Besta fiskafóðrið .

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Besta fiskafóðrið .

Post by jonsighvatsson »

Sælir , þar sem ég hef verið gullfiskaunnandi í 10 ár þá er maður búinn að pæla í hinu og þessu varðandi gullfiska . Gullfiskahobbíið fór að ganga eins og smurt þegar maður fattaði að mest af þessu fóðri útí búð er vægast sagt eitrað fyrir fiskana . Sem dæmi eftir að ég hætti að nota tetra og OSI gullfiskafóður þá hef ég ekki séð einn einasta gullfisk á floti í búrinu hjá mér núna seinustu ár . Ég notast við New life spectrum fóður en núna fyrst ætla ég að prufa að setja fiskana á Hikari fóður bara uppá jókið .

Hefur einhver hér reynslu af OMEGA ONE fóðri ? Skilst að það sé með NLS og hikari í topp 5.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by Agnes Helga »

Hvar fæst hikari fóður hér á klakanum?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by jonsighvatsson »

Fæ það bara beint frá uk , kostar svipað og NLS hjá furðufuglum og fylgifiskum .
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by Agnes Helga »

Þá í gegnum ebay eða álíka? Stoppar það kkert í tollinum?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by jonsighvatsson »

Hehe ég finn það út fljótlega.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by keli »

Tollurinn stoppar fiskafóður venjulega. Stundum (sérstaklega sjaldan með fiskafóður) er maður heppinn og það fer í gegn, en yfirleitt ekki. Það þarf leyfi til að flytja inn fóður, ásamt upprunavottorði, nákvæmri innihaldslýsingu o.fl.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by jonsighvatsson »

Whut . Ekki er öll vitleysan eins :)

Hvernig reddar maður þessum upplýsingum ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by keli »

Það borgar sig ekki nema fyrir stórar sendingar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by jonsighvatsson »

Jubb , komst í gegnum tollinn hikari oranda fóður.

Ef einhver vill prófa þetta stuff þá má ég alveg missa 150gr af þessu . Fiskarnir verða í 10 ár að klára þetta
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by henry »

Þegar ég var með discusa þá gerði ég mitt eigið fóður úr nautshjarta og spirulina og einhverju dóti, setti í plastpoka, flatti út, og frysti.. eitt hjarta hefði enst í svona 3 ár. Er með skala núna, en gæti mögulega prófað þetta aftur. Er með Nutrafin úr fiskó núna, svosem engin reynsla af því ennþá.

Annars hefur mér mestu þótt skipta að vera með fjölbreytt fæði fyrir þessi grey.
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by jonsighvatsson »

Henry get alveg selt þér hinn helminginn , er með þetta vacuum pakkað í ískáp . Þetta voru 23$+1250kr tollur . uþb 2þús fyrir 150gr . (svipað og 150gr nls) Kann ekki við að eiga of mikið af fóðri sem ég get ekki notað innan árs.

update

Ég veit að þetta er ekki mjög vísindalegt en kærastan mín sá mun á fiskunum nokkrum klukkustundum seinna eftir að ég gaf þeim hikari fóðrið, hún commentaði á að þeir væru eins og "spíttaðir" samt er hún síðasta manneskjan á jörðinni sem er að pæla hvaða fiskafóður ég er að nota .

Ég er dálítið hugsi yfir þessu því ég er algjörlega sammála henni , ég hef notað NlS í mörg ár og var mjög ánægður með það fóður en man ekki eftir fiskunum svona hressum . Gæti verið vegna þess að ég hef verið að prufa mig áfram með frosið fóður síðustu vikur , það er glórulaust að fiskar breytist á nokkrum klst. Ég er nokkuð viss um að nls fóðrið er ekki skemmt því ég vacuum pakka umframfóður og hendi því síðan eftir ár .

tetra fóðrið og OSI dótið er amk ekki í sama klassa og þessi tvö sem ég nefndi áður að mínu mati .
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Re: Besta fiskafóðrið .

Post by henry »

Tjah, er þetta ekki eitthvað gullfiska fóður?
Post Reply