5000 lítra innitjörn og aquaponics

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Arnarl »

Jæja nú ætla ég loksins að setja í þrað með smíðina og uppsetninguna a þessu verkefni hja mér og vonandi fa meiri umferð í þetta spjall og lífga það aðeins við þar sem þetta er besti markaðurinn fyrir að sýna búrin sín og læra um þessa æðislegu fíkn.

Planið í byrjun var að setja upp nokkur 1000 lítra kör og vera með silung í uppeldi,eftir að fyrsta karið var komið upp og sending af 250 regnbogasilungum kom í hús þa tók fíknin yfir og ætla ég mér að setja silunginn út í kví sem ég fékk hja góðum manni sem er 3 metrar í þvermal og fær eflaust að fljóta með í þessum þræði þegar hún fer upp.

Edit
Aetla setja monster fiskana a hilluna i augnablikinu og breyta thessu i aquaponics med regnboga silung, for a skemmtilegt namskeid uppi haskola og vard ad profa, en eg mun tengja vid tjornina 4x 500 litra tanka sem eg nota sem bed fyrir graenmeti, mun notast vid ocean runner 3500 daelu til ad daela i tankana set myndir vonandi sem fyrst :D

En þannig er mal með vexti að ég get ekki verið með silunginn og skrímslin mín í sama húsi þar sem silungurinn er í 10 graðu heitu vatni en skrímslin í 25 graðum en nóg komið að bulli í mér nú skulum við fa flóð af myndum!

En fyrst sma íbúalista
Það sem ég a í dag eru:
2 Red tail catfish sem eru um 25-30cm
1 60-70cm arowana
vonandi bætist í hópinn stór Aligator gar sem ég hef augastað a og einnig veit ég af einni lima shovel nose sem væri skemmtilegt að fa líka sjaum til með það

Einnig tek ég við öllum fiskum sem eru of stórir í búrin hja fólki :D

Image
Svona er 1000 lítra karið uppsett, unitið a spítuni þarna þvert yfir er sjalfvirkur matargjafari

Image
þessi er a hvolfi ef einhver var að spa í því...

Image

Image
Svona lítur 10 cm regnbogasilungur út :D

Svo skulum við fara í skemmtilegu hlutina

Image
Byrjað var að sla upp 12mm vatnsvörnum krossviðsplötum upp, keypti 2 2x3 metra plötur þannig það er meter upp allann hringinn

Image

Image
Ég tróð ull í glugga opið þarna til að einangra betur

Image
Þarna sést í "þjónustugatið" s.s eini staðurinn sem hægt er að komast ofaní tjörnin

Image
búið að setja dúkinn í og byrjað að fylla

Image
Dúkinn keypti ég í Bauhaus og kostaði hann um 730kr m2 og er um 30fm, ég týmdi ekki að skera dúkinn neitt ef ég skildi nú flytja tjörnina þa ætti ég option a að gera hana töluvert stærri!

Image

Image
Ég gleymdi allveg að taka myndir af undirlaginu en ég setti 5cm þykkar einangrunarplastplötur (Hvíta plastið með ógeðslega hljóðinu) undir dúkinn og a útvegginn bæði til að einangra hita og svo það væri hægt að labba í tjörnini an þess að vera í hættu a að gera gat í botninn

Image

Image
Horft a þjónustugatið

Nú byrjar filterinn hann var búinn að þvælast soldið fyrir mér, hvernig ég ætti að setjann upp og hvernig ég ætti að koma vatninu aftur í tjörnina, ég akvað að nota 300lítra kar sem ég atti smíða undir það og lyfta því eins hatt upp og ég gat og dæla ofaní það með öflugum dælum en markmiðið er 2x 9000 lítra dælur sem gerir um 18.000 lítra a klukkustund sem myndu renna í gegnum filterinn. Í karið setti ég nót sem ég atti sem ætti að gefa um og yfir 800 m2 flatarmal fyrir bakteríuflóru(gæti verið miklu miklu meira) og til að nýta það 100% er hún öll í wet/dry systemi en til að minka þrifin a nótini gerði ég drip box ofana karið sem er með 5cm þykkum grófum svamp og ull þar ofana. Svo var hausverkurinn að koma vatninu í tjörnina aftur og fylla allt af súrefni og þa kom vitur maður með hugmynd af rennu sem væri í halla og væri með grófu nylon neti í sem myndi full metta vatnið af súrefni og einnig hægir netið töluvert a vatninu þannig bunan er ekkert svo svakaleg þannig yfirborð tjarnarinnar garast ekki of mikið.


Image
Hérna er karið komið uppa grind

Image
Sést í rennuna og hvernig vatnyfirborðið verður

Image
Drip boxið

Image
Ég gerði gat í hliðina a boxinu sem verður yfirfall ef ullin og svampurinn myndi stíflast

Image
Yfirfall í karið ef nótin skildi stíflast þa flæðir ekki uppúr karinu heldur í gegnum götin að ofanverðu og sína réttu leið í rennuna

Image

Image
Séð ofaní rennuna

Image
Byrjað að dælast sma, dæla sem ég atti til sem dælir um 4000 lítrum a klukkustund

Image
Sést vel hvernig vatnið hagar sér í netinu

Image
Búið að bæta við einni Oase dælu sem er um 10.000 lítrar held ég, einnig sést hvernig ég er búinn að strengja net í kringum tjörnina til að gera þetta hæft stökkvurum og strokufiskum en einn íbúana er 60-70cm Silfur arowana og ætli einhverjar chönnur bætist ekki í hópinn líka

Image
150W MH kastari kominn upp, svakaleg lýsing af honum, er að spa hvort ég bæti við öðrum en ég a 2 stk eftir, ætla sja til með það

Image
Mynd af Oase dæluni og sést svona sirka lýsingin af kastaranum, tæmdi aðeins úr tjörnini þar sem ég týndi vöðlunum og þurfti að fara í stígvélum til að klara fragang a netinu

Image
Sést inn um þjónustugatið, en þar er planið að gera hurð sem auðvelt er að opna til að skoða fiskana og gefa og annað skemmtilegt
Last edited by Arnarl on 15 Jun 2015, 19:30, edited 1 time in total.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Svo gleymdist að taka það framm að ég a 2x 1000 lítra búr og 1x 800 lítra sem fara þarna upp ef plass leyfir og verða ætluð í grow out búr fyrir sér valda fiska sem ég kem með að flytja inn
Minn fiskur étur þinn fisk!
eyberginn
Posts: 2
Joined: 18 Jan 2015, 23:35

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by eyberginn »

Snilld:D gaman að sjá myndir af þessu bjóst ekki við að þetta væri svona þegar þú sagðir mér frá þessu um daginn :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Jakob »

Alveg brilliant!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Gilmore »

Verður spennandi að fylgjast með þessu. Lítur vel út. :)

Hvernig húsnæði er þetta?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Þetta er hesthús
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
jensib
Posts: 15
Joined: 10 Dec 2014, 10:29

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by jensib »

Well done sir! Gaman að sjá svona metnað og við hin fáum vonandi að fylgjast með framhaldinu.

Og sammála með þetta snilldar spjall.. væri gaman að fá smá líf í það aftur(hvet alla til að posta einhverju um það sem þeir eru með í nýja þræði)
kv. jensib
nesquick
Posts: 76
Joined: 17 Sep 2008, 18:13
Location: Reykjavík

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by nesquick »

Snilld :góður:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Vargur »

Geggjað verkefni, rennan verður gríðarlega góður bio filter.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Takk fyrir það, ætla setja meira net í rennuna við tækifæri 2-3 lög, svo nýjasta vitleysan er að gera land fyrir skjaldbökur hehe
Minn fiskur étur þinn fisk!
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by RagnarI »

Hvernig gerirðu vatnsskipti í þessu? :O
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Seinni tíma vandamál
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Sibbi »

Arnarl wrote:Seinni tíma vandamál
:góður:
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Jæja þetta skríður afram, sma föndur eftir í netinu og svo smíða hurðina í, læt myndirnar tala :D
Gleymdi reyndar að taka myndir af silungnum en hann stækkar og stækkar :D

Image
Svona er horft a þetta um leið og maður kemur inn

Image


Image
Hin hliðin og filterkarið

Image
Svo innaní

Svo stoppar aldrei vitleysan hja manni en nýjasta er að breyta gömlu hlöðunni í hænsnakofa, það er agætt verkefni fyrir sumarið nema hvað að ég fæ 48 frjó egg í vikuni og fara þau í útungunarvél þannig give or take 30 dagar sem ég hef( enginn press þar :roll: )

Hérna eru myndir af hlöðunni

Image
Eins og sést er mikið og stórt verk fyrir höndum, það er steypt gólf þarna undir einhverstaðar en hurðin er beint inní hesthúsið sem fiskarnir eru

Image
Séð fra hlið

Image
Yfirlits mynd :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by keli »

Gaman að þessu. Svo hendirðu hænunum í monsterin :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Allavega ungum hehe
Minn fiskur étur þinn fisk!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Vargur »

Eru engar nýjar fréttir ?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Er að taka smá u-beygju í planinu með tjörnina en ætla setja upp smá aquaponics kerfi með henni, þannig ég set regnboga silung í hana og tengi við hana 4x 500lítra beð sem ég ætla vera með basil, mintu, jarðaber og 2-3 tegundir af káli. Mætti færa þennan þráð í annan hóp veit bara ekki hvort hann ætti heima í almennum umræðum eða gróðurbúra hópnum sennilega bara almennum. Þetta verður spennandi og krefjandi verkefni á fiskabúra lok sem er um 220cm á lengd með 8x80w t5 perum sem ætti að duga fyrir 2 beð ættli ég endi ekki á að vera með mh kastara yfir hinum tveim eða t8
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

Og hænsnakofinn er fluttur í annað húsnæði
Minn fiskur étur þinn fisk!
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by RagnarI »

er ekki regnbogasilungur monster? hann verður amk vel yfir 30 cm!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Andri Pogo »

Færði þetta fyrir þig í almennar, lætur bara vita ef þú skiptir um skoðun :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn

Post by Arnarl »

faerdi allan regnbogann yfir i storu tjornina i fyrradag og er hann strax byrjadur ad eta, bedin eru langt komin, keypti gegnumtokin til ad tengja tankana saman i dag en sokum thess ad siminn minn er i vidgerd verdur litid af myndum thanga til . Fer langt med ad klara thetta i vikuni vonandi, er kominn i sumarfri thannig eg er tharna ad smida allann daginn.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Arnarl »

Jæja hér koma loksins nokkrar myndir, smíðaði lítið í dag sökum þess að allt var lokað en fór og sótti mér 120 regnboga silunga í viðbót þannig þeir eru í heildina 137 stk svo eru nokkrir gullfiskar í tjörninni og humrar

Image
Ég með fiskana í tunnuni

Image
Vatnið varð soldið tæpt a súrefni a heimleiðinni þannig þetta leit ekkert svo vel út þegar ég opnaði tunnuna en þeir lifðu allir, enda er tjörnin full af súrefni

Image
komin sma mynd a þetta, setti nokkrar rætur ofaní sem ég atti sem gullfiskar og humrar halda sig við

Image

Image
Sa gullfiskana lítið aður en þessi pakki kom í dag en um leið og þeir fóru ofaní fór allt af stað og gullfiskarnir fóru að skoða þarna sést einn hja rótinni

Hérna koma svo myndir af aquaponics systeminu:

Image
Verð með dælu sem dælir ofaní þetta rör sem verður fullt af vikri og svo a ég eftir að bora göt í rörið fyrir potta en þetta rör verður einungis fyrir jarðaber vonast til að na um 30-40 plöntum a rörið svo lekur úr rörinu og ofaní beðið sem mun koma þarna lengst til hægri

Image
A eftir að skera tankana betur og losa mig við skeifuna þarna sem kemur útaf lokinu sem er a þessum tönkum og svo klæði ég allveg upp til að halda þeim fra því að svigna mikið

Image
Undirstöðurnar eru euro palletur og til að plassið myndi ekki fara til spillis gerði ég hillur inní þær

Image

Image
Mun svo klæða þetta allt með spítum sem ég fæ með því að taka brettin í sundur, svo aldrei að vita nema ég pússi og mali seinna meir.
Tankarnir verða tengdir saman neðst svo það lekur a milli þeirra, keypti gegnumtök úr PVC sem ég nota svo skilar vatnið sér aftur í tjörnina með yfirfalli, eina sem er að stoppa mig sma núna er ljósbúnaðurinn vona að ég finni útúr því sem fyrst.
Minn fiskur étur þinn fisk!
farmram
Posts: 3
Joined: 31 Dec 2013, 20:21

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by farmram »

Þetta er að verða geðveikt
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Vargur »

Skemmtilegt.
Hvernig er það eru regnbogasilungar einhverjir pestagemlingar, þarftu að vera á varðbergi fyrir einhverri óværu í þeim ?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Arnarl »

Það hafa verið einhverjar bakteríur í þeim sem hafa drepið heilu stofnanna. En ég hef ekki áhyggjur af því en mun samt fylgjast vel með
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Arnarl »

Það helsta í fréttum er að ljósin fyrir jarðaberja plönturnar eru komin upp og kláraði ég að klæða utanum beðin með hjálp frá Ragga Danner. í ljósunum eru 4x 58w T8 gróður perur sem ég keypti í Bauhaus, svo pantaði ég mér 120w led ljós yfir beðin pantaði bara eitt til að prófa en það er á leiðinni til landsins einnig pantaði ég professional sjálfvirkan fóðrara sem tekur 5 kg og get ég stillt hann á allavegu sem ég vil.
Næst á dagskrá er að setja beðin á sinn stað og tengja saman sem ég geri vonandi á morgunn og næ þá að setja jarðaberin í á sunnudaginn ef allt gengur eftir.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Arnarl »

Image

Image

Image

Image
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Snædal »

Þetta lítur vel út. Aquaponicsnámskeiðið hefur greinilega haft góð áhrif á þig :)

Hvernig er hitastigið almennt þarna inni?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: 5000 lítra innitjörn og aquaponics

Post by Arnarl »

Reyni að hafa hitastigið í kringum 20° þá er tjörnin í 17° en eftir að ég kveikti á kerfinu lækkaði hitinn í 15° í tjörninni sem er allt í góðu
Minn fiskur étur þinn fisk!
Post Reply