Afhverju klóra fiskar sér?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

Verð að fá ábendingu frá ykkur en ég er með 400 litra Malawibúr og gengur vel. Fiskarnir eru vel aldir og hraustir að sjá.
Þeir hrygna reglulega og seiðin komast á kreik þ.e.a.s þau sem ekki eru étin. Vatnaskiptin i búrinu fara fram vikulega um 50% og botnin heinsaður einusinni i mánuði.Svona er þetta búið að ganga i 2 ár. Það er bara eitt sem pirrar mig og það er að fiskarnir eru sifellt að klóra sér. Afhverju? Hvað er það sem getur valdið þvi að þeir synda uppað steinum og dóti til að klóra sér. Langar að skilja þessa hegðun og kanski er hún eðlileg.

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Ýmislegt sem kemur til greina, en ef þetta er búið að vera svona lengi þá dettur mér helst í hug að vatnsgæðin séu ekki alveg eins og þeir vilji hafa þau. Lágt pH til dæmis?

Kannski eitthvað í innréttingunum sem þeir rispa sig á líka?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

Já mér dettur i hug ph gildið og ég pantaði digital ph mælir og hann er á leiðini. Þessir fiskar þurfa frekar hátt ph gildi eða um 8.
Þeir eru ekki að særa sig á "klórinu " enda hraustir og vel útlitandi allir og grjótið er flest allt rúnað. Það sem mér dettur i hug er einmitt vatnið hér á suðurnesjunum þar sem ég hef frekar ör vatnaskipti hvort það gæti verið orsökin. Þetta er búið að vera i frekar langan tima.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Ólafur wrote:Já mér dettur i hug ph gildið og ég pantaði digital ph mælir og hann er á leiðini. Þessir fiskar þurfa frekar hátt ph gildi eða um 8.
Þeir eru ekki að særa sig á "klórinu " enda hraustir og vel útlitandi allir og grjótið er flest allt rúnað. Það sem mér dettur i hug er einmitt vatnið hér á suðurnesjunum þar sem ég hef frekar ör vatnaskipti hvort það gæti verið orsökin. Þetta er búið að vera i frekar langan tima.
Þetta gæti verið pH sveiflum að kenna, t.d. er kranavatnið líklega frekar hátt í pH hjá þér, en lækkar fljótt þar sem GH og KH er lágt. Þessar sveiflur yrðu þá í hverjum einustu vatnsskiptum. Kóralmulningur gæti þá líklega hjálpað til við þetta. Prófaðu að mæla pH fyrir og eftir vatnsskipti þegar þú færð mælinn og sjáðu hvað pH breytist mikið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

keli wrote:
Ólafur wrote:Já mér dettur i hug ph gildið og ég pantaði digital ph mælir og hann er á leiðini. Þessir fiskar þurfa frekar hátt ph gildi eða um 8.
Þeir eru ekki að særa sig á "klórinu " enda hraustir og vel útlitandi allir og grjótið er flest allt rúnað. Það sem mér dettur i hug er einmitt vatnið hér á suðurnesjunum þar sem ég hef frekar ör vatnaskipti hvort það gæti verið orsökin. Þetta er búið að vera i frekar langan tima.
Þetta gæti verið pH sveiflum að kenna, t.d. er kranavatnið líklega frekar hátt í pH hjá þér, en lækkar fljótt þar sem GH og KH er lágt. Þessar sveiflur yrðu þá í hverjum einustu vatnsskiptum. Kóralmulningur gæti þá líklega hjálpað til við þetta. Prófaðu að mæla pH fyrir og eftir vatnsskipti þegar þú færð mælinn og sjáðu hvað pH breytist mikið.
Það fyrsta sem ég geri þegar mælirinn kemr i hús 8)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Gudmundur »

ef þú ert með mikið af fiskum í búrinu þá gæti alveg verið að nitratið væri of hátt þótt þú skiftir svona miklu vatni út, ég hef lent í því hjá mér, hélt að vatnsskiftin væri mjög góð en nitratið var vanalega það hátt að þó ég skifti út vatni þá var það samt ekki nóg
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

Sæll Guðmundur.

Já ég er farin að gruna Nitratið en skiptir þú þá örar um vatn til að losna við nitratið eða hvað? Og hvað þá um ph gildið?
Er með slatta af fiskum i búrinu.
Voru þinir þá að nudda sér upp að steinum og hlutum i of háu Nitrati?

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Ólafur wrote:Sæll Guðmundur.

Já ég er farin að gruna Nitratið en skiptir þú þá örar um vatn til að losna við nitratið eða hvað? Og hvað þá um ph gildið?
Er með slatta af fiskum i búrinu.
Voru þinir þá að nudda sér upp að steinum og hlutum i of háu Nitrati?

Kv
Ólafur
nítrat getur líka passað uppá klórið. 50% vatnsskipti eru samt bara 50, kannski dugir það ekki alveg til. Ýmindum okkur til dæmis að fiskarnir gefi frá sér 150 ppm af nítrati á viku, og þú skiptir um 50% á viku:

Vika 0: 0ppm

Vika 1, fyrir vatnsskipti: 150ppm
Vika 1, eftir: 75ppm

Vika 2, fyrir: 225ppm
Vika 2, eftir: 112ppm

Vika 3, fyrir: 262ppm
Vika 3, eftir: 131ppm

Vika 4, fyrir: 281ppm
Vika 4, eftir: 140ppm


Eftir nokkrar vikur af þessu þá er þetta stabíl í um 300 fyrir vatnsskipti, 150 eftir. Þó að tölurnar séu kannski ekki svona háar, þá getur þetta verið eitthvað svipað í þínu tilfelli. Lausnin væri því að skipta um meira af vatni öðru hvoru, t.d. 80% mánaðarlega.

Þá gæti þetta litið svona út, miðað við 100ppm af úrgangi á viku

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Sibbi »

keli wrote:
Ólafur wrote:Sæll Guðmundur.

Já ég er farin að gruna Nitratið en skiptir þú þá örar um vatn til að losna við nitratið eða hvað? Og hvað þá um ph gildið?
Er með slatta af fiskum i búrinu.
Voru þinir þá að nudda sér upp að steinum og hlutum i of háu Nitrati?

Kv
Ólafur
nítrat getur líka passað uppá klórið. 50% vatnsskipti eru samt bara 50, kannski dugir það ekki alveg til. Ýmindum okkur til dæmis að fiskarnir gefi frá sér 150 ppm af nítrati á viku, og þú skiptir um 50% á viku:

Vika 0: 0ppm

Vika 1, fyrir vatnsskipti: 150ppm
Vika 1, eftir: 75ppm

Vika 2, fyrir: 225ppm
Vika 2, eftir: 112ppm

Vika 3, fyrir: 262ppm
Vika 3, eftir: 131ppm

Vika 4, fyrir: 281ppm
Vika 4, eftir: 140ppm


Eftir nokkrar vikur af þessu þá er þetta stabíl í um 300 fyrir vatnsskipti, 150 eftir. Þó að tölurnar séu kannski ekki svona háar, þá getur þetta verið eitthvað svipað í þínu tilfelli. Lausnin væri því að skipta um meira af vatni öðru hvoru, t.d. 80% mánaðarlega.

Þá gæti þetta litið svona út, miðað við 100ppm af úrgangi á viku

Image

:góður:
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Gudmundur »

Ólafur wrote:Sæll Guðmundur.

Já ég er farin að gruna Nitratið en skiptir þú þá örar um vatn til að losna við nitratið eða hvað? Og hvað þá um ph gildið?
Er með slatta af fiskum i búrinu.
Voru þinir þá að nudda sér upp að steinum og hlutum i of háu Nitrati?

Kv
Ólafur
Sælir
já ég tók bara góð vatnsskifti 2-3 daga í röð og þá hættu þeir þessu nuddi, ég mældi aldrei nitratið en þar sem þetta hætti alltaf við extra vatnsskifti þá reiknaði ég bara með því að þeta væri nitratið, ég hef ekki elt ph gildið hjá Malawi fiskum og stundum þurft að geyma nokkra í gróður búrum með mikið af trjágreinum og lítið ph gildi en passað þá að skifta reglulega um vatn svo það fari nú ekki niður fyrir öll mörk, og ég hef ekki orðið var við verri heilsu eða atferli í þeim búrum og ekkert færri hrygningar,

Keli
flott uppsett hjá þér ( reyndar smá villa hehe ) en þetta er á mannamáli
og skilst vel fyrir alla held ég
( stel hugmyndinni við tækifæri hehe )
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Gudmundur wrote:Keli
flott uppsett hjá þér ( reyndar smá villa hehe ) en þetta er á mannamáli
og skilst vel fyrir alla held ég
( stel hugmyndinni við tækifæri hehe )
Já hætt við villum, sérstaklega í því sem ég setti ekki upp í excel :) Þetta hjálpar fólki oft að skilja hvernig eiturefnin geta safnast upp þrátt fyrir vatnsskipti.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

Takk fyrir þessar upplýsingar. Þið eruð búnir að hjálpa mér mikið i þessu og auka skilning minn á þessu öllu. Nú er bara að fara að skipta um vatn örar og sjá hvað gerist.

Það eri eitt atriði sem hefur ekki komið fram hér og er matargjöfin. Þeir fá þurrfóður 3svar á dag i gegnum sjálfvirkan matargjafara og spurningin hvort það sé hreinlega ekki of mikið?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Ef fiskarnir éta það, þá er það ekki of mikið.. En þá ertu kannski bara með of mikið af fiskum og úrgangur safnast fljótar upp. Það getur samt verið í góðu lagi ef þú hagar vatnsskiptum bara samkvæmt því.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Gudmundur »

engin ástæða til að fóðra fullorðna fiska svona oft kemur bara niður á vatnsgæðunum, einnig er gott að gefa þeim ekkert að éta af og til og allt í lagi að sleppa nokkrum dögum í röð stundum, þeir hreinsa þá grænþörung þar sem þeir ná í hann sem er betra fyrir meltinguna hjá þeim og það ýtir undir hrygningar að svelta þá aðeins
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by GummiH »

Hef tekið eftir því að fiskar nudda magann í grjót og sand til að losa skít. Hangandi skítur eða hægðartregða :D Það er eins og þetta hjálpi til við að "hagræða" í maganum eftir að hafa étið t.d. matarkorn, flögur eða annað sem angrar þá og því nudda þeir stundum nokkuð blíðlega magann með þessum hætti. Þetta getur líka verið sníkjudýr að angra þá, camallanus ormar eða já of súrt eða basískt vatn sem veldur kannski kláða. Og þú ert væntanlega með of marga fiska miðað við hreinsigetu eða þú ert að offóðra. Eins og nafni minn segir þá er gott að sleppa mat í 1-2 daga á viku ;)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

Sæll GummiH
Takk fyrir þessa ábendingu en fiskarnir minir eru ekki að klóra sér eins og þú lýsir hér.
Þeir "klóra" sér alstaðar og ég hef hætt að gefa i viku og það oft en ekki hætti "klórið" hef frekar á tilfinninguni að ég sé að gefa i minni kantinum i heildina á dag. Mig grunar núna að þetta gæti verið sýrustigið i vatninu en ég á alveg eftir að mæla það nákvæmlega þar sem að þetta hættir ekkert þó að ég hafi yfir 80% vatnaskipti. Þetta virðist bögga mig meira en fiskunum þvi þeir eru friskir og hraustir i útliti og ekki vantar hrygningarnar hjá þeim. :) Hreinsigetan min er góð þar sem tvær dælur sá um að sia vatnið fyrir utan það að vatninu er skipt út vikulega að lámarki 50%.

Gaman væri samt að fá hjá þér hugmyndina um hreinsigetu miðað við fjölda fiska??

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by GummiH »

Mín hugmynd er einföld, ef vatnið er enn skítugt (hvítt eða gruggað) eftir að búrið ætti að vera búið að stabílast, bættu við fleiri dælum, fá sér stærri eða fækka fiskum =)

Svo er þumalputtareglan sú að dælan ætti helst að dæla 3x-4x það lítramagn sem er í búrinu. Ef þér finnst það of mikið í sambandi við strauminn þá er hægt að stækka og breyta endanum fyrir útflæðið eins og hverjum og einum hentar.

Ég er með 500lítra búr með bara 1000 lítra á klst dælugetu og ég er í smá basli með vatnið. Og ég tek greinilega eftir því þegar fiskum flölgar eða fækkar þá versna eða skána vatnsgæðin. Og ég er btw líka á suðurnesjunum og vatnið úr krana hér bara í góðu lagi ;)


Hvað ertu með marga fiska í þessu 400l búri og hver er meðalstærðin á þeim. Prufaðu að sleppa stórum vatnskiptum því nýtt vatn er ertandi og ekki búið að ná þroska og mýkt :) Prufaðu frekar 10-15% á dag í viku til tvær og sjáðu til. Farðu yfir alla fiskana þína, skoðaðu þá vel hvort þeir séu með sníkjudýr sem koma út úr anusnum :P eða anchor orma á síðunni. Sár eða bletti í roði.

Ef þú átt góða myndavél þá væri æðislegt að fá close'up myndir af þeim fiskum sem "klóra" sér mest og heildarmynd af búrinu sjálfu :)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

Já Gummi hef verið að reyna ná mynd af þessu en þeir vilja bara ekkert klóra sér á meðan ég er að taka video :)

Hérna er linkur að 3 vikna gömlu videói af búrinu minu.
http://www.youtube.com/watch?v=tStPcxdGDuM

Veistu sýrustigið á vatninu á suðurnesjum. Keypti mér annars TDS mælir nú á dögunum og mældi vatnið beint úr krana og fékk svörun uppá 115 ppm sem segir mér að vatnið er ekki eins kristaltært þó svo að það liti þannig út. Mældi viku gamalt vatn i burinu hjá mér lika sama dag og fékk svörun uppá 237 ppm en gallin við þennan mælir er að hann segir mér ekki hvað það sem er að menga vatnið. Geri samt fastlega ráð fyrir að það sé hækkandi nitrit i búrinu sem mælirin er að mæla þar svo er digital sýrumælir á leiðini til landsins.
Já spurning hvort ég þurfi ekki að stækka siugetuna en ég er með 400 litra búr á móti 1200 litra hreinsigetu á klst góður púnktur hjá þér
Það er hægara sagt en gert hjá mér að skipta um vatn daglega sökum vinnunar hjá mér en ég er bara heima um helgar um þessar mundir. :?
Hef enga tölu um fjölda fiska i búrinu.

Hérna er linkur að þræðinum um TDS mælirin.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... 89#p119289

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Ef þú ert með tunnudælur þá getur verið hellings drulla í þeim sem gefur frá sér úrgangsefni stanslaust. Dælur taka bara sjáanlega drullu úr vatninu, nítratið er enn til staðar og auka dælur gera ekkert til að lækka það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by prien »

Er enginn möguleiki á að þetta klór í fiskunum sé einhver bakteriusýking?
500l - 720l.
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by GummiH »

Já er það keli? Eins og eini tilgangurinn með loftdælu er að búa til súrefni? :crazy:

Chemical filtration is one of the three types of filtration that can be used for an aquarium. The other two are biological and mechanical filtration.

Biological filtration removes ammonia and nitrite from aquarium water by way of positive bacterial colonies that convert it, through oxidation, to harmless nitrate.

Mechanical filtration is performed when water passes through a filter's foam pads, catching particulate matter like uneaten food, waste and decayed plants.

Mechanical and biological filtration are the basics of a healthy aquarium, while chemical filtration is an option.

Chemical filtration refers to any filtering substance that is designed to change the chemical composition of the water, but most often refers to the use of activated carbon or other cleaning resins. Activated carbon pulls dissolved organics from the water by adsorbing them.

Activated carbon is made from various base materials that have been heated then steam-treated. The steaming process makes the carbon extremely porous. Porous substances have extensive surface area. As the water passes over carbon, the carbon chemically attracts pollutants that adhere to the surface of the carbon, including odors and color. This is chemical filtration in action.

Note that carbon with excessive ash can cause a pH spike. Therefore when selecting carbon, acid-washed carbon is best. When you purchase high grade carbon, the package will usually claim that it will not alter pH. In addition to these considerations, spherical-shaped carbon is superior because it does not pack and has the highest surface area, allowing the greatest adsorption.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Punkturinn minn stendur. Dælur gera ekkert til þess að taka nítrat úr vatninu. Úrgangur sem er í dælunni brotnar niður í ammóníu, nítrít og svo nítrat. En nítratið fer aldrei neitt nema í plöntur eða vatnsskipti (hugsanlega DSB ef maður er með sjávarbúr). Ef dælan er orðin mjög óhrein þá gefur hún stanslaust frá sér úrgangsefni sem vatnsskipti ná jafnvel ekki að halda almennilega niðri.

Þetta quote sem þú kemur með sem mótrök geyma ekki svo mikið sem einn punkt á móti því sem ég sagði. Nítrat er ekki "harmless".
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by GummiH »

Ég held bara að þú skiljir ekki hvernig Þetta virkar.

Ammonia is produced by fish and by bacteria and other organisms breaking down organic waste (fish waste, fish food, dead plants, dead fish). In some cases, it will be present as ammonium (NH4) rather than ammonia (NH3). Other bacteria consume ammonia and ammonium and produce nitrite. Both ammonia and nitrite are toxic to fish and other aquatic animals. Still other bacteria convert nitrite to nitrate. Nitrate is considerably less toxic than ammonia or nitrite, but can still kill fish if enough nitrate is present in the water. "Less toxic" means a much larger amount is required to be lethal, not that it isn't lethal.
Nitrate in a tank can be broken down or exported by various means, the most efficient of which is water changes.
Since nitrate is also a plant fertilizer, old water removed from a tank is very good for watering plants. It usually has enough nitrate to nourish the plants, but not enough to burn them.

Plants in an aquarium will also absorb and use nitrate, but the plant growth needs to be "exported" (removed from the water), or the nitrogen compounds will eventually find their way back into the bulk water in the tank through decaying plant parts or excretion of animals that eat plants.

Just to avoid confusion, let me add that elemental nitrogen (N) itself is not toxic. Air is almost four-fifths nitrogen, and it doesn't hurt us. It is nitrogen combined with other elements in certain chemical compounds that can be poisonous.

Fleiri dælur færri vatnskipti ? ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Ég veit að þú skilur ekki hvaða áhrif nítrat hefur á búr og hvernig maður losnar við það. Fleiri dælur hjálpa þér ekkert með vatnsskiptin þegar bakteríuflóran (cycle) er komin í gang og í jafnvægi. Þú situr alltaf uppi með nítratið.

Ég veit ekkert hver þú ert, en miðað við að þú ert búinn að vera á þessu spjalli í hálft ár, þá ætla ég að gefa mér að þú sért nýgræðingur og ert að misskilja þessa einu síðu sem þú vitnar í (getur ekki einusinni heimilda). Þessvegna ætla ég að reyna útskýra fyrir þér í staðinn fyrir að úthúða þér fyrir að reyna að breiða út vitleysu sem hjálpar engum. Það hjálpar kannski einhverjum öðrum þótt þú þrjóskist við og neitar að samþykkja það sem rétt er.

Nítrat er skaðlegt fiskum þegar það er í miklu magni. Í þétt setnu / skítugu búri er það fljótt að safnast upp, fara yfir 100ppm og langt þar uppúr. Það er mismunandi eftir fiskum hvað þeir þola, en yfirleitt vill maður allavega halda nítrati undir 100ppm.

Hér eru nokkrir punktar máli mínu til stuðnings:
http://freshaquarium.about.com/od/water ... trates.htm
http://www.ehow.com/how_2248133_lower-n ... -tank.html
http://www.aquarium-pond-answers.com/20 ... rates.html (Líttu sérstaklega á "*REMOVAL / PREVENTION")


Reyndar er ég farinn að halda að þú sért bara að trolla mig.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Elma »

GummiH: dælur gera engin kraftaverk,
það þarf alltaf að skipta um vatn þó þú værir með 100 dælur við búrið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by krebmenni »

og skipta svo um filtera líka í dælum
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by GummiH »

Jahérna hér... sagði aldrei að dælur hreinsa ALLT nitrit og nitrat ef þið lesið þá minnka dælurnar/bakteríurnar nitritið. Og auðvitað þarf að skipta um vatn reglulega en 100% vatnskipti yfir viku tímabil þá er eitthvað mikið að. Sjálfur skipti ég um vatn 10-15% 2x á viku.

Og ég er nýgræðingur vegna þess að ég joinaði fyrir hálfu ári síðan og er ekki blaðrandi eins og mesta kjaftagelgja sem allt veit? Fjöldi pósta segir ekkert til um hversu mikið þú veist.

Ef dælurnar eru að fyllast svona svaðalega hratt og þú þarft að vera skipta um bómul og vatn nokkrum sinnum í viku þá er einfaldlega of mikil skítur (fiskar, plöntur, matarleifar etc) og búrið ræður ekki við mengunina þá er ekki verra að vera með stærri dælu eða fleiri, eða fækka fiskum. Já eða viðhalda búrinu með að sjúga upp rotnandi plöntur og annað og eins og þið viljið meina.. bara skipta um vatn og bómul 2x á dag og búrið er komið í lag...

Tilgangurinn með dælum er ekki bara að hreinsa sjáanlega drullu.

Og sem betur fer hafa ekki allir sama skoðun, ég hef mína þú þína. Ég er búinn að tjá mig í þessu af minni reynslu, lesningi og þeim ráðum sem ég hef fengið í gegnum tíðina.

Eigiði góðar stundir og veriði sæl og bless! Ég er hættur að tjá mig hérna.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Vargur »

Já, fleiri dælur hreinsa nitrItið og breyta því í nitrAt sem við þurfum að losna við úr búrinu með vatnsskiptum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by keli »

Þetta eru ekki skoðanir. Þetta eru staðreyndir. Og nú kom í ljós að þú varst að rugla saman nítrati og nítríti. Margar/flestar dælur breyta nítríti í nítrat. Þær gera ekkert við nítrat, það safnast bara upp. Nítrít á aldrei að mælast í búri sem er búið að cycla.

Ég sagði heldur aldrei að þú værir nýgræðingur, ég bara gaf mér það því þú varst að fara með rangt mál og skráðir þig fyrir tiltölulega stuttu síðan. Ég er ekki alveg viss af hverju þú tókst þessu svona illa, þú ert ekkert minni maður þótt þú hafir haft rangt fyrir þér. En hugsanlega aðeins minni maður fyrir að fara í fýlu og út í fússi útaf umræðum á internetinu :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Afhverju klóra fiskar sér?

Post by Ólafur »

Takk fyrir öll innlegg hér
Búrið mitt er búið að ganga sýkingarlaust og stöðugt siðan 2006 og þar áður var það sjávarbúr til 2 ára og ég trúi ekki enn að þetta klór sé einhver sýking fyrr en búið er að útiloka vatnið og hverskonar sýking ætti þetta svo sem að vera þvi fiskarnir dafna vel. Það má geta þess að þetta er búið að viðgangast i rúmt ár.
Þetta vandamál með Malawi sikliðurnar er og virðist algengara en margir halda ef marka má aðra sem halda þessum fiskum.
Ég stofnaði þennan þráð til að reyna að komast að hvað veldur og eru öll innlegg i þráðin velkomin.
Nú er ég búin að mæla vatnið i búrinu og gerði viljandi ekki vatnaskipti á þvi siðustu helgi svo það eru liðnar 2 vikur siðan siðast var haft vatnaskipti.
TDS mælirin syndi siðustu helgi 237 ppm og viku siðar eða i dag sýndi hann 263 ppm.
Ok siðan stillti ég digital ph mælirin og hann sýndi 7.18 og þar sem ég treysti honum ekki þá tók ég sýni á litaspjald sem sýndi ca 7.2 svo hann er réttur.
Siðan var Nitritið No2 mælt og það er 0.1 mg/l ekki hættulegt. Nitratið No3 mældist 5 mg/l
Siðan kom KH og var ca 40 mg/l og þarf að vera ca 80 til að teljast hart.
GH kom næst og mældist ca 100 mg/l en þyrfti að vera meir eða einhverstaðar á milli 100 og 200.
Þannig að vatnið er of mjúkt. Spurning um hvort þurfi ekki að herða vatnið.
Svo mældi ég Amoniakið og það mældist upp að 0.1 sem er hættulaust i ph gildi 7.18 en ef ég fer að keyra ph gildið i 8 þá verður Amoniakið NH3NH4 komið á gult svæði svo maður verður að fara ofurvarlega ef hækka á ph gildið.
Keli,Hlynur,Gummi og fleiri hvað lesið þið reynsluboltar úr þessum tölum. Eru þessar tölur eru i lagi i þessu sýrustigi? Spurning hvort ég þurfi ekki að herða vatnið og ef hvernig er það gert?
Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Post Reply