Skrautfiskur – félag fiskaáhugafólks

Fyrirspurnir um félagið frá öðrum en félagsmönnum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, Ásta

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Skrautfiskur – félag fiskaáhugafólks

Post by Vargur » 19 Jun 2007, 15:37

Skrautfiskur – félag fiskaáhugafólks

Skrautfiskur, félag fiskaáhugafólks var stofnað haustið 2006 að frumkvæði hóps áhugamanna um skrautfiska og var tilgangurinn með stofnun félagsins að efla tengsl milla fiskaáhugafólks og auka fræðslu og umfjöllun um þetta skemmtilega áhugamál.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með að standa fyrir fundum og ýmiskonar uppákomum tengdu félaginu.

Image Image

Myndast hefur ört vaxandi hópur fiskaeigenda og hefur góður andi og mikil samheldni einkennt félagið.
Fundnir hafa verið haldnir bæði í verslunum og á heimilum félagsmanna, hafa verslanir og heildsalar kynnt vörur sínar og boðið félagsmönnum rausnarlega afslætti, gjafir og önnur sértilboð.

Félagstarfið fer einnig að miklu leiti fram á http://www.fiskaspjall.is og þar getur fólk kynnt sér starfsemi félagsins og einnig tekið þátt í umræðum um skrautfiska, ræktun og umhirðu þeirra.

Image Image

Félagsgjald fyrir árið er kr. 2.500.- og greiða hjón eða sambýlisfólk bara eitt gjald. Þátttaka í félaginu er öllum opin, 16 ára og eldri. Félagsmenn hafa afnot af ört stækkandi bókasafni félagsins og fá afslátt af fiskavörum í verslunum auk annara tilfallandi sértilboða eða gjafa.
Hafir þú áhuga á inngöngu í félagið hafðu þá samband við Andra pogo í einkapósti hér á spjallinu eða með tölvupósti á andripogo@hotmail.com

Image Image

Image Image

Post Reply