gúppý vandræði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

gúppý vandræði

Post by Elma »

sæl öll sömul, er einhver hér sem er fróð/ur um guppy fiska? ég held að ég viti nú ýmisslegt en þygg alla aðstoð ´frá ykkur:) er búin að eiga 3 guppy kvk i marga mánuði, og þær hafa alltaf staðið af sér alla veiki eins og guppy mouth fungus og white spot. en núna hafa þær látið voða einkennilega, hanga upp í horni og synda voða lítið um, borða nánast ekki neitt og hryggurinn er sveigður niður á við. tvær hafa dáið núna með stuttu milli bili en sú sem er eftir heldur i lífið með dauðataki. hef prófað bakteriu drepandi lyf og salt. held að það sé lítið hægt að gera núna. en ef einhver kannast við einkenni eins og þessi sem ég lýsti og veit hvaða sjúkdómur þetta er þá endilega pósta því :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Eru kerlingarnar orðnar gamlar? Gúbbí verða bara um 2ja ára, ef þú hefur fengið þær gamlar þá gæti það verið að þær séu bara að klárast..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

takk fyrir svarið Keli :) en nei fékk þær ekki gamlar. fékk þær þegar þær voru smá seiði bara :) eru held ég um 4ra mánaða. held að síðasti guppyinn sé dauður. sé hann ekki. :( fannst voða vænt um þessi grey enda búin að sjá þær stækka og taka liti..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

V / gúbbý

Post by voffi.is »

Já ég verð aðeins að tjá mig hérna!!! Hef verið að dunda mér við að rækta gúbbý í svolítinn tíma núna með þokkalegum árangri. þetta eru einkenni sem ég þekki og hef lent í að missa marga fiska úr þessum leiðindum. Ég las mig heilmikið til um þetta á netinu og spurði þá sem mér voru fróðari og sennilega var um costíu eða einhver önnur sníkjudýr að ræða. Ég sá engin merki utan á fiskinum en þetta getur ráðist inn í dýrið og sest að innvortis eða í vefjum sem gerir það að verkum að fiskurinn veslast upp innanfrá, vöðvar verða slappir og þessi hangandi afturhluti var týpískt, stundum reyndar lagðist sporðurinn saman, en það var meira áberandi hjá seiðunum.

Gúbbýinn virðist vera mjög viðkvæmur fiskur og er ég einmitt að fást við sýkingu í einu búrinu sem ég er að reyna að finna út úr hvað er, en enginn hefur getað greint það ennþá. Það er gott að hækka hitann aðeins og salta og gúbbýar þola mikið salt en í flestum tilfellum hefur það ekki dugað. Best að ná í lyf sem taka á costíu og skyldum kvikindum, annars hrynur þetta niður á stuttum tíma, það er mín reynsla. Vona að þú sért einhverju nær.

Gangi þér vel.
Elskum dýrin án skilyrða......
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

takk voffi.is :) held að þetta sé rétt hjá þér. var búin að setja bakteriudrepandi lyf i búrið en það virkaði ekki. veit að guppy er voða viðkvæmur fiskur en er með annað búr þar sem þeir lifa góðu lífi og aldrei neitt vesen komið upp, buin að eiga suma i c.a fimm mánuði. en já einkennin voru þessi hangandi sporður, slappleiki og áhugaleysi um mat.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply