channa Pulchra sem ég eignaðist þann 28.júlí 2009

Uppruni: Mjanmar (Búrma), SA-Asíu
Stærð: 20-30cm


Chönnuættin skiptist í tvær ættkvíslar, Channa og Parachanna.
Channa eru frá Asíu en Parachanna frá Afríku. Til eru um 30 chönnu tegundir.
Árið 2007 fundust tvær nýjar chönnutegundir; Channa Ornatipinnis og Channa Pulchra, báðar flokkast þær sem dverg-chönnur og eru svipaðar í útliti. Þær þóttu óvenju litríkar og eru auðþekktar frá öðrum chönnum. Þess má til gamans geta að Pulchra þýðir falleg.
Vegna þess hve nýlega tegundin var fundin eru ekki til miklar upplýsingar um hana enn. Þó er byrjað að rækta Pulchra og er tegundin að verða algengari í fiskabúrum.

Eins og með aðrar chönnutegundir er Pulchra grimm kjötæta. Ekki ætti að hafa fiska minni en 2/3 stærðar hennar í sama búri. Skapgerð tegundarinnar er hins vegar mismunandi eftir fiskum, þar sem sumar geta verið með stærri fiskum en sumar drepa allt sem þær komast í, minni sem og stærri fiska. Yfirleitt er því mælt með því að hafa allar chönnur í sér búri.
Chönnur kjósa róleg og vel gróðursett búr með nægum felustöðum.
Kjörhitastig er 18-25°.

Chönnur geta komið upp og andað að sér andrúmslofti og getur lifað úr vatni í þónokkurntíma ef nægur raki er fyrir hendi. Einnig geta þær "gengið" á landi og fært sig milli vatna á sama hátt og hinn alræmdi Walking Catfish.
Chönnur eru með öllu bannaðar í Bandaríkjunum og fleiri löndum og Evrópubann er í umræðunni. Ástæða þess er að þær eru harðgerðar og þola lágt hitastig. Ef þeim er sleppt á nýjum slóðum geta þær valdið mjög miklum skaða í vistkerfinu.

28.júlí '09, mældist 24cm:
Image
-Andri
695-4495

Image
karljóhann
Posts: 34
Joined: 16 Jul 2009, 06:28

Post by karljóhann »

Einn skemmtilegasti og fróðlegasti dálkur sem ég hef lesið hérna á spjallinu, þakka fyrir ;)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Polypterus Endlicheri endlicheri sem ég eignaðist þann 1.október 2009 (2 stk)

Uppruni: Afríka
Stærð: Allt að 80cm en oftast ekki meira en 50-60cm í búrum


Flest það sem ég hef skrifað um fyrri Polypterus fiska á einnig við um þessa tegund fyrir utan það að þessi tegund er svokölluð neðri-kjálka (lower-jaw). Með því er átt við að neðri kjálkinn nær fram fyrir þann efri og hafa þær tegundir örlítið öðruvísi útlit og eru Polypterusum oft skipt upp í flokka eftir kjálkakerfinu. Neðri-kjálka tegundir verða einnig allar stærri en þær efri-kjálka, tennur þeirra eru sýnilegri og líklega stærri og því verður að passa enn betur að hafa búrfélaga ekki of litla.

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

1.október '09, 8cm:
Image

Image

10.október '09, 9cm og farnir að bæta vel á sig:
Image

Des '09: Étnir eftir að hafa verið færðir í 720L búrið, aðeins of snemma greinilega.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Polypterus Endlicheri congicus sem ég eignaðist þann 2.febrúar 2010 (2 stk)

Uppruni: Afríka
Stærð: Allt að 100cm en oftast ekki meira en 60cm í búrum


Flest það sem ég hef skrifað um fyrri Polypterus fiska á einnig við um þessa tegund fyrir utan það að þessi tegund er svokölluð neðri-kjálka (lower-jaw). Með því er átt við að neðri kjálkinn nær fram fyrir þann efri og hafa þær tegundir örlítið öðruvísi útlit. Polypterusum er oft skipt upp í flokka eftir kjálkakerfinu. Neðri-kjálka tegundir verða einnig allar stærri en þær efri-kjálka, tennur þeirra eru sýnilegri og líklega stærri og því verður að passa enn betur að hafa búrfélaga ekki of litla.

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

2.febrúar '10, báðir enn í fötunni:
Image

sá stærri, 35cm:
Image

sá minni, 32cm:
Image
-Andri
695-4495

Image
Post Reply