Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by Orientalis »

Málin standa þannig að ég á 120l búr og fiskarnir í búrinu eru að vaxa uppúr því, en tegundin á víst að vera í 350l +. Ég hef hugsað mér að smíða 400l + búr og skáp undir það en þá kom stórt vandamál upp. Gólfplatan í íbúðinni er einungis 12cm sem er mjög þunn gólfplata, en íbúðin er um 50 ára gömul. Venjulegar gólfplötur eru um 20cm þykkar. Fyrir ofan gólfplötuna er þunnur sampur og parket yfir honum. Mig langar helst í búr sem er 400l + en ég þori einfaldlega ekki að ráðast í framkvæmdir fyrr en ég er búinn ganga úr skugga um að hvorki gólplatan né parketið eigi eftir að springa undan því. Það eru eflaust margir hérna sem hafa smíðað búr sem eru 350l + og gott væri að fá álit ykkar á því hvort að gólfið og parketið geti haldið þessum þunga.
Last edited by Orientalis on 23 Dec 2010, 19:47, edited 1 time in total.
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplöt og parkets

Post by Nielsen »

parketið ætti að dreifa þunganum og ef búrið stendur uppvið vegg ætti burðarþolið í plötunni að vera meira heldur en útá gólfi.
er íbúð fyrir neðan eða kjallari/geymsla, ef það er geymsla geturu náttúrulega sett einhverja stífu undir gólfið, en annars er líka hægt að tala við verkfræðing uppá burðarþolsmat
Stefán F. B. Nielsen
Selfossi
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by ulli »

Menn eru ad skella upp 1000lt burum an thess ad spa i tessu.

Er eitthvad undir golfinu? ibud eda kjallari?
Ef ekki tha tel eg eingar likur a thvi ad thad gefi sig.
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by Orientalis »

Það er geymsla undir gólfinu þar sem búslóðin okkar er geymd. Þessegna má ekkert koma fyrir.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by keli »

Ef þú vilt vera öruggur þá erum við ekki rétta fólkið að tala við. Þú þarft að tala við verkfræðing sem kann að reikna burðarþol.

Annars myndi ég halda að 350l væri ekkert vandamál - meira issue þegar þú ert kominn í 700l+
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
elliÖ
Posts: 231
Joined: 26 Feb 2010, 00:11
Location: Reykjarvík

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by elliÖ »

þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af gólfinu burðar þolið er alveg nóg ég myndi fara að hugsa um þetta við svona 1,5 - 2 tonn og þá úti á miðju gólfi þú sérð að einn svona gamall góður stofu miðsöðvar ofn er svona um 400 kíló fullur af vatni þannig að þetta ættirðu ekki að láta stoppa þig kveðja Elvar
Elvar
Aquastabil 530L diskusar
130L japanis endler
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by Squinchy »

Járnbundin plata ?, hefur hún sigið eitthvað með árunum ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by Orientalis »

Gólfplatan er járnbundin og hefur sigið eitthvað, þó sérstaklega í stofunni, en búrið fer í herbergi þar sem platan hefur ekki sigið mikið.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by diddi »

Ættir ekki að hafa neinar áhyggjur með þetta búr ef þú myndir staðsetja það uppvið steyptan burðarvegg.
Orientalis
Posts: 40
Joined: 19 Oct 2010, 19:45
Location: Gamli Vesturbærinn

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by Orientalis »

Búrið yrði í horni herbergisins, önnur hliðin myndi vera uppvið steyptan burðarvegg en bakið myndi vera upp við steyptan útvegg.
Last edited by Orientalis on 26 Dec 2010, 01:44, edited 1 time in total.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by pjakkur007 »

Útveggurinn hlýtur að vera sterkari en svo. hann gæti aftur á móti verið múraður og þá er 2 - 4 cm múrhúð utan á eiangrun og þar fyrir utan steiptur útveggurinn. ég myndi ekki hafa áhyggjur af þessu ef ég væri að gera þetta. passaðu bara að undirstöðurnar undir búrinu séu sverar og dreifi álaginu vel yfir flötinn sem búrið stendur á.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by Rodor »

Þú ert að tala um ca. 400 kg. þunga, sem mér finnst ekkert til að tala um.
Spáðu í það hvort þú myndir þora að leyfa fimm áttatíu kílóa mönnum að standa á gólfinu hjá þér og ef þú þorir því láttu þá þá hoppa á gólfinu og þú munt sjá að þetta er allt í lagi.

Gólfplötur í gömlum húsum voru oft hafðar svona þunnar, væntanlega til að spara steypu. Það var ekkert endilega sama þykkt á plötum milli herbergja, það réðist af stærð herbergja.
JG
Posts: 62
Joined: 22 Jun 2010, 16:00
Location: Sauðárkrókur

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by JG »

Eg er með 720 lítra búr á 3hæð í blokk sem var byggð árið 1971, gólvið þolir það hjá mér. Búrið stendur á parketi.
Allir hafa sýna skoðun. hver er þín..??
HÞK
Posts: 23
Joined: 10 Mar 2010, 11:01
Location: Vejle Danmörk

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by HÞK »

Eg myndi ekkert hafa áhiggjur á að hafa þetta búr á þessu gólfi. JG væri alveg tíl í að sjá myndir af þessu búri hjá þér og íbúum þess...
User avatar
Van-Helsing
Posts: 37
Joined: 30 Aug 2008, 19:18

Re: Búrasmíði: Burðarþol gólfplötu og parkets

Post by Van-Helsing »

hérna er linkur á búrið hans JG
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=10311
720l Aquastabil búr, 130l búr, 100l búr, 30l búr...
Post Reply