80L dvergsíkliðu og guramibúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Jæja. Mikið er langt síðan ég var með svona þráð og þessu mæta spjalli. Síðan síðast þá hef ég verulega dregið saman seglin, og er ekki einu sinni með búr. En ég stefni á að fá mér 80l búr milli jóla og nýárs, en það verður minna en þau þrjú búr sem ég talaðu um hér fyrir einhverjum árum. Því miður verð ég að bíða með að fara í amerískt síkliðubúr því þær eru svo plássfrekar. Þess vegna ætla ég að reyna svolítið sem er nýtt fyrir mig:

Dvergasíkliður með vel völdum got- og botnfiskum. Ég ætla að leggja svolítið í gróðurinn að þessu sinni en þó verður ekki um eiginlegt gróðurbúr að ræða (væri co2 kerfi samt æskilegt upp á heilbrigði planta og fiska, góðan lit etc.?).

Því spyr ég (væntanlega betra að skrifa þetta í gróðurbúraþráðinn en ég vil halda sem flestu sem tengist mínu búri, í einum þræði ef stjórnendur leyfa), er hægt að finna eitthvað undirlag / moldarleir í túnum eða skurðum hér á suðvesturhorninu sem nýta má sem botnlagið í búrinu? Síðan ætla ég að setja möl/sand ofan á það og vona að þetta verði plöntunum tryggur grunnur.

E.S. Þar sem um síkliður og gotfiska verður að ræða þá fann ég búrinu ekki stað í þar tilgerðum þráðum. Ef stjórnendur vilja setja þráðinn í annað forum þá er það allt í lagi.
Last edited by Birkir on 04 Jan 2014, 03:15, edited 2 times in total.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80l gróðurmiðaða dvergsíkliðu - gotfiskabúrið

Post by Birkir »

Ég ætla að reyna að verða mér út um búr á morgun og ef veður leyfir þá kaupi ég mér "næringarundirlag" (substrate, hvað eigum við að kalla þetta á íslensku?) til að hafa undir mölinni, til þess að gefa gróðrinum gott start og traustan grunn.
Ef spjallverjar eru með góðar uppástungur um hvaða tegund af undirlagi sé best að kaupa og hvar, þá endilega lát heyra. Ég veit að það eru til tvær tegundir í Dýraríkinu.

Varðandi gurami fiska. Nú er ég að sjá um lítið búr í vinnunni og í því er par, tegund sem ég þekki ekki en þau geta verið grimm. Kerlingin er smá en bítur mig stundum ef ég er að gafra í búrinu hennar. Sömuleiðis reyndu þau að stúta mjög litlum sverðdragara sem bættist við fyrr í dag. Hresst par.

Að þessu sögðu, er óhætt að álykta sem svo að gurami séu með nægilega mikið swag til að deila búri með nokkrum dvergsíkliðum? Ég mun í það minnsta bregða á það ráð að adda gotfiskunum fyrst og leyfa þeim að koma stjórnmálunum í stand áður en síkliðurnar mæta á svæðið.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80l gróðurmiðaða dvergsíkliðu - gotfiskabúrið

Post by Birkir »

Image
Image
Image
Image

Búr: Ciona Aqua 80.

Fyllti búrið af vatni og plöntum í fyrradag (myndir teknar í gær). Ég veit ekki hvaða plöntur þetta eru en fékk þær gefins, frá góðu fólki sem vantaði að grysja búrin sín, losa sig við ræfla og afleggjara (hæ Santaclaw og Vargur). Plönturnar eru að taka sig og líta ræfilslega út en við sjáum hvernig það þróast. Ætla að redda mér fleiri hávöxnum plöntum. Mölina fékk ég hjá Santaclaw. Dásamlegt. Tól, græjur, substrate, fóður og bætiefni fékk ég á góðu verði hjá Vargnum.

Undir mölinni er Complete Substrate frá Tetra, til að styrkja gróðurinn. Það er tæplega 2cm þykkt á því og eftir á að hyggja hefði ég viljað hafa það amk 3cm. Við sjáum hvað setur. Það er tiltölulega þykkt lag af möl. Ég geri það til að hafa flötinn óregglulegan. Mér finnst of mikið af hvítu og ljósu í mölinni. Ætla að redda mér svörtum sandi til að dreyfa yfir til að dekkja áferðina upp að einhverju marki. Ábendingar um góðan svartan sand í fínni kantinum í og nálægt Reykjavík vel þegnar.

Búrið er skemmtilegt í laginu, nokkuð hátt, sem mun ábyggilega koma sér vel fyrir þá fiska sem nota allt búrið, þ.e.a.s. allar hæðirnar þrjár.

Í lokinu er aðeins eitt perustæði, það er stærsti gallinn við þennan pakka. Eins og sjá má er ég með rauða gróðurperu. Hún verður í þangað til ég fæ einhvern til að setja annað perustæði í lokið fyrir hvíta peru, jafnvel minni peru, hvíta, til að vega upp á móti gróðurperunni. En hvíta peran með hégómaljósinu handa fiskunum verður að bíða betri tíma.
Sumsé, allt frekar rautt, og liturinn frá rótum og grugg í búrinu ýtir undir rauðkuna en það ætti að minnka stig frá stigi næstu daga og vikur.

Með loftsteininn í gangi frussast tiltölulega mikið upp í peruna og spegilinn fyrir ofan hana. Er þetta vandamál?

Vatn:
GH: 30
KH: 0
PH: 6.5
N02: 0
N03: 0

Til að sjá hvort búrið sé í standi eru 2 flekkóttir Corydorasar og 6 sebra danioar mættir á svæðið. Ef þeim vegnar vel næstu dagana og vantsmælingar eru ákjósanlegar þá ætla ég að kaupa fleiri fiska.

Image
Keyptir í Dýralandi gengt Kringlunni, 495kr.

Image
Keyptir í Dýralandi gengt Kringlunni, 980kr.
Last edited by Birkir on 27 Jan 2014, 15:23, edited 4 times in total.
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 80l gróðurmiðaða dvergsíkliðu - gotfiskabúrið

Post by Santaclaw »

Knellað! :góður:
Ekki klúðra þessu ;)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: 80l gróðurmiðaða dvergsíkliðu - gotfiskabúrið

Post by Andri Pogo »

vel gert Birkir :)
-Andri
695-4495

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80l gróðurmiðaða dvergsíkliðu - gotfiskabúrið

Post by Birkir »

"Just when I thought I was out...they pull me back in."
Þetta er nú að einhverju leiti þér að kenna Andri.

Sindri: þetta er knellun. Kanntu nöfnin á þessum plantzen?

E.S. Ég tók ekki myndirnar af fiskunum. Þær eru birtar í súrrandi leyfisleysi. Fann þær via altavista.
Last edited by Birkir on 04 Jan 2014, 03:18, edited 2 times in total.
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 80L gróðurmiðaða dvergsíkliðu, got- og guramibúrið

Post by Santaclaw »

Ehh.. jááhh..

-Gaurinn með sápulyktinni heitir Bacopa Langeria.
-Þessar sem voru fastar saman á rótarskotinu eru Amazon sverð, Echinodorus Bleheri og getur orðið húmongus.
-Man ekki þessa 3ðju, en hún er Asísk og eiginlega algegasta og ein af auðveldustu plöntunum þaðan :)

Svo getur vel verið að ég stafaði ekki nöfnin rétt.. close enough
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L gróðurmiðaða dvergsíkliðu, got- og guramibúrið

Post by Birkir »

Takk fyrir það. Við finnum út úr þessu öllu á endanu,.

Kemur á daginn að gúramar og síkliður vilja svipað pH gildi, í kringum 6,7, sem er ljómandi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 80L gróðurmiðaða dvergsíkliðu, got- og guramibúrið

Post by keli »

Þetta er allt á réttri leið hjá þér. Ég hef notað tetra substrate gaurinn og það svínvirkaði hjá mér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L gróðurmiðaða dvergsíkliðu, got- og guramibúrið

Post by Birkir »

Takk Keli, og já, ég held það, nema að ég hefði átt að setja niður meira substrate. Þetta voru bara tæpir 2cm. Restin er bara möl.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L gróðurmiðaða dvergsíkliðu, got- og guramibúrið

Post by Birkir »

Þrusaði mér í Dýragarðinn í dag til að tékka á plöntum og síkliðuúrvalinu. Þjónustan var góð eins og alltaf.
Keypti mér fjóra SAE. Hafa lengi verið uppáhalds verkamannafiskarnir mínir, iðjusamir og beita líkamanum skemmtilega og nýta allt búrið. Stk. kom á 850kr.
Fékk mér svo tvo agnarsmáa "standard" plegga (gibba? Kann ekki að spotta muninn svo gjörla). 850kr. fyrir eina sogskál.
Svo náðu litlu marmara gúramarnir athyggli minni. Fékk mér tvo. Þeir eru reyndar svo ungir að við gátum ekki með vissu sagt til um kyn þeirra. 1250kr. á haus.

Image
SAE

Image
Pleggi/gibbi

Image
Gourami
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Image
Image
Image

Búrið dafnar vel og fiskarnir afskaplega sprækir. SAE meira að segja í tilhugalífinu, sem er sérlega skemmtilegt.
Bætti við 5x Rummy Nose tetrum (750kr. stk.), Blue ramirezi (fiðrildasíkliður) pari (1690kr. stk.), 2x perlugúramar (990kr. stk.), Limnophila aquatica planta (1.100kr.).
Image
Image
Image
Image

Verslaði þetta allt saman hjá Tjörva. Einstök búð, góð þjónusta, plönturnar flottar og svo fékk ég líka afslátt!

Varðandi íbúa búrsins: Öllum lyndir vel saman. Danioarnir og rauðsmettin bera sig vel, þrátt fyrir að ég hafi örlitlar áhyggjur af því að Ph gildi vatnsins á ekki að vera akjósanlegt fyrir slíka fiska. Hver er ykkar reynsla?

Varðandi Ciona Aqua búr: Þessi búr er hægt að fá í nokkrum verslunum, engin búð selur þau á sama verðinu. Búrin eru snotur. Lokið er ópraktískt: Það er ekki op á lokinu. Maður þarf að lyfta öllu lokinu til að gefa fóður. En þetta er ekki stórmál, bara nitpicking hérna.
Tækjajúnitkassinn er hægra megin við miðju búrsins. Útstreymi dælunnar vísar því út í mitt búrið, þ.e.a.s. straumurinn fer frá bakglerinu beint yfir á framglerið. Hvað segja þeir allra fróðustu um hringrás/straum vatns í búrum um þetta? Ég er vanur straum sem fer úr horni í horn, eða í tilfelli tunnudælna: inntakið í einum enda og útstreymið í öðrum.
Aukinheldur sýnist mér vera skuggi af tækjakassanum, í hægra horni (frá okkur séð) búrsins þar sem ég setti Limnophila aquatica plöntuna. Virðist vera að ljósið nái ekki að kovera almennilega þennan stað. Velti því fyrir mér að færa hana. Að því sögðu: hvaða plöntur þola svona takmarkaða birtu eins og í horninu?

"Tækjakassinn": Bætti í hann API Crystal hylki (removes colours and odours). Sjáið hvar dælan er staðsett í kassanum (hólf 4), ég setti ofan á hana TetraTec bio-filterabolta (svarta). Ég hef þá í afskornum sokkabuxum. Ég setti alls ekki mikið, þar sem ég vildi ekki taka sjénsinn á að "kæfa" dæluna eða setja of þungt ofan á hana. Ætti ég að setja keramik "makkarónur" í tækjakassan sömuleiðis?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Elma »

Ótrúlega gaman að sjá þetta! :góður:
Bara passa upp á vatnið, skipta lítið en oft um vatn til að byrja með.


Sýnist að þetta sé Corydoras sterbai sem þú keyptir í dýraland, miðað við myndina.
Hérna eru myndir af mínum með öðrum corydoras til samanburðar.
Image
Corydoras schwartzi, Corydoras sterbai and Corydoras julii by Elma_Ben, on Flickr

Image
Corydoras sterbai and C.julii by Elma_Ben, on Flickr

þarft bara að splæsa í einn bakgrunn þá er þetta orðið flott! :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Já, takk Elma. Vatnaskipti verða auðvitað regluleg og metnaðarfull. Annað kemur ekki til greina. Takk fyrir að koma með nákvæma nafngreiningu... sterbai it is, sýnist mér.
Ég er persónulega ekki hrifinn af bakgrunn sem límdur er á glerið, svona eins og veggspjald. Ég er hins vegar hrifinn af bakgrunn sem fer inn í búrið, eins og ég hef verið með áður. En ég er að hugsa um að sleppa því í þetta skiptið og freista þess að láta gróðurinn dekka glerið. Sjáum til hvernig það síðan lúkkar.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by stebbi »

svartur bakgrunnur er þá strax fallegra finnst mér en að hafa ekkert ;)
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Vargur »

Poster bakgrunnur væri skárri en þessi rafmagnsnúra. :wink:
Skarpur gaur eins og þú gætir fundið eitthvað sniðugt á netinu, prentað og plastað og límt á búrið.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Ég skil þetta pósterbakgrunna sjónarmið vel. En það er bara ekki minn tebolli. Snúrur hafa verið gerðar upp og sjást ekki lengur. Ef gróðursæld eykst þá munu þær hylja vegginn.

Elma: myndirnar þínar eru ótrúlega góðar!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Image
Ég færði Limnophila aquatica yfir í vinstra hornið og hún lítur mun betur út þar og dafnar meir. Gróðurinn dafnar yfirleitt rosalega vel.
Fiskunum líður augljóslega vel, sýna allar sínar bestu hliðar, litir greinilegir og allir mjög aktívir.

View My Video
Myndband af samfélaginu í fíling.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Squinchy »

:góður:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Elma »

Hæ!
Sá að þú varst að spurja um plöntur sem þola að vera í skugga.
T.d Anubias, cryptocoryne og java burkni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Santaclaw »

Fallegt :góður: jubb jubb!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Takk fyrir ábendinguna Elma.
Santaclaw: Þegar þungarokkarar eru glaðir þá er ég glaður.

Ég hef ekki bætt neinu í búrið síðan ég uppfærði þráðinn síðast. Gróðurinn vex mikið og ég er að trimma hann nokkuð reglulega. Nei, ég lýg, ég bætti við nettri rót sem ég kom fyrir lóðréttri til að gera "græjukassann" minna leiðinlegan að horfa á (það sést betur í myndböndunum fyrir neðan).

Spurning til rækjufróðra: Ég hef séð því fleygt að rækjur séu góðar fyrir gróðurinn, að þær örvi hann og hjálpi honum að verjast gegn hvers lags vibba sem vill setjast utan á gróðurinn. Að því sögðu: Geta rækjur lifað af í búri eins og mínu?

Limnophila aquatica er ekki að dafna neitt sérlega vel. Eins og áður sagði færði ég plöntuknippið til að að hún fengi meiri birtu. Hún er alls ekki dauð en er ekki jafn augljóslega heilbrigð og sterk eins og aðrar plöntur í búrinu.

Annars hef ég fært nokkrar plöntur til (sjá við hægri hlið græjukassans og svo töluvert til vinstri frá græjukassanum (til hægri við Limnophila aquatica)). Ég gerði þetta til að hafa sömu tegundirnar á sama stað. Þetta et líka flottara svona og þéttara.

Athugasemd: Marmaragúramarnir eru fyrirferðarmeiri en ég átti von á. Samt ekkert sérstaklega grimmir, heldur eru þeir að elta og láta mikið fyrir sér fara frekar en að bíta úr hinum fiskunum og smala þeim út í horn.

Image
Image

View My Video

View My Video
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Jakob »

Glæsilegt búr!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by keli »

Rækjur eru frekar ólíklegar til árangurs í þessu búri. Gúramarnir og aðrir munu sennilega éta þær.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Image
Image
Image
Image
Nýlegar myndir.

Eins og áður sagði í þræðinu þá er Limnophila aquatica ekki að dafna neitt heldur þvert á móti að drepast. Það er voða lítið eftir af henni þrátt fyrir það að hún sé á birtubesta stað búrsins með nærungu undir rótum. Getur einhver komið með hjálplegar hugmyndir varðandi þessa fallegu plöntu?
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Santaclaw »

Já ég er glaður þungarokkari!

Hugsa að það vanntar Co2 í búrið.
Ég var með mjög sterkt ljós, og fína næringargjöf og allt það en fór allt að gerast með Co2 gjöf :) Stundum næstum því of mikill vöxtur :)
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Mér sýnist eins og það sé lofsteinn í búrinu ef svo er þá gerir hann meira ógagn en gagn hvað plöntur varðar. Hann myndar uppstreymi sem eyðir köfnunarefnum. Ef þú ert ekki með kolsýrugjöf getur þú bjargað þér ef þú átt sodastream tæki þér er örugglega á óhætt að setja 1/3 -1/2 liter á dag.

http://www.tropica.com/en/plants/plantd ... px?pid=046
Hér eru allar upplysingar um þessa plöntu Tropica.com er að mínu mati flott síða vel upp sett með góðar og gagnlegar upplysingar.

Watt / liter er peran 18W x 2 ef þú ert með spegil yfir henni deilt með watnsmagninu í búrinu í þínu tilviki 36/80= 0.45 wött sem er algjört lágmark fyrir Limnophila
aquatica
Last edited by snerra on 28 Feb 2014, 08:12, edited 1 time in total.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Birkir »

Santaclaw: Þetta er alveg kortér í Clawfinger reunion! Co2 er ábyggilega málið hér eins og þú og snerra bendið á. Ég sjálfur er með næringu undir sandi og lyfjagjöf líka en það vantar væntanlega Co2.
Ykkur báðum að segja hef ég lesið einhverstaðar (kannski hér) að "óvísindalegar" soda stream pælingar geti komið á Co2 ójafnvægi sem sömuleiðis getur haft slæmar afleiðingar á lífsgæði annað hvort (eða bæði) fiska og plantna. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég vil auðvitað heyra og skoða allt sem þið leggið til.

snerra: Ég ætla að skoða peruna og nýta þessa jöfnu sem þú nefnir til útreiknings. Ég er ekki að nota cool daylight peruna mína vegna þess að eftir því sem ég eldist í þessu þá verð ég alltaf minna og minna fyrir "harða" birtu og kann svakalega vel við þessa rauðu en kannski er hún bara of dauf. Ég skal pósta specs á þessa rauða peru eftir vinnu og þú getur sagt mér hverni þér lýst á. Eins og stendur þá er bara ein pera í lokinu með spegli yfir eins og lög gera ráð fyrir.

Ég er búinn að taka loftdæluna úr sambandi. Vonandi nær maður að snúa Tropica við. Ég spyr samt: með svona mikinn gróður og engan loftstein, er hætta á að rýra lífsgæði og hafa slæm áhrif á heilsu og líðan fiskanna?
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by Santaclaw »

Ég held að ég eigi svona lítin Co2 kút með dispencer sem ég get gefið þér ef þú vilt, get tékkað á honum á mrg.
Minnir að hann sé lítið sem ekkert notaður. Þá sérðu muninn frekar fljótt :)
Veit ekki hvort það hjálpi þessari tilteknu plöntu mikið ef það vanntar meira ljós en hinar munu fíla það!
Svona stuff

https://www.google.is/search?q=tetra+co ... B351%3B430

Ég tók alla loftsteina úr mínum búrum og ekkert vesen, var fyrst með þá í gangi á nóttunni með timer, en hætti því svo líka, aldrei verið vesen með fiskana eða rækjunar. En ég gef ekki Co2 á nóttunni. Það er kannski erfiðara að stjórna því með DIY Co2. Er ekki mikið fyrir DIY Co2 stuff, það er smá startkostnaður í hinu, en eftir það lítið sem ekkert, er með stóra kúta sem duga í ca 4 mánuði í 240l búr og kostar 2800kr að fylla á :) Ekki 1000kr á mánuði einu sinni (Y). Getur stjórnað öllu, jafnt flæði osfv.
Veit ekki með soda stream, kemur náttla flökkt á ph það fellur þá væntanlega en er fljótt að fara upp aftur.
Þegar ég hef 50% vatnskipti sem gerði þá setti ég alltaf að mig minnir ca 22gr að matarsóda í vatnið (240l), það myndar einskonar Buffer á ph drop vegna kolsýru. Var búinn að reikna þetta út frá ph og vatnsmagni, Co2 mettun og osfv.. man ekki alveg tölurnar utanbókar en er með þetta skrifað í "fiskabókina" mína !

Á líka að vera nóg að láta loftið gárast með outputinu af dælunni, svo þegar gróðurinn er orðin öflugur framleiðir hann mikið súrefni líka.

Clawfinger? Hvernig vissuru ? My secret shame!
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 80L dvergsíkliðu og guramibúr

Post by snerra »

Santaclaw: Væri gaman ef þú útskýrðir hvernig þú reiknar út magn af matarsoda það er að segja 22gr í 240 litra.
Post Reply