Fiskar sem deyja

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Trunta
Posts: 2
Joined: 18 Mar 2014, 19:53

Fiskar sem deyja

Post by Trunta »

Góðan dag.

Ég er nýbúin að skrá mig hér, var að fá mér fiskabúr þann 5.mars, notað, og það fylgdi með ein ryksuga og 3 neonfiskar.
Ég setti upp búrið þá, setti vatn í það og fiskana ofan í. Passaði auðvitað hitastigið. Daginn eftir keypti ég 6 gubby fiska. Fiskarnir héngu undir yfirborðinu fyrstu dagana en svo fóru þeir að synda um allt. Fiskarnir hafa sumir verið að fela sig eða leggjast á botninn. Svo í gær þá drapst ryksugan og í dag þá drápust allir neonfiskarnir :/ ég fór í að skipta út vatni og þreif dæluna og þegar ég var að setja nýtt vatn út í (passaði hitastigið líka þá) þá dó einn gubbyfiskurinn líka :( hinir fiskarnir eru eitthvað tuskulegir inná milli og haga sér eins, þ.e leggjast á botninn og hanga í yfirborðinu..

Hef heyrt að fiskar geti líka orðið veikir.. ef einn veikist.. veikjast þá allir? Þarf ég að kaupa einhver efni til að setja út í nýtt vatn eða eitthvað lyf til að lækna þá ef þeira eru veikir.

Er með sand sem er gamall og það hangir svona græn slykja yfir honum og hann er svo fínn að það er ekki hægt að ryksuga hann, hann fer bara með... ætla að fá mér grófari sand, hvernig geri ég það?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Fiskar sem deyja

Post by Vargur »

viewtopic.php?f=6&t=7003
viewtopic.php?f=6&t=3189
Hér er smá lesning.

Þarna gæti verið ýmislegt í gangi og erfitt að segja hvað er að gerast.
Gætu verið lélegir fiskar sem þú fékkst eða offóðrun og uppsöfnun úrgangsefna. Hvað er búrið stórt ?

Ef sandurinn er svo fínn að þú getur ekki ryksugað hann þá á hann ekkert erindi í fiskabúr.
Mér sýnist þetta stefna í að þú þurfir að byrja upp á nýtt.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Fiskar sem deyja

Post by Elma »

það hefur (augljóslega) verið slökkt á dælunni þegar búrið var flutt
í einhvern x langan tima, svo var búrið fyllt og dælan sett aftur í gang?
Ef það slokknar á dælunni í meira en hálftíma þá byrja góðu bakteríurnar
sem búa þar að deyja því þær þurfa súrefni til að lifa.
Þær hafa dáið í milljóna tali og svo var dælan sett aftur í gang
og í staðinn fyrir að góðu bakteríurnar virka góðar þá eru þær
orðnar vondar fyrir búrið/vatnið/fiskana. Af því að þær dóu þá menga þær vatnið núna
og miðað við lýsingarnar á því hvernig fiskarnir haga sér þá er líklegt að um ammóníak eitrun sé um að ræða.



Það sem er best að gera nuna er að skipta um vatn lítið /20% vatn á hverjum degi í c.a viku.
Það er rosa gott að vera með mælitest sem hægt er að mæla vatnið með, til að sjá hvort að það er eitthvað að.
Skoða fiskana á hverjum degi til að sjá hvernig þeir hafa sér, ef allt er eðlilegt þá ættu þeir að synda glaðir um.
Ef þeir anda hratt eða eru hoknir og listarlausir þá er eitthvað að.
Það besta sem hægt er að gera fyrst í stöðunni er að skipta um vatn ef þú grunar að eitthvað sé að.

Í sambandi við sandinn, ef hann er fínn og erfitt að ryksuga hann þá er gott að reyna að minnka sogkraftinn á ryksugunni.
En það er frekar auðvelt að skipta um, það sem ég geri er að taka 50% af vatninu úr búrinu,
fæ mér fínan meðalstóran háf og skófla upp sandinum, þá lekur vatnið úr en þú nærð sandinum upp.
Vatnið verður rosalega gruggugt fyrst en þá bara fylla búrið aftur, bíða eftir að drullan setjist á botninn og ryksuga draslið upp.
Svo færðu þér grófari möl, fínt að skola hana fyrst, nánast alltaf ryk í pokunum, skola hana í stórum pott í baðkarinu eða með sigti
og setja hana svo í búrið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply