Nýja 54 ltr búrið mitt :)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bosi
Posts: 21
Joined: 29 Aug 2009, 21:20

Nýja 54 ltr búrið mitt :)

Post by Bosi »

Ég splæsti í 54 ltr búr fyrir 2 vikum og ákvað að skella inn nokkrum myndum af því.
Er með 7 gubby fiska í því (3 kalla og 4 kerlingar), 2 ryksugur og 2 gullfiska.
Svo eru 2 kerlingar búnar að eignast seiði, önnur 7 seiði en drápust 4 og svo seinni eignaðist 5 áðan.

Hérna eru nokkrar myndir:

Image

Image

Image

Image

Image

Endilega koma með ykkar skoðanir og endilega láta mig vita hvernig ég get bætt búrið :)
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

fyrsta sem ég myndi bæta í búrið væri vatn ;)
Bosi
Posts: 21
Joined: 29 Aug 2009, 21:20

Post by Bosi »

Jamm ég veit tók aðeins vatn úr áðan til að setja í búrið hjá seiðunum og á eftir að bæta í það aftur
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

afhverju vantar svona mikið vatn í búrið?

Mætti líka vera meira..skraut í því.. rætur eða.. meiri gróður.. en það er auðvitað smekksatriði...

Svo er vatnið frekar gult.. er það kannski bara peran? eða hefuru ekki skipt neitt um vatn í þessar 2 vikur?

Hvernig gengur að hafa gullfiska og guppy saman? Ég sjálf ekkert voða hrifin af því að sjá gullfiska með öðrum hitabeltisfiskum.. en það er bara ég..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Flottur Bósi mikill metnaður í þessu og þú ert bara að standa þig vel (Y) Gangi þér svo bara sem allra best með þetta :D
Ég var einu sinni líka með gubby og gullfiska saman og það gekk mjög vel. Gullfiskarnir þola almennt af minni reynslu allskonar fiskategundir og allskonar hitastig.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Ég er samt sammála því að það mætti vera meira vatn og meira skraut hjá þeim :)
Bosi
Posts: 21
Joined: 29 Aug 2009, 21:20

Post by Bosi »

@Lindared - ég reyni að skipta um vatn svona einu sinnu í viku þannig að ég býst við að þetta sé peran, annars er myndavélin í einhverju hassi líka, það virkar fínt að hafa gullfiska og gubby saman hef a.m.k ekki orðið var við eitthver leiðindi á milli þeirra og enginn hefur drepist

@Porto - þakka kærlega fyrir hrósin og svona :)

Svo á ég eftir að kaupa meiri gróður og skraut og svoleiðis og sendi inn mynd þegar búrið er allveg full klárað ;)
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Ég myndi setja meiri sand í búrið og hafa þykkra lag aftar (kannski svona 7 cm) og þynnra lag fremst (kannski svona 4 cm). Þá virkar búrið dýpra. Bakgrunnur með mynd eða bara svart karton/plastfilma, myndi líka hjálpa mikið og kosta lítið. Stór, flatur steinn/steinar (það er betra að hafa þá flata, svo þeir taki ekki mikið pláss en virki samt stórir) aftarlega í búrið, gæti líka gert mikið fyrir það. Það er fínt að setja steina í uppþvottavélina áður, bara ekki nota sápu.

Gangi þér vel og til hamingju með búrið.
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

einmannalegt, en bara byrjunin!

ég myndi athuga með þessa kommóðu hvort hún haldi nú ekki örugglega búrinu til langstíma.
Post Reply