Fiskaspjall.is

Umræður um fiska og vatnadýr
Núna er 22 Feb 2019, 19:04

Allir tímar miða við UTC Ísland
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 17 póstar ] 
Höfundur Skilaboð
PósturSent inn: 26 Okt 2014, 16:11 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
Góðan daginn

Þetta á nú kanski ekki heima hér, en langaði endilega að deila með ykkur "fiskunum" mínum.

Um er að ræða tvær skjaldbökur. Báðar kvk
Red Eared Slider (RES) umþb 6 ára (Godzilla)
og
Yellow Bellied Slider umþb 5 ára (Sallý)

Þær eru orðnar mjög stórar og eru báðar mjög vinalegar, kippa sér ekkert við það að láta "klappa" sér sem er mjög þæginlegt,
þær eiga það til að reynað glefsa ef þær eru orðnar mjög svangar, en þá veit maður hvað þær vilja
Godzilla er þó aðeins meira tamin og hún kemur þegar kallað er á hana (yfirleitt)

Þær fá svo auðvitað góðan göngutúr ca. 2 í viku, og þá fá þær að vera frjálsar og vafra um íbúðina,
svo fara þær í lokinn í dimmasta hornið og leggja sig.

Keypti 10L fötu af sérstöku blönduðu fóðri að utan, svo þær fá alla þá næringu þar sem þær þurfa.

En nóg um þær, þá er það búrið, þetta er alls ekki eithvað sérstök aðstaða en ég gerði hana alla sjálfur nema búrið, það keypti ég heimasmíðað.

um er að ræða 400L búr sem er mjög breytt og lágt, rétt um 50cm, svo það rúmast rosalega vel fyrir þær til að synda um.
Það er ál rammi á toppinum með einni (styrkingu) voru tvær en tók hana burt þar sem ég sá ekki tilgang með henni þar sem hún var hálf laus og eingin spenna á henni, skildi þó hina eftir þar sem ég lagði pallinn beint ofaná þar svo ég þyrfti ekki að gera hann risa stóran yfir allt búrið, ramminn er orðinn frekar ljótur, en ætla að taka hann og pússa uppá nýtt og mögulega mála svartann, en svo er það bert að neðan, liggur bara á borðinu, fór vel yfir botnin og allt límkítti þegar ég fékk það og leit það allt frekar vel út.

Lét skera út fyrir mig plexigler til að búa til sólbaðspall fyrir þær (Basking Area) með 150W sólarlampa klemmdann á einn vegginn.
Seldu mér einnig sérstakt lím til að setja það saman, ætti ekki að segja frá því þar sem það er stranglega bannað. Nefnum ekki það fyrirtæki.

Keypti steina í botnin frá Fígaró uppá höfða, kostaði þónokkuð mikið þessir til að þekja botninn tvöfaldann, en þessir urðu fyrir valinu eftir þónokkrar leitir og tilraunir og kemur vel út og auðvelt að þrýfa.

Prófaði og keypti handa þeim 5 flottar plöntur til að lífga aðeins upp búrið og gera það náttúrlegra, keypti þær sterkustu sem til voru í gæludýr.is
en það varði ekki nema í nokkra daga þar sem þær átu þær allar og rifu þær upp, svo ég fjarlægði það allt aftur, en ef einhver á sniðuga hugmynd hvað ég gæti gert til að gera það meira "Natural" þá væru ábendingar vel þegnar.

Keypti síðan Led stöng í glæru plasti, límdi öll samskeyti til að gera loft/vatnsþétt sem ég mun síðan líma uppí þverslánna, ætla síðan að fá eins stöng og kaupa 90° plexigler og festa hinumegin við og festa þar uppí, en sú stöng yrði marglituð (breytanlegir litir) ætla svo að kaupa mér timer og dimmer til að búa til svona sólsetur á hvítu stönginni og láta hina taka við á nóttinni með lituðu ljósi.

Hreinsun:

Keypti mér eina XP3 Dælu, Moddaði hana eftir þessum þræði http://www.turtleforum.com/forum/upload/?showtopic=135200
En fann svo eitt til viðbótar til að gera við hana sjálfur sem ekki kom framm í þessum þræði, það var að porta/bora út inlet og outlet rörin sem eru ofaná motornum og gerði þá eins svera og hægt var, gríðarlegur munur eftir þessar breytingar, Mæli með þessu fyrir ykkur sem eigið Rena XP dælur, virkar fyrir allar, svo reyndar keypti ég einnig Rótorinn af ebay fyrir XP4 dælu sem jók flæðið um 30L/H.
það fann ég hér http://www.monsterfishkeepers.com/forums/archive/index.php/t-471728.html
Með þessum breytingum er maður kominn með næstum tvöföldun á flæði fyrir XP3 dæluna, og henntar vel fyrir svona skriðdýr sem eru (sóðar).

Fór síðan í Barka og keypti með loftlagna rör 20mm, og vinkla til að setja saman, orginal rörin eru bara 15-16 mm svo þar jókst flæðið eithvað meir.
En þá var ég með annað búr þegar ég smíðaði þær, svo inntaks rörið nær ekki niður í botn (laga seinna)

Inní dælunni nota ég Matrix steina http://verslun.tjorvar.is/product_info.php?cPath=24_279_43&products_id=709&osCsid=l59phs9nbgv81c17m6a14if9k0
Orginal grófari svampinn í sömu körfu (neðstu)
síðan Filterull í miðjunni keypt í gæludýr.is
síðan í efstu skipt í tvennt, Keramík filter og síðan Crystalwater sem kemur í veg fyrir þörungamyndun.
Búin að prufa mig áfram með ýmis setup og kom þetta best út og auðvelt að þjónusta.

Svo keypti ég mér tveggja stúta loftdælu og setti T stykki á aðra slönguna og hef 2 litla loftsteina sitthvoru megin og einn 20cm langan í miðjunni.
ATH: aðeins gert sem skraut/show, þar sem þær þurfa ekki súrefni í vatnið.

Svo einn stillanlegur 300w hitari, frekar lítill enn viðheldur hitastiginu ágætlega

Þetta er það helsta yfir þetta allt, svo tek ég það framm að þær eiga sitt eigið herbergi sem er geymsla og er 8fm, svo þær hafa það bara næs!

Svo læt ég nokkrar myndir af þessu og reyni svo að uppfæra í hvert skipti sem ég betrumbæti uppsetninguna!

Endilega segjið ykkar skoðanir og ábendingar, en eingin skítaköst samt

Takk fyrir, Kv turtle boy

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd


Síðast breytt af RES þann 27 Okt 2014, 19:16, breytt samtals 1 sinni.

Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Okt 2014, 18:21 
Ótengd/ur

Skráður: 08 Maí 2007, 00:45
Póstar: 2783
Staðsetning: Ísland
lítur vel út, um að gera að komi fyrir góðu UVA/UVB ljósi.
Ertu með vörn utan um hitaran?


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Okt 2014, 19:13 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
Nei hef ekki sett vörn utan um hitarann, hef ekki talið þörf á því þar sem þær eru nær aldrey utan í honum, og munu sjálfsagt ekki skaða sig þótt þær færu í hann.
Spurning já með UV ljós, hef ekki verið í neinum vandræðum með þörungamyndun og bakteríu flóran er mjög stöðug og reyni að sjá til þess að skemma hana ekki við hreinsun eða skipti á vatni, en ef það byrjar að koma upp þannig vandamál þá mun ég skella því í.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Okt 2014, 19:20 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
Setti upp led dagljósið áðan, og kemur flott út, gefur smá skugga aftast í búrinu en fynnst það gera það flottara, á meðan fóru þær í göngutúr.
Nú er bara næst að kaupa næturljósin og setja þau upp.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Okt 2014, 23:51 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Flott uppsettning, gaman að sjá þegar vel er hugsað um bökur en ekki að þær séu að dúsa í of litlum búrum

Mæli klárlega með því að kanna UVB peru fyrir þær (Ekki UVC, sem er notað til að deyða bakteríur og þörunga), eins og Reptisun 5.0 eða 10, þessi pera sér um að veita bökunum D vítamín og styrkir skelina þeirra

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 26 Okt 2014, 23:52 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 09 Ágú 2010, 18:29
Póstar: 1133
Staðsetning: Hafnarfjörður
Enginn smá flottur þráður :góður:


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 27 Okt 2014, 04:45 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
Squinchy skrifaði:
Flott uppsettning, gaman að sjá þegar vel er hugsað um bökur en ekki að þær séu að dúsa í of litlum búrum

Mæli klárlega með því að kanna UVB peru fyrir þær (Ekki UVC, sem er notað til að deyða bakteríur og þörunga), eins og Reptisun 5.0 eða 10, þessi pera sér um að veita bökunum D vítamín og styrkir skelina þeirra


Skoðaði þetta með uvb peruna, og fór svo að leita á netinu, og fann þar þetta flotta og snyrtilega perustæði fyrir 18" peru með reflector, sem passar eiginlega akkurat ofaná plastið, þarf bara að færa litlu stuðningsplötuna um 3-4 cm, setti svo með því tvær Reptisun 10.0, gott að eiga eina vara þar sem maður á að skipta um þetta á 4-6 mánaða fresti, hér er eins stæði og ég pantaði:
http://www.ebay.com/itm/Zoo-Med-ReptiSun-Terrarium-Hood-18-Inch-/271647914464?pt=LH_DefaultDomain_0&hash=item3f3f7a39e0
Eins og sést þá er þetta mjög snyrtilegt og fer lítið fyrir þessu.
Hugsa að þetta sé það síðasta til að full klára búrið.

Svo er ég að reyna að fá lánaða kk yellow bellied til að prufa hvort þær séu til að breeda fyrir mig.
á allt til að græja undir hana ef það heppnast og langar virkilega til að gera tilraun til þess.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 27 Okt 2014, 20:23 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
Fór í dag og náði í plastgróður og bakgrunn (sést ílla þar sem hitt ljósið er ekki komið upp)
Sá síðan einn "lítinn" Oskar sem ég vorkenndi í litla búrinu sínu og ákvað að taka hann með.
Og kemur þeim rosa vel saman.
Langar síðan að prófa að sækja Malawi fiskana mína og sjá hvort þeir verði látnir í friði

Mynd


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 29 Okt 2014, 01:02 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Þegar ég var með mínar tvær YBS í 600L búri var ég með slatta af grjóti fyrir fiskana til að fela sig í, það virkaði ágætlega en fækkaði samt alltaf hægt og rólega :P enda er fiskur stór partur af fæðunni þeirra í náttúrunni
Mynd

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 29 Okt 2014, 14:52 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
hvernig grjót er þetta og hvar fær maður svona ?
er frekar nýr í svona rockwork skreytingum.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 22 Nóv 2014, 00:56 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 09 Ágú 2010, 18:29
Póstar: 1133
Staðsetning: Hafnarfjörður
Squinchy skrifaði:
Þegar ég var með mínar tvær YBS í 600L búri var ég með slatta af grjóti fyrir fiskana til að fela sig í, það virkaði ágætlega en fækkaði samt alltaf hægt og rólega :P enda er fiskur stór partur af fæðunni þeirra í náttúrunni
MyndER ekkert að því að vera með hraun hjá skjaldbökum? , spyr sá sem ekki hefur hundsvit á bökum :)


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 23 Nóv 2014, 00:49 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 24 Jan 2007, 18:28
Póstar: 3317
Staðsetning: Rvk
Sibbi skrifaði:
Squinchy skrifaði:
Þegar ég var með mínar tvær YBS í 600L búri var ég með slatta af grjóti fyrir fiskana til að fela sig í, það virkaði ágætlega en fækkaði samt alltaf hægt og rólega :P enda er fiskur stór partur af fæðunni þeirra í náttúrunniER ekkert að því að vera með hraun hjá skjaldbökum? , spyr sá sem ekki hefur hundsvit á bökum :)


Það er misjafnt hvað böku sérfræðingarnir segja um það, var ekki að valda vandræðum hjá mér enda nóg af sundplássi þarna :)

_________________
Kv. Jökull
Dyralif.is


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 23 Nóv 2014, 11:16 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 09 Ágú 2010, 18:29
Póstar: 1133
Staðsetning: Hafnarfjörður
Squinchy skrifaði:
Sibbi skrifaði:


ER ekkert að því að vera með hraun hjá skjaldbökum? , spyr sá sem ekki hefur hundsvit á bökum :)


Það er misjafnt hvað böku sérfræðingarnir segja um það, var ekki að valda vandræðum hjá mér enda nóg af sundplássi þarna :):góður:


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 29 Nóv 2014, 21:03 
Ótengd/ur
Notandamynd

Skráður: 15 Sep 2006, 12:03
Póstar: 8633
Staðsetning: Mosfellsbær
Fyrirmyndar skjaldbökubúr, sannarlega gaman að sjá að menn hafa áhuga á að gera sem best fyrir dýrin.
Er hægt að kaupa Uvb perur einhverstaðar hér á landi ? Flúrlampar hafa átt þær en eiga þær ekki núna og sýna þessu lítin áhuga.


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 29 Nóv 2014, 21:13 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
Vargur skrifaði:
Fyrirmyndar skjaldbökubúr, sannarlega gaman að sjá að menn hafa áhuga á að gera sem best fyrir dýrin.
Er hægt að kaupa Uvb perur einhverstaðar hér á landi ? Flúrlampar hafa átt þær en eiga þær ekki núna og sýna þessu lítin áhuga.

Fiskó er með þær í öllum stærðum og gerðum


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 29 Des 2014, 18:46 
Ótengd/ur

Skráður: 21 Des 2008, 23:45
Póstar: 25
Vonandi er einhver enn að fylgjast með hérna ;)

En ekkert smá flott, en gerðiru landið sjálfur?
Mig langar sjálfri í stórt land yfir bróðurpart fiskabúrsins hjá mér, datt í hug að senda á plexí fyrirtæki en
langar að vita hvernig þú gerðir þetta (eða aðrir með hugmyndir)


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
PósturSent inn: 04 Jan 2015, 11:57 
Ótengd/ur

Skráður: 26 Okt 2014, 14:32
Póstar: 11
Sinni skrifaði:
Vonandi er einhver enn að fylgjast með hérna ;)

En ekkert smá flott, en gerðiru landið sjálfur?
Mig langar sjálfri í stórt land yfir bróðurpart fiskabúrsins hjá mér, datt í hug að senda á plexí fyrirtæki en
langar að vita hvernig þú gerðir þetta (eða aðrir með hugmyndir)


Landið er frekar einfalt ef maður er með opið flatt búr, lét skera út málin á því og límdi svo saman,
lét þá líka skera rampinn og lét 25° halla niður, og verður að passa að hafa rampinn nógu langan svo hann fari amk 5-7cm ofaní
svo límdi ég tröppur og sömu þykkt á rampinn til að þær nái að grípa í, svo hafa veggina umþb 20cm, þá komast þær ekki yfir og þeir þurfa að standa út með rampinum svo þær labbi ekki uppá kanntinn á búrinu..

Annars notaðu bara hugmyndaflugið, þetta er mjög einföld hugmynd og nokkuð snyrtilegt, og auðvelt að þrífa,
bara ekki nota timpur þar sem það morknar fljótt og skemmist.

Gangi þér bara vel


Fara efst
 Stillingar  
Svara með tilvitnun  
Sýna pósta frá fyrri:  Raða eftir  
Setja inn nýja umræðu Svara umræðu  [ 17 póstar ] 

Allir tímar miða við UTC Ísland


Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 4 gestir


Þú getur ekki sent inn nýja pósta á þessu spjallborði
Þú getur ekki svarað í umræðum á þessu spjallborði
Þú getur ekki breytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki eytt þínum póstum á þessu spjallborði
Þú getur ekki sent inn viðhengi á þessu spjallborði

Leit að:
Fara á:  
cron
POWERED_BY