Nýr fiskaeigandi

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Nýr fiskaeigandi

Post by eva »

Vonandi hafa þessar spurningar ekki komið áður, en gætuð þið kannski frætt mig aðeins um gullfiska uppeldi. Er vön hundum og köttum og virðist vefjast svolítið fyrir mér uppeldi á svona agnarsmáum krílum.

Hvað ættu tveir gullfiskar að vera í stóru búri? Var að sjá á netinu að það er sagt 20-30 gallon á fyrsta fisk og 10 á hvern fisk umfram. Sem þýðir að þessir tveir þurfa að lágmarki 100+ lítra búr???

Eitt annað æsispennandi umræðuefni er kúkur. Hvernig lítur eðlilegur kúkur út? flýtur? sekkur? ef hann er fastur við fiskinn er það merki um eitthvað annað en við séum að gefa þeim of mikið? Vil alls ekki að þeir séu með orma en finnst mjög erfitt að finna góðar myndir á netinu hvernig ormar líta út. hvað er skemmtilegra en að googla frá sér ráð og rænu af fiskakúkamyndum ;)

Svo er það maturinn, var að lesa að þeir hafi gott af fjölbreyttu fæði. Ætti maður þá að vera með 2 tegundir af fiskamat úr dós og svo gefa eitthvað annað með eða duga tvær tegundir? Sá á einum stað eitthvað tal um kál og baunir, borða fiskar þannig? og ein önnur spurning er fiskafóður sem sekkur betra en flögur?

Já og svo kannski bara svona almennur fróðleikur er vel þegin, hvaða hegðun og slíkt ætti að hringja viðvörunarbjöllum um að eitthvað væri að.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gullfiskar eru frekar harðgerðir, en ég myndi mæla með svona 10-20 lítrum á fisk í allra minnsta lagi. Annað sem er jafnvel mikilvægara en stærð er að skipta um vatn reglulega, til dæmis 50% á 7-10 daga fresti. Minni vatnsskipti geta vel dugað ef búrið er stórt miðað við fiskafjölda. Aldrei taka allt vatn úr búrinu og skrúbba allt heldur bara taka hlut af vatninu og ryksuga botninn.

Varðandi kúk þá er eðlilegur kúkur svipaður á litinn og maturinn sem fiskurinn fær, og er ekki glær eða hvítur. Hann getur alveg hangið í smástund en venjulega er það ekki lengi.

Annað sem er mikilvægt er að gefa lítið. Fiskar þurfa afar lítinn mat, og oftast er sú regla góð að gefa eins lítið og maður þorir, og gefa helminginn af því. Gefa 1-3x á dag.

Það er svosem ekki nauðsynlegt að vera með margar tegundir af mat þar sem venjulegur flögumatur hefur venjulega alla næringu sem fiskurinn þarf. Þó nýtur fiskurinn augljóslega góðs af því að fá ferskan mat einstaka sinnum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Post by eva »

Þarf svona regluleg vatnsskipti þegar maður er með búr með dælu? Hversu oft ætti að þrífa dæluna? og ég þarf meiri útskýringu á því hvernig maður ryksugar botninn ;) væntanlega ekki að tala um að nota philips græjuna í verkið hehe

Varðandi matinn þá er ég nefnilega alveg gerilsneidd samviskubits um að gefa þessvegna bara eina flögu ef ég myndi vita að ein flaga væri nóg. Með tvo ketti og einn hund á heimilinu er ég alveg vön því að turn the blind eye á dýr sem þykjast vera við það að deyja úr hungri á matmálstímum. En það er líka því ég get vigtað dýrin, lesið á umbúðirnar, vigtað matinn og horft svo á holdafar um hvort þau hafi það ekki bara fínt. Aðeins erfiðara með gullfiska.

Umrædd eintök eru núna um 5-6 cm á lengd, hver flaga er svona eins og 3/4 af þumalputtanögl á kvenmanni, kannski 1/2 á karlmanni. Hvað myndiru giska á margar flögur?

Hvaða ferska mat er óhætt að prufa?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já, maður þarf að gera regluleg vatnsskipti, þó að það sé dæla í búrinu. Dælan tekur bara burt sýnileg óhreinindi, en sama vatnið og "ósýnilegu" óhreinindin eru alltaf til staðar.
Hvernig dælu ertu með? Og hvað ertu með stórt búr? Ég þríf alltaf svampana í dælunum hjá mér (er með AquaBall dælur og Eheim) þegar rennslið er byrjað að minnka verulega. Þá tek ég svampana og þríf þá venjulega létt undir volgu vatni eða fiskabúra vatni.
Eins og Keli sagði þá þurfa fiskar venjulega ekki mikinn mat, taktu bara smá á milli fingrana. Mæli helst með fóðri sem sekkur, fyrir gullfiska.
Gullfiskar japla á eiginlega hverju sem er, gætir gefið þeim smá af ferskum, stöppuðum baunum. Svo japla þeir á flestum fiskabúraplöntum. Tvær sniðugar plöntur eru t.d duck weed og vatnakál (Pistia stratiotes)

Þú getur keypt fiskabúraryksugu (getur séð hana hérna http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3007)
þá tekur hún alla lauslega drullu og óétinn mat frá botninum, tekur líka vatn með, en skilur eftir mölina, þannig að þú hreinsar búrið og skiptir um vatn í leiðinni. Ég geri þetta c.a 2x í mánuði. Nauðsynlegt að gera þetta, sérstaklega ef maður er með fiska sem skíta mikið, t.d eins og gullfiskar gera.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Post by eva »

Við erum bara að setja upp spánýtt búr úr fiskó, 60 lítra með dælu sem heitir Tetratec EasyCrystal filterbox 300.

Dælan er með svörtum filter, grænum og hvítum filter og svo einhverjum boltum neðst. Myndi maður skola bara 1 hlut í einu eða hvað væri best?
Last edited by eva on 12 Nov 2009, 20:41, edited 1 time in total.
eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Post by eva »

Já og þar sem þeir eru núna að eignast fyrstu stóru heimkynnin með dælu og hitara. Hvaða hitastig ætli þeir vilji hafa svona í framtíðinni.

Hitinn í blómavasanum er 20°

Já og líka ef við kaupum ekki eitthvað efni til að gera nýja búrið tilbúið, er hægt að nota vatn úr gamla búrinu til að flýta fyrir því að nýja búrið verði tilbúið fyrir þá?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Þarft svo sem ekki að setja gamalt vatn með í nýja búrið og það tekur alveg tíma að verða til og að það komi svona bakteríuflóra í dæluna. Hef gert þetta nokkrum sinnum og allt verið í lagi án nokkurra aukaefna :)

En þar sem þú ert með þessa Tetra dælu þá áttu að skipta alveg um þarna hvíta og græna hlutann, það er ekki hægt að skola úr honum, hef átt svona og hef reynt það :P. En ég skipti samt ekki jafn oft og er sagt á pakkanum, skipti bara þegar mér fannst rennslið vera orðið minna. En ég skolaði svarta svampinn þar sem það er hægt með hann. Skolaði aldrei kúlurnar sem eru neðst, lét þær bara alveg vera.
200L Green terror búr
eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Post by eva »

En ef ég set ekkert gamalt vatn, hvað ætli ég þurfi að bíða lengi þar til fiskarnir mega fara ofan í? Dælan og allt á að vera í gangi strax og svoleiðis er það ekki?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég hef sett upp nokkur búr án þess að setja nokkuð gamalt vatn og sett fiska strax útí nánast, dælan var kannski í gangi í nokkrar mín eða yfir nótt áður en fiskar fóru útí :) Þetta að láta búrið bíða er bara til að athuga hvort að öll tæki virki en fiskar þurfa að fara ofan í til að mynda flóru í búrið, annars gerist ekki neitt ef maður er að láta bara hreint vatn hringsóla um dæluna endalaust :P
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Finnst ólíklegt að þú sért með dælu í blómavasanum, en það er sniðugt að setja "drullugan" filter, úr annari dælu, í nýju dæluna, því þá myndast hraðar flóran í búrinu. Góðu bakteríurnar (sem eru nauðsynlegar í hverju búri) , lifa í dælufilternum, í mölinni og eitthvað á hlutunum í búrinu, en eiginlega ekkert af þeim eða mjög lítill hluti er í vatninu.
Dælan á að fara strax í gang. Í sambandi við þessar keramik kúlur, sem eru í dælunni, þá á aldrei að þrífa þær. Þarft að skipta um hvíta filter efnið í hvert sinn sem þú þrífur dæluna. Þarft að skipta um græna svampinn á c.a 6 vikna fresti. Getur séð filter svampa hérna http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=4301
Hitinn er góður ef hann er í kringum 20 gráður. Þarft ekki hitara í búrið, því að gullfiskar eru kaldvatnsfiskar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Lindared wrote:Finnst ólíklegt að þú sért með dælu í blómavasanum, en það er sniðugt að setja "drullugan" filter, úr annari dælu, í nýju dæluna, því þá myndast hraðar flóran í búrinu. Góðu bakteríurnar (sem eru nauðsynlegar í hverju búri) , lifa í dælufilternum, í mölinni og eitthvað á hlutunum í búrinu, en eiginlega ekkert af þeim eða mjög lítill hluti er í vatninu.
Dælan á að fara strax í gang. Í sambandi við þessar keramik kúlur, sem eru í dælunni, þá á aldrei að þrífa þær. Þarft að skipta um hvíta filter efnið í hvert sinn sem þú þrífur dæluna. Þarft að skipta um græna svampinn á c.a 6 vikna fresti. Getur séð filter svampa hérna http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=4301
Hitinn er góður ef hann er í kringum 20 gráður. Þarft ekki hitara í búrið, því að gullfiskar eru kaldvatnsfiskar.

Þú veist greinilega ekki hvernig dæla þetta er :) en græni og hvíti filterinn er sami filterinn, sem sé grænn öðru megin og hvítur hinu megin og svo eru þeir oft með kolum inní, en hægt að fá þá án kola. En það þarf semsagt að skipta um þá alveg , og þá báða í einu nema maður fari að rífa þetta í tætlur :P.
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

nei, hef bara aldrei séð svona sistem áður, að hvíti filterinn sé fastur við þann græna, ályktaði að þetta væri svipað og í Juwel dælunum :) Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
eva
Posts: 16
Joined: 01 Nov 2009, 19:35

Post by eva »

Ætti ég þá bara alveg að sleppa að hafa hitarann ofan í. Tók nefnilega eftir þegar ég mældi hitastigið í búrinu þegar það var í stofunni var hitinn svona um 18° en í eldhúsinu er það 20°. Og í dag s.s. flytja þeir úr gamla búrinu í eldhúsinu í nýja búrið í stofunni. Ætti ég bara að passa að það sé sami hiti á búrunum við flutning og svo taka hitarann úr?

Hefur það ekki slæm áhrif á bakteríu flóruna í búrinu þegar er alveg skipt um grænhvíta filterinn? ef er val á milli með eða án kola hvort ætti þá að velja?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Getur ekkert annað en að skipta um hann, nema þú viljir að dælan stíflist og skemmist kannski þar sem ekki er hægt að skola úr honum :)

En ég keypti alltaf með kolum (aðeins dýrara) , það hreinsar burt minnstu agnirnar.
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

eva wrote:Ætti ég þá bara alveg að sleppa að hafa hitarann ofan í. Tók nefnilega eftir þegar ég mældi hitastigið í búrinu þegar það var í stofunni var hitinn svona um 18° en í eldhúsinu er það 20°. Og í dag s.s. flytja þeir úr gamla búrinu í eldhúsinu í nýja búrið í stofunni. Ætti ég bara að passa að það sé sami hiti á búrunum við flutning og svo taka hitarann úr?

Hefur það ekki slæm áhrif á bakteríu flóruna í búrinu þegar er alveg skipt um grænhvíta filterinn? ef er val á milli með eða án kola hvort ætti þá að velja?
Bara sleppa hitaranum alveg.

Þar sem það eru keramik hringir/kúlur í dælukassanum hjá þér þá er allt í lagi að skipta um þetta græna/hvíta filter (svamp) efni. Því að góðu bakterírunar lifa flestar í keramik kúlunum.
Í þau skipti sem ég hef notað kol (sem eru örfá skipti) þá var það til þess að eyða burt lyfjum úr búrinu. Finnst ekki þurfa að nota kol hérna á Íslandi, nema einmitt til þess.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply