Tunnudælur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Stjáni S
Posts: 11
Joined: 23 Apr 2009, 09:04
Location: Hafnarfjorður

Tunnudælur

Post by Stjáni S »

Hvaða tunnudælu mælið þið með fyrir 300 til 500 lítra búr ?

TETRATEC
RENA
EHEIM
AM-TOP

Kostir / Gallar :?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Tunnudælur

Post by Squinchy »

Hérna er mín reynsla
tetra tec 1200
kostir:
Gott verð
Lítið bypass
Hljóðlát
Allt filter efni fylgir
góðar skúffur fyrir filter efni
Auðvelt að koma henni í gang
glærar pípur sem fara ofan í búrið

Gallar:
tengi kúplingin hefur verið að leka í sumum tilvikum en þá þarf bara að biðja um nýja

Rena Xp3
Kostir:
Öflug dæla
Lítið bypass

Gallar:
Filterefni fylgir ekki með
Hávær
getur verið leiðindi að koma henni í gang

Eheim (man ekki týpu númer en var lítil tveggja skúffu dæla)
Kostir:
Hljóðlát
Lítið bypass
góðar skúffur fyrir filter dót
Gallar:
Ekkert sem ég get sett út á annað en að hún er dýr en þú ert að fá góða vöru fyrir peninginn og mun endast þér mjög lengi!
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Tunnudælur

Post by Vargur »

Sammála um Tetratec

Sammála um Rena nema hvað ég kannast ekki við teljandi hávaða og hef aldrei lent í vandræðum með að koma í gang. Hef átt margar Rena.
Einnig eru allir varahlutir til.

Eheim, leiðinlegt að þrífa og koma saman, erfitt að fá varahluti.

Am-top, ágætis dælur fyrir lítin pening (Eheim stæling) en stundum getur maður lent á mánudags eintaki.

Persónulega mæli ég með Rena og tek Tetratec sem næsta kost.
Stjáni S
Posts: 11
Joined: 23 Apr 2009, 09:04
Location: Hafnarfjorður

Re: Tunnudælur

Post by Stjáni S »

Takk fyrir þetta :-)
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Re: Tunnudælur

Post by Fanginn »

Ef þú leitar að hljóðlátri mæli ég með tetratec. Er með þannig 1200 og er afskaplega hljóðlát, gestir spurja mig stundum hvort "þetta" sé í gangi...

Reyndar hef ég ekki reynslu af öðrum dælum, vildi bara deila þessu með þér.
jæajæa
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Tunnudælur

Post by pjakkur007 »

ég er með 2 Rena dælur og er mjög ánægður með báðar, ég kannast ekki við að það heyrist mikið í þeim eða að það sé erfitt að koma þeim af stað en það er galli þetta með filter efnið og mediuna en þetta eru topp dælur og fást á fínu verði á http://petshop.is/
ég er líka með AmTop dælu og hún er til stöðugra vandræða, tekur inn loft og á það til að leka eftir að maður þrífur hana
Last edited by pjakkur007 on 12 Mar 2011, 09:46, edited 1 time in total.
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

Re: Tunnudælur

Post by Einval »

er með am top hljóðlát og fin. ekkert leka vesen eða neitt.
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: Tunnudælur

Post by Ási »

Ég er sammála öllum um að tetra tec séu hljóðlauusar og auðveldar í umgengni
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Post Reply