Channa Micropeltes

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Channa Micropeltes

Post by Andri Pogo » 22 Aug 2010, 00:22

Er ekki málið að gefa nýju fiskunum sínum þráð á réttum stað?
Fékk þessar fjóru fínu Chönnur þann 11.ágúst, um 12cm langar.
Þær eru einar í 720L búri.

Þetta verða vonandi skemmtileg monster en það verður að koma í ljós þegar fram líður hversu margar þær verða, ég geri ráð fyrir að einhver verði drepin en ég væri voðalega ánægður ef tvær myndu koma sér saman um búrið, aðeins skemmtilegara en að hafa bara einn fisk :)

Það er búið að vera mikið að gera síðan ég fékk fiskana og því ekkert dregið fram myndavélina fyrr en í kvöld.
Búrið er alveg hrátt, bara möl og ekkert annað, þarf að redda bakgrunni, gróðri og svona til að þeim líði betur en þær eru mjög varar um sig en þó farnar að fatta að koma upp eftir mat þegar ég opna lokið á búrinu.
Þær éta á sig gat en láta samt sem þær séu að svelta þannig að ég er duglegur að vorkenna þeim og gef þeim nóg að éta... þær ættu því að stækka vel.

Hér er verið að gera vatnsskipti á síðustu stundu áður en þær fóru útí:
Image

í pokanum:
Image

í kvöld (ekki gott að taka myndir af þeim í svona tómu búri, þær eru svo varar um sig):
Image

Image
-Andri
695-4495

Image

Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Post by Emilsson » 22 Aug 2010, 01:41

hvað verða svona fiskar stórir?=)
84l. Rena

eddi
Posts: 117
Joined: 17 Aug 2010, 00:15
Location: Álftanesi

Post by eddi » 22 Aug 2010, 01:45

svakalega eru þetta flottir fiskar. :)
Kv:Eddi

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 22 Aug 2010, 11:18

Emilsson wrote:hvað verða svona fiskar stórir?=)
allt að 100cm í náttúrunni en aðeins minni í búrum, þó alveg 70-90cm
-Andri
695-4495

Image

Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Post by Emilsson » 22 Aug 2010, 13:04

já sæll:P ágætis stærð á þessu=)
84l. Rena

User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob » 22 Aug 2010, 19:36

Flottar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.

audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun » 25 Aug 2010, 14:34

ég átti tvær, ein var étin af lítilli chönnu og hin drapst eftir flutninga, þá bara borðaði hún ekkert og veslaðist upp og var étin á endanum af arowönu. hvar fékstu þessa og hvað kostuðu þær, langar að reyna aftur.

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 25 Aug 2010, 15:10

Dýragarðurinn pantaði þær, komu reyndar tvær til viðbótar við mínar fjórar en ég held að báðar séu seldar.
-Andri
695-4495

Image

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli » 25 Aug 2010, 15:51

Ég á 2stk, vil selja amk eina.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net

audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun » 25 Aug 2010, 18:17

já ég tók þessar tvær frá dýragarðinum

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 25 Aug 2010, 19:22

eru það þessar tvær sem þú varst að tala um? því þessar komu bara til landsins fyrir 2 vikum.
-Andri
695-4495

Image

User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob » 25 Aug 2010, 19:26

Ég keypti eina af þessum í dýragarðinum. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.

ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli » 25 Aug 2010, 20:28

til fult af þessu :shock:

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 31 Aug 2010, 22:48

Gengur ekki nógu vel með chönnurnar, þær eru viðkvæmari en ég hélt...
Nánast hættar að líta við rækjum og humri, þó ekki enn farinn á það stig að gefa þeim lifandi.
Þær eru orðnar mjög druslulegar og komnar með einhverja flekki á sig, hanga við yfirborðið og eiga einhverjar af þeim erfitt með að halda sér niðri í vatninu.
Ein þeirra tók eitthvað kast um daginn og kipptist öll til og synti á hvolfi í smá tíma

Vatnið hjá mér er fínt þannig ég veit ekki alveg hvað er að angra þær, vissi svosem að þær væru viðkvæmar á þessum aldri.
Bara vona það besta en væri ekkert svakalega hissa ef þær myndu drepast þessi grey.
-Andri
695-4495

Image

animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal » 31 Aug 2010, 23:19

Gæti verið innvortis sýking eða sníkjudýr, myndi ekki bíða með að bjóða þeim lifandi!. Og setja eitthvað í búrið sem veitir þeim meira öryggi.
Ace Ventura Islandicus

N0N4M3
Posts: 48
Joined: 21 Jan 2010, 17:20
Location: Kópavogur

Post by N0N4M3 » 01 Sep 2010, 02:05

Mjög skemmtilegir fiskar, algjör snilld að sjá þá vaða í fiska sem eru álíka jafn stórir og rífa þá í sundur með því að bíta í þá og snúa sér.
Ég fékk mér einmitt fjórar og ... það er ein eftirlifandi í mjög lélegu ástandi reyndar. Hún hryggbrotnaði og ég held að orsökin sé að hún hafi hoppað upp í lokið. (Vaknaði allavegana við háann dynk eina nóttina..)
Hinar þrjár drápust úr sýkingu, þær byrjuðu að nudda sér upp í mölina og toppurinn á hausnum á þeim var sundurtættur sem dróg þær líklegast til dauða...
Sú síðasta hefur ekki verið dugleg að éta eftir það..

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo » 08 Sep 2010, 12:21

Þá eru tvær dauðar og tvær eftir, líta þó ekki vel út :?
Búinn að gefa þeim lifandi og þær taka það svona aðeins, ekki duglegar samt.

Ég verð þó bara að líta á björtu hliðarnar og hugsa hvað ég ætti að láta í búrið næst :) Ameríkudurgar eru ofarlega á lista.
-Andri
695-4495

Image

Post Reply