Litla skrímslið mitt.

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Litla skrímslið mitt.

Post by Villimaður »

Undanfarið hef ég haft það fyrir vana að gefa álinum mínum allt sem deyr í búrunum(svo lengi sem það er ekki vegna veikinda).

Ég keypti nýlega 2stk humra frá ónefndri fiskabúð, sem voru hræódýrir en illa farnir, og ætlaði að reyna koma þeim aftur á skreið, en þeir létust úr hreinlætis shokki(voru í eitursúpu og fóru í hreint búr). Þeir dóu á mismunandi dögum, en ég henti þeim fyrir álinn í bæði skiptin.

Ég hafði aldrei séð álinn borða svona stóra máltíð áður, og var því nokkuð undrandi að sjá hvernig hann lagði humarinn sér til munns...
Hann tekur fæðuna, kemur henni fyrir svo að hún hreyfist lítið, og byrjar að hringsnúast eins og krókodílar gera þegar þeir eru með stóra fæðu.

Mér fannst þetta svo stórmerkilegt að ég náði því á filmu þegar ég gaf honum seinni humarinn:

<embed src="http://www.youtube.com/v/gxW3FHEflnQ" type="application/x-shockwave-flash" width="425" height="350"> </embed>
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hann hefur alveg örugglega ætlað að hafa bráðina dauða!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply